Innlent

Olíugjald lækkað

Ríkisstjórnin hefur ákveðið að lækka olíugjaldið til að stuðla að frekari notkun díselbíla, sem viðurkennt er að menga síður umhverfið þar sem vélarnar eru sparneytnari en bensínvélar. Ríkisstjórnin kom saman í morgun og samþykkti að breyta lögum um olíugjald og kílómetragjald í þessu skyni. Lögin náðu ekki upphaflegum tilgangi sínum þar sem verðsveiflur á heimsmarkaði ollu því að lítrinn af díselolíu varð dýrari en lítrinn af bensíni. Lagabreytingu ríkisstjórnarinnar er ætlað að lagfæra það.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×