Látum brotin ekki fyrnast Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 4. maí 2005 00:01 Fjórtán þúsund manns hafa skrifað undir stuðning við frumvarp Ágústs Ólafs Ágústssonar alþingismanns um að fyrning kynferðsbrota gegn börnum verði felld niður í íslensku réttarkerfi. Allsherjarnefnd hefur haft frumvarpið til meðferðar í meira en ár og enn er ekki útséð um hvort það fær afgreiðslu áður en þingmenn halda í sumarfrí. Þar á bæ er ekkert verið að flýta sér. Kynferðisbrot gegn börnum er viðurstyggilegur glæpur. Þar er fullorðinn einstaklingur að svipta barn æsku sinni og notar traust þess og trúnað til að brjóta það sjálft niður, jafnvel fyrir lífstíð. Fólk hefur fylgst agndofa með ýmsum dómum sem fallið hafa í kynferðisbrotamálum gegn börnum á undanförnum árum þar sem linkindin hefur ráðið för og lagabókstafurinn verið notaður glæpamanninum í hag. Þó svo að öll brot fyrnist með tímanum nema morð ættu önnur lögmál að gilda um kynferðisbrot gegn börnum. Þar er fullorðinn einstaklingur að nýta sér veika stöðu barns sem á sér ekki undankomu auðið. Lítið barn gengur ekki inn á lögreglustöð og kærir einhvern nákominn. Það tekur yfirleitt mörg ár eða áratugi fyrir þann sem fyrir níðingsskapnum verður að viðurkenna fyrir sjálfum sér og öðrum það sem hann hefur upplifað. Angistin sem fylgir öllu þessu ferli er svo djúpstæð. Undirskriftirnar fjórtán þúsund sýna ótvírætt að almenningur lýsir frati á núgildandi lög sem hljóða upp á að þessi brot fyrnist á fimm til fimmtán árum eftir að barnið hefur náð fjórtán ára aldri. Í nágrannalöndunum er þessum málum fyrir komið á annan veg. Þar fyrnast þessi brot mun seinna en hér tíðkast. Kynferðislegt ofbeldi gegn börnum í íslensku samfélagi hefur komið æ meira upp á yfirborðið á seinni árum og þó er hætt við að aðeins toppurinn á ísjakanum sé kominn í ljós. Skýrslur frá samtökunum Stígamótum sýna að um helmingur þeirra sem þangað leita vegna slíkra mála eru eldri en 30 ára. Það þýðir einfaldlega að gerandinn er sloppinn og brot hans fyrnt, jafnvel þótt það hafi verið af grófasta tagi. Í því felst mikið óréttlæti. Hinn ungi og skeleggi þingmaður Ágúst Ólafur á heiður skilinn fyrir að leggja þetta mál fram. Vonandi fær það farsæla afgreiðslu hjá hinu háa alþingi og það sem fyrst. Það er þýðingarmeira mál en svo að það megi sofna inni í einhverri nefnd bara vegna þess að stjórnarandstöðuþingmaður talar fyrir því. Það skiptir allt of mörg fórnarlömb máli til að hægt sé að nota það sem baráttutæki í slag stjórnar og stjórnarandstöðu.Gunnþóra Gunnarsdóttir - gun@frettabladid.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnþóra Gunnarsdóttir Í brennidepli Mest lesið Halldór 23.11.2024 Halldór Teppuleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson Skoðun Óframseljanlegt DAGA-kerfi Kári Jónsson Skoðun Eru aðventan og jólin kvíða- eða tilhlökkunarefni? Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson Skoðun Skoðun Skoðun Skapandi skattur og skapandi fólk Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Teppuleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Eru aðventan og jólin kvíða- eða tilhlökkunarefni? Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Óframseljanlegt DAGA-kerfi Kári Jónsson skrifar Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Sjá meira
Fjórtán þúsund manns hafa skrifað undir stuðning við frumvarp Ágústs Ólafs Ágústssonar alþingismanns um að fyrning kynferðsbrota gegn börnum verði felld niður í íslensku réttarkerfi. Allsherjarnefnd hefur haft frumvarpið til meðferðar í meira en ár og enn er ekki útséð um hvort það fær afgreiðslu áður en þingmenn halda í sumarfrí. Þar á bæ er ekkert verið að flýta sér. Kynferðisbrot gegn börnum er viðurstyggilegur glæpur. Þar er fullorðinn einstaklingur að svipta barn æsku sinni og notar traust þess og trúnað til að brjóta það sjálft niður, jafnvel fyrir lífstíð. Fólk hefur fylgst agndofa með ýmsum dómum sem fallið hafa í kynferðisbrotamálum gegn börnum á undanförnum árum þar sem linkindin hefur ráðið för og lagabókstafurinn verið notaður glæpamanninum í hag. Þó svo að öll brot fyrnist með tímanum nema morð ættu önnur lögmál að gilda um kynferðisbrot gegn börnum. Þar er fullorðinn einstaklingur að nýta sér veika stöðu barns sem á sér ekki undankomu auðið. Lítið barn gengur ekki inn á lögreglustöð og kærir einhvern nákominn. Það tekur yfirleitt mörg ár eða áratugi fyrir þann sem fyrir níðingsskapnum verður að viðurkenna fyrir sjálfum sér og öðrum það sem hann hefur upplifað. Angistin sem fylgir öllu þessu ferli er svo djúpstæð. Undirskriftirnar fjórtán þúsund sýna ótvírætt að almenningur lýsir frati á núgildandi lög sem hljóða upp á að þessi brot fyrnist á fimm til fimmtán árum eftir að barnið hefur náð fjórtán ára aldri. Í nágrannalöndunum er þessum málum fyrir komið á annan veg. Þar fyrnast þessi brot mun seinna en hér tíðkast. Kynferðislegt ofbeldi gegn börnum í íslensku samfélagi hefur komið æ meira upp á yfirborðið á seinni árum og þó er hætt við að aðeins toppurinn á ísjakanum sé kominn í ljós. Skýrslur frá samtökunum Stígamótum sýna að um helmingur þeirra sem þangað leita vegna slíkra mála eru eldri en 30 ára. Það þýðir einfaldlega að gerandinn er sloppinn og brot hans fyrnt, jafnvel þótt það hafi verið af grófasta tagi. Í því felst mikið óréttlæti. Hinn ungi og skeleggi þingmaður Ágúst Ólafur á heiður skilinn fyrir að leggja þetta mál fram. Vonandi fær það farsæla afgreiðslu hjá hinu háa alþingi og það sem fyrst. Það er þýðingarmeira mál en svo að það megi sofna inni í einhverri nefnd bara vegna þess að stjórnarandstöðuþingmaður talar fyrir því. Það skiptir allt of mörg fórnarlömb máli til að hægt sé að nota það sem baráttutæki í slag stjórnar og stjórnarandstöðu.Gunnþóra Gunnarsdóttir - gun@frettabladid.is
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun