Staðfestir sekt en mildar refsingu 28. apríl 2005 00:01 Hæstiréttur mildaði í dag refsingu fyrrverandi forsvarsmanna Skjás eins fyrir að veita viðtöku og ráðstafa í eigin þágu yfir hundrað og sextíu milljónum af stolnu fé frá Landssímanum og hylma yfir glæpinn. Hæstiréttur telur algjörlega útilokað að þeir hafi ekki vitað að féð var illa fengið. Árni Þór Vigfússon, fyrrverandi sjónvarpsstjóri Skjás eins, og Kristján Ragnar Kristjánsson, fyrrverandi fjármálastjóri, voru hvor dæmdir til tveggja ára fangelsis í héraðsdómi fyrir Landssímamálið svokallaða. Bróðir Kristjáns, Sveinbjörn Kristjánsson, hlaut hins vegar fjögurra og hálfs árs fangelsi fyrir að draga sér ríflega 260 milljónir króna í starfi sínu sem aðalgjaldkeri Landssímans. Hann játaði sekt og áfrýjaði dómnum ekki. Hundrað og sextíu milljónir króna runnu í fyrirtæki á vegum þeirra Árna og Kristjáns, til Alvöru lífsins og Íslenska sjónvarpsfélagsins, en einnig til þeirra eigin persónulegu nota. Vörn þeirra hefur byggt á því að þeir hafi talið sig hafa fengið lán hjá Landssímanum og ekki vitað að féð var illa fengið. Dómurinn tekur þá skýringu ekki trúanlega. Hæstarétti þótti hæfileg refsing 18 mánaða fangelsi fyrir Kristján og 15 mánaða fangelsi fyrir Árna Þór. Það er að segja, Hæstiréttur mildar dóminn yfir Kristjáni um hálft ár og Árna um níu mánuði. Kristján fær þyngri dóm í ljósi þess að fjárvörslur þeirra félaga og fyrirtækjanna voru á hans hendi að meginstofni. Hæstarétti þykir samt sem áður algjörlega útilokað að Árni Þór hafi ekki vitað að viðskipti Kristjáns við Sveinbjörn hafi verið þeim síðastnefnda óheimil. Engin sérstök rök eru færð fyrir því að dómurinn er mildaður. Ragnar Orri Benediktsson, viðskiptafélagi þeirra, hlaut átta mánaða fangelsisdóm í héraði fyrir peningaþvætti en Hæstiréttur mildaði dóm hans í þrjá mánuði. Þótti Hæstarétti ekki hægt að fullyrða að Ragnar Orri hafi haft skýra mynd af því sem fram fór og þannig brotið af sér af ásetningi. Fjárhæðirnar sem runnu um hendur hans frá Landssímanum og hið óeðlilega atferli Sveinbjörns hljóti hins vegar að hafa kveikt einhver ljós og því telst það gáleysi hjá honum að hafa tekið við fénu. Skaðabótakröfu Landssímans var vísað frá Héraðsdómi og var ekki til umfjöllunar í Hæstarétti. Talsmaður Landssímans sagði í samtali við fréttamann áður en dómur féll í dag að beðið yrði niðurstöðu dómsins með framhaldið. Ljóst þykir því að einkamál verði aldrei höfðað gegn Sveinbirni einum, heldur fjórmenningunum öllum. Dómsmál Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar Innlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent Fleiri fréttir „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Sjá meira
Hæstiréttur mildaði í dag refsingu fyrrverandi forsvarsmanna Skjás eins fyrir að veita viðtöku og ráðstafa í eigin þágu yfir hundrað og sextíu milljónum af stolnu fé frá Landssímanum og hylma yfir glæpinn. Hæstiréttur telur algjörlega útilokað að þeir hafi ekki vitað að féð var illa fengið. Árni Þór Vigfússon, fyrrverandi sjónvarpsstjóri Skjás eins, og Kristján Ragnar Kristjánsson, fyrrverandi fjármálastjóri, voru hvor dæmdir til tveggja ára fangelsis í héraðsdómi fyrir Landssímamálið svokallaða. Bróðir Kristjáns, Sveinbjörn Kristjánsson, hlaut hins vegar fjögurra og hálfs árs fangelsi fyrir að draga sér ríflega 260 milljónir króna í starfi sínu sem aðalgjaldkeri Landssímans. Hann játaði sekt og áfrýjaði dómnum ekki. Hundrað og sextíu milljónir króna runnu í fyrirtæki á vegum þeirra Árna og Kristjáns, til Alvöru lífsins og Íslenska sjónvarpsfélagsins, en einnig til þeirra eigin persónulegu nota. Vörn þeirra hefur byggt á því að þeir hafi talið sig hafa fengið lán hjá Landssímanum og ekki vitað að féð var illa fengið. Dómurinn tekur þá skýringu ekki trúanlega. Hæstarétti þótti hæfileg refsing 18 mánaða fangelsi fyrir Kristján og 15 mánaða fangelsi fyrir Árna Þór. Það er að segja, Hæstiréttur mildar dóminn yfir Kristjáni um hálft ár og Árna um níu mánuði. Kristján fær þyngri dóm í ljósi þess að fjárvörslur þeirra félaga og fyrirtækjanna voru á hans hendi að meginstofni. Hæstarétti þykir samt sem áður algjörlega útilokað að Árni Þór hafi ekki vitað að viðskipti Kristjáns við Sveinbjörn hafi verið þeim síðastnefnda óheimil. Engin sérstök rök eru færð fyrir því að dómurinn er mildaður. Ragnar Orri Benediktsson, viðskiptafélagi þeirra, hlaut átta mánaða fangelsisdóm í héraði fyrir peningaþvætti en Hæstiréttur mildaði dóm hans í þrjá mánuði. Þótti Hæstarétti ekki hægt að fullyrða að Ragnar Orri hafi haft skýra mynd af því sem fram fór og þannig brotið af sér af ásetningi. Fjárhæðirnar sem runnu um hendur hans frá Landssímanum og hið óeðlilega atferli Sveinbjörns hljóti hins vegar að hafa kveikt einhver ljós og því telst það gáleysi hjá honum að hafa tekið við fénu. Skaðabótakröfu Landssímans var vísað frá Héraðsdómi og var ekki til umfjöllunar í Hæstarétti. Talsmaður Landssímans sagði í samtali við fréttamann áður en dómur féll í dag að beðið yrði niðurstöðu dómsins með framhaldið. Ljóst þykir því að einkamál verði aldrei höfðað gegn Sveinbirni einum, heldur fjórmenningunum öllum.
Dómsmál Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar Innlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent Fleiri fréttir „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Sjá meira