Fylkir safnar liði í handboltanum 26. apríl 2005 00:01 Það er mikið líf í Árbænum þessa dagana enda ætlar Fylkir að tefla fram meistaraflokki karla á næstu leiktíð. Gamla stórskyttan Sigurður Valur Sveinsson hefur verið ráðinn sem þjálfari hjá félaginu og Fylkir er í leikmannasmölun þessa dagana. Fjölmargir leikmenn hafa verið orðaðir við félagið á síðustu dögum en ekkert fengist staðfest. Fréttablaðið hefur traustar heimildir fyrir því að fimm leikmenn hafi hug á að semja við Fylki og að þeir muni semja við félagið á næstu dögum. Leikmennirnir sem um ræðir eru Heimir Örn Árnason, Hlynur Jóhannesson, Ingólfur Axelsson, Guðlaugur Arnarsson og Arnar Þór Sæþórsson. Heimir og Hlynur koma frá Val en hinir þrír léku allir með Fram síðasta vetur. Nafn Valsarans Baldvins Þorsteinssonar hefur einnig verið nefnt í þessu sambandi en samkvæmt sömu heimildum gæti vel farið svo að hann gangi einnig í raðir Fylkis. Heimir Örn tilkynnti Valsmönnum í gær að hann væri hættur hjá félaginu og þegar Fréttablaðið spurði hann að því hvort hann væri á leið í Fylki var svarið einfalt: "No comment." "Það hafa leikmenn lýst yfir áhuga á að spila með okkur en við höfum ekki samið við neinn leikmann enn sem komið er," sagði Sigurður Jensson, formaður handknattleiksdeildar Fylkis, sem fagnaði því að leikmenn sýndu áhuga á að koma til félagsins. Hann segir Fylkismenn ekki ætla að vera neina farþega í deildinni næsta vetur. "Það standa allir jafnfætis næsta vetur og nú er rétti tíminn til þess að taka þátt. Fylkishverfið fer sístækkandi og það ætti að vera grundvöllur fyrir því að reka öflugt handboltastarf hjá Fylki á komandi árum." Það er ekki ódýrt að byggja meistaraflokk frá grunni en Sigurður segir að fjárhagslegar aðstæður séu í góðu lagi. "Við erum komnir með góða bakhjarla sem eru bæði einstaklingar og fyrirtæki og vonandi slást fleiri í slaginn með okkur. Viðhorfið gagnvart handboltastarfi í Árbænum er mjög jákvætt," sagði Sigurður. Íslenski handboltinn Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti Dagskráin í dag: Liverpool mætir þýsku meisturunum og nýr stjóri Man. Utd mætir Man. City Sport Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Enski boltinn Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Körfubolti Fleiri fréttir Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Slot lofar Xabi Alonso fyrir leik þeirra Wendell Green rekinn frá Keflavík Ancelotti: Þeir áttu að fresta öllum fótbolta á Spáni BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Eldamennskan stærsta áskorunin Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Dagskráin í dag: Liverpool mætir þýsku meisturunum og nýr stjóri Man. Utd mætir Man. City „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Fram flaug áfram í bikarnum Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Líst ekkert á að fertug Vonn snúi aftur: „Ég myndi dauðskammast mín“ Lampard gæti orðið næsti stjóri Roma Rekinn út af fyrir að hrækja á dómara Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Sjáðu bestu tilþrifin á öðru keppniskvöldi úrvalsdeildarinnar Sigurjón hættur með Gróttu Erfitt hjá „sultunni“ Joel Embiid NBA-stjörnurnar þurftu að taka lestina á leikinn sinn Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið Sjá meira
Það er mikið líf í Árbænum þessa dagana enda ætlar Fylkir að tefla fram meistaraflokki karla á næstu leiktíð. Gamla stórskyttan Sigurður Valur Sveinsson hefur verið ráðinn sem þjálfari hjá félaginu og Fylkir er í leikmannasmölun þessa dagana. Fjölmargir leikmenn hafa verið orðaðir við félagið á síðustu dögum en ekkert fengist staðfest. Fréttablaðið hefur traustar heimildir fyrir því að fimm leikmenn hafi hug á að semja við Fylki og að þeir muni semja við félagið á næstu dögum. Leikmennirnir sem um ræðir eru Heimir Örn Árnason, Hlynur Jóhannesson, Ingólfur Axelsson, Guðlaugur Arnarsson og Arnar Þór Sæþórsson. Heimir og Hlynur koma frá Val en hinir þrír léku allir með Fram síðasta vetur. Nafn Valsarans Baldvins Þorsteinssonar hefur einnig verið nefnt í þessu sambandi en samkvæmt sömu heimildum gæti vel farið svo að hann gangi einnig í raðir Fylkis. Heimir Örn tilkynnti Valsmönnum í gær að hann væri hættur hjá félaginu og þegar Fréttablaðið spurði hann að því hvort hann væri á leið í Fylki var svarið einfalt: "No comment." "Það hafa leikmenn lýst yfir áhuga á að spila með okkur en við höfum ekki samið við neinn leikmann enn sem komið er," sagði Sigurður Jensson, formaður handknattleiksdeildar Fylkis, sem fagnaði því að leikmenn sýndu áhuga á að koma til félagsins. Hann segir Fylkismenn ekki ætla að vera neina farþega í deildinni næsta vetur. "Það standa allir jafnfætis næsta vetur og nú er rétti tíminn til þess að taka þátt. Fylkishverfið fer sístækkandi og það ætti að vera grundvöllur fyrir því að reka öflugt handboltastarf hjá Fylki á komandi árum." Það er ekki ódýrt að byggja meistaraflokk frá grunni en Sigurður segir að fjárhagslegar aðstæður séu í góðu lagi. "Við erum komnir með góða bakhjarla sem eru bæði einstaklingar og fyrirtæki og vonandi slást fleiri í slaginn með okkur. Viðhorfið gagnvart handboltastarfi í Árbænum er mjög jákvætt," sagði Sigurður.
Íslenski handboltinn Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti Dagskráin í dag: Liverpool mætir þýsku meisturunum og nýr stjóri Man. Utd mætir Man. City Sport Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Enski boltinn Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Körfubolti Fleiri fréttir Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Slot lofar Xabi Alonso fyrir leik þeirra Wendell Green rekinn frá Keflavík Ancelotti: Þeir áttu að fresta öllum fótbolta á Spáni BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Eldamennskan stærsta áskorunin Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Dagskráin í dag: Liverpool mætir þýsku meisturunum og nýr stjóri Man. Utd mætir Man. City „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Fram flaug áfram í bikarnum Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Líst ekkert á að fertug Vonn snúi aftur: „Ég myndi dauðskammast mín“ Lampard gæti orðið næsti stjóri Roma Rekinn út af fyrir að hrækja á dómara Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Sjáðu bestu tilþrifin á öðru keppniskvöldi úrvalsdeildarinnar Sigurjón hættur með Gróttu Erfitt hjá „sultunni“ Joel Embiid NBA-stjörnurnar þurftu að taka lestina á leikinn sinn Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið Sjá meira