Umfangsmesta friðun hér á landi 27. apríl 2005 00:01 "Þarna er að verða til stærsta friðaða svæðið á landinu," segir Ólafur Dýrmundsson landnýtingarráðunautur um eitt stærsta átak í landvernd og uppgræðslu hér landi. Á næstunni verður lokið við umfangsmikla girðingarvinnu í Landnámi Ingólfs. Þar með verður allt fé á svæðinu lokað inni á sérstökum beitarhólfum. Allt annað land á svæðinu verður friðað. Unnið hefur verið að þessu máli í meira en 20 ár en nú er það á lokastigi. Svæðið nær allt frá Reykjanestá upp að Kjalarnesi, yfir um Þingvallavatn og að Ölfusá. Þeir sem eiga hlut að þessu máli eru viðkomandi sveitarfélög, Vegagerðin, Landgræðslan og Bændasamtökin sem veitt hafa ráðgjöf. "Það veit enginn hve stórt þetta svæði er," sagði Ólafur, "en þetta eru allavega einhver hundruð ferkílómetra. Þarna verða allir vegir friðaðir fyrir ágangi fjár. Þá verða stór landsvæði aðgengilegri til skógræktar og uppgræðslu." Ólafur sagði, að á nýafstöðnum aðalfundi Landverndar hefði verið samþykkt ályktun um náttúruvernd á höfuðborgarsvæðinu. Mikil spjöll hefðu verið unnin utan vega á svæðinu, bæði af torfærumótorhjólum og bílum. Það vandamál hefði farið vaxandi á síðari árum. Þá væri mikið álag af umferð hesta. Malartekja víða á svæðinu færi illa og í sumum tilvikum hörmulega með landið. "Skipuleggja þarf uppgræðslu og ræktun þessa svæðis til framtíðar," sagði Ólafur Samtökin Gróður fyrir fólk hafa beitt sér fyrir því að hrossatað sem til fellur í hesthúsahverfunum á þessu svæði verði notað til uppgræðslu. Það hefur verið flutt á urðunarstaði í Álfsnesi. Björn Halldórsson hjá Sorpu tjáði Fréttablaðinu að magnið sem bærist væri 20 - 30.000 tonn á ári. Móttökugjald væri ein króna á hvert kíló. "Núna skapast skilyrði með tilkomu þessara girðinga til að nota hrossataðið til uppgræðslu," sagði Ólafur. "Það hefur ekki verið hægt til þessa vegna sjúkdómavarna, þar sem hey hefur verið flutt af ýmsum stöðum í hesthúsahverfin. Menn hafa óttast að það gæti dreift riðu. En nú verður hægt að dreifa taðinu á friðuð svæði að teknu tilliti til vatnsbóla og annarra viðkvæmra svæða." Fréttir Innlent Sveitarstjórnarmál Mest lesið Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Innlent Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Erlent Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Innlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent Fleiri fréttir Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Sjá meira
"Þarna er að verða til stærsta friðaða svæðið á landinu," segir Ólafur Dýrmundsson landnýtingarráðunautur um eitt stærsta átak í landvernd og uppgræðslu hér landi. Á næstunni verður lokið við umfangsmikla girðingarvinnu í Landnámi Ingólfs. Þar með verður allt fé á svæðinu lokað inni á sérstökum beitarhólfum. Allt annað land á svæðinu verður friðað. Unnið hefur verið að þessu máli í meira en 20 ár en nú er það á lokastigi. Svæðið nær allt frá Reykjanestá upp að Kjalarnesi, yfir um Þingvallavatn og að Ölfusá. Þeir sem eiga hlut að þessu máli eru viðkomandi sveitarfélög, Vegagerðin, Landgræðslan og Bændasamtökin sem veitt hafa ráðgjöf. "Það veit enginn hve stórt þetta svæði er," sagði Ólafur, "en þetta eru allavega einhver hundruð ferkílómetra. Þarna verða allir vegir friðaðir fyrir ágangi fjár. Þá verða stór landsvæði aðgengilegri til skógræktar og uppgræðslu." Ólafur sagði, að á nýafstöðnum aðalfundi Landverndar hefði verið samþykkt ályktun um náttúruvernd á höfuðborgarsvæðinu. Mikil spjöll hefðu verið unnin utan vega á svæðinu, bæði af torfærumótorhjólum og bílum. Það vandamál hefði farið vaxandi á síðari árum. Þá væri mikið álag af umferð hesta. Malartekja víða á svæðinu færi illa og í sumum tilvikum hörmulega með landið. "Skipuleggja þarf uppgræðslu og ræktun þessa svæðis til framtíðar," sagði Ólafur Samtökin Gróður fyrir fólk hafa beitt sér fyrir því að hrossatað sem til fellur í hesthúsahverfunum á þessu svæði verði notað til uppgræðslu. Það hefur verið flutt á urðunarstaði í Álfsnesi. Björn Halldórsson hjá Sorpu tjáði Fréttablaðinu að magnið sem bærist væri 20 - 30.000 tonn á ári. Móttökugjald væri ein króna á hvert kíló. "Núna skapast skilyrði með tilkomu þessara girðinga til að nota hrossataðið til uppgræðslu," sagði Ólafur. "Það hefur ekki verið hægt til þessa vegna sjúkdómavarna, þar sem hey hefur verið flutt af ýmsum stöðum í hesthúsahverfin. Menn hafa óttast að það gæti dreift riðu. En nú verður hægt að dreifa taðinu á friðuð svæði að teknu tilliti til vatnsbóla og annarra viðkvæmra svæða."
Fréttir Innlent Sveitarstjórnarmál Mest lesið Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Innlent Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Erlent Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Innlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent Fleiri fréttir Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Sjá meira