Sport

Heimir hafnaði KA

Það ætlar ekki að ganga þrautalaust fyrir handknattleiksdeild KA að finna nýjan þjálfara í stað Jóhannesar Bjarnasonar sem sagði starfinu lausu þegar KA lauk keppni á Íslandsmótinu í ár.  Þeir ræddu fyrst við Atla Hilmarsson sem gaf starfið strax frá sér og svo hafnaði Heimir Ríkarðsson, fyrrum þjálfari Fram, KA-mönnum í gær."Þetta er mjög spennandi félag og ég ber mikla virðingu fyrir því starfi sem unnið er á Akureyri. Ástæðan fyrir því að ég hafna þeim er sú að ég er ekki tilbúinn að hlaupa frá vinnunni minni og svo er ég að byggja o.s.frv. Þetta gengur því ekki upp eins og staðan er í dag," sagði Heimir við Fréttablaðið í gær. Heimir hefur einnig átt í viðræðum við Gróttu/KR og bíða Seltirningar enn eftir svari frá Heimi.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×