Verður Róbert danskur meistari? 5. maí 2005 00:01 Róbert Gunnarsson og félagar í Aarhus munu spila til úrslita um danska meistaratitilinn í handbolta. Það varð ljóst þegar Aarhus sigraði meistara síðasta árs, GOG, í gær, 38-35, og vann því einvígi liðanna 2-0. Róbert fór hamförum í leiknum og skoraði 11 mörk en Aarhus mætir hinu geysisterka liði Kolding í úrslitum. Það var glatt á hjalla í rútunni hjá leikmönnum Aarhus sem voru á leið heim þegar Fréttablaðið náði tali af Róberti. "Þetta var nokkuð öruggt enda leiddum við leikinn nánast allan tímann og náðum mest sjö marka forystu," sagði Róbert en árangur Aarhus er glæsilegur burtséð frá því hvort liðið fer alla leið og sigrar Kolding í úrslitunum. "Við erum komnir í Meistaradeildina og það er frábær árangur. Þessi árangur er ekki síður glæsilegur þar sem við vorum að slá út sjálfa meistarana og það 2-0. Það er veruleg gleði í Árósum með þennan árangur okkar." Róbert hefur farið mikinn með Aarhus í vetur og var langmarkahæsti leikmaður dönsku deildarinnar í vetur. Það þarf því ekki að koma á óvart að þýska stórliðið Gummersbach sé búið að tryggja sér þjónustu kappans á næstu leiktíð. Það reikna ekki margir með því að Aarhus standi í Kolding í úrslitunum en Róbert segir mikinn hug í honum og félögum hans. "Við höfum fulla trú á okkur. Þeir eru vissulega mjög góðir og mun sigurstranglegri en þessir leikir eru bara bikarúrslitaleikir og þá getur allt gerst. Við mætum óhræddir í úrslitarimmuna enda höfum við allt að vinna en engu að tapa. Ég mun gefa allt sem ég á gegn Kolding og það væri ekki leiðinlegt að kveðja félagið með titli," sagði Róbert Gunnarsson. Íslenski handboltinn Mest lesið „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Fótbolti Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Fótbolti Leik lokið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Handbolti Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Enski boltinn Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Fótbolti Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Körfubolti Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val Handbolti Arnar fundar með KSÍ Fótbolti Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Golf Fleiri fréttir Starfsviðtöl að baki og nú þarf að ákveða sig Í beinni: Álftanes - Njarðvík | Vinna heimamenn líka hitt liðið úr Reykjanesbæ? Í beinni: Keflavík - Höttur | Keflvíkingar þurfa að svara fyrir sig Í beinni: Tindastóll - ÍR | Komast Stólarnir á toppinn? Í beinni: Grindavík - Haukar | Hvað gera gestirnir eftir fyrstu tvo sigrana? Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Í beinni: Svíþjóð - Ísland | Alvaran fyrir HM hefst Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Liverpool vill fá Kimmich Allt jafnt fyrir lokadaginn Rooney bað Coleen á bensínstöð Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Alex Þór aftur í Stjörnuna Eyjaför hjá bikarmeisturunum Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Reyna að lokka Arnór aftur til Svíþjóðar Arnar fundar með KSÍ Freyr til Noregs í viðræður og Högmo tekinn við Molde Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Sjáðu sigurmark Bergvall gegn Liverpool Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val Maguire tvisvar tekinn fyrir hraðakstur á þremur dögum Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Gerði grín að gagnrýni Arteta á boltann Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Jón Daði á báðum áttum en opinn fyrir heimkomu Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Sjá meira
Róbert Gunnarsson og félagar í Aarhus munu spila til úrslita um danska meistaratitilinn í handbolta. Það varð ljóst þegar Aarhus sigraði meistara síðasta árs, GOG, í gær, 38-35, og vann því einvígi liðanna 2-0. Róbert fór hamförum í leiknum og skoraði 11 mörk en Aarhus mætir hinu geysisterka liði Kolding í úrslitum. Það var glatt á hjalla í rútunni hjá leikmönnum Aarhus sem voru á leið heim þegar Fréttablaðið náði tali af Róberti. "Þetta var nokkuð öruggt enda leiddum við leikinn nánast allan tímann og náðum mest sjö marka forystu," sagði Róbert en árangur Aarhus er glæsilegur burtséð frá því hvort liðið fer alla leið og sigrar Kolding í úrslitunum. "Við erum komnir í Meistaradeildina og það er frábær árangur. Þessi árangur er ekki síður glæsilegur þar sem við vorum að slá út sjálfa meistarana og það 2-0. Það er veruleg gleði í Árósum með þennan árangur okkar." Róbert hefur farið mikinn með Aarhus í vetur og var langmarkahæsti leikmaður dönsku deildarinnar í vetur. Það þarf því ekki að koma á óvart að þýska stórliðið Gummersbach sé búið að tryggja sér þjónustu kappans á næstu leiktíð. Það reikna ekki margir með því að Aarhus standi í Kolding í úrslitunum en Róbert segir mikinn hug í honum og félögum hans. "Við höfum fulla trú á okkur. Þeir eru vissulega mjög góðir og mun sigurstranglegri en þessir leikir eru bara bikarúrslitaleikir og þá getur allt gerst. Við mætum óhræddir í úrslitarimmuna enda höfum við allt að vinna en engu að tapa. Ég mun gefa allt sem ég á gegn Kolding og það væri ekki leiðinlegt að kveðja félagið með titli," sagði Róbert Gunnarsson.
Íslenski handboltinn Mest lesið „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Fótbolti Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Fótbolti Leik lokið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Handbolti Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Enski boltinn Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Fótbolti Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Körfubolti Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val Handbolti Arnar fundar með KSÍ Fótbolti Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Golf Fleiri fréttir Starfsviðtöl að baki og nú þarf að ákveða sig Í beinni: Álftanes - Njarðvík | Vinna heimamenn líka hitt liðið úr Reykjanesbæ? Í beinni: Keflavík - Höttur | Keflvíkingar þurfa að svara fyrir sig Í beinni: Tindastóll - ÍR | Komast Stólarnir á toppinn? Í beinni: Grindavík - Haukar | Hvað gera gestirnir eftir fyrstu tvo sigrana? Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Í beinni: Svíþjóð - Ísland | Alvaran fyrir HM hefst Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Liverpool vill fá Kimmich Allt jafnt fyrir lokadaginn Rooney bað Coleen á bensínstöð Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Alex Þór aftur í Stjörnuna Eyjaför hjá bikarmeisturunum Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Reyna að lokka Arnór aftur til Svíþjóðar Arnar fundar með KSÍ Freyr til Noregs í viðræður og Högmo tekinn við Molde Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Sjáðu sigurmark Bergvall gegn Liverpool Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val Maguire tvisvar tekinn fyrir hraðakstur á þremur dögum Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Gerði grín að gagnrýni Arteta á boltann Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Jón Daði á báðum áttum en opinn fyrir heimkomu Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Sjá meira