Út af geðdeild og rændi bílum 8. maí 2005 00:01 Eftir að karlmanni var sleppt af geðdeild Landsspítalans ruddist hann inn í bíl skammt frá geðdeildinni. Konu, sem var á bílnum, tókst að komast út og gera lögreglu viðvart, sem hóf leit að bílnum. Skömmu síðar var tilkynnt um að bíl hefði verið ekið út af Vesturlandsvegi, við Hlégarð í Mosfellsbæ, og reyndist það vera bíllinn sem rænt var við sjúkrahúsið skömmu áður. Litlu mátti muna að slys hlytist af en bílinn, sem er af gerðinni Land Rover, skemmdist mikið. Tvær konur á Daihatsu-bifreið vildu aðstoða þann sem ekið hafði út af. Ökumaðurinn hratt upp bílstjórahurðinni, dró konuna út úr bílnum og hrinti henni í götuna. Hann settist undir stýri og ók sem leið lá að Hlaðgerðarkoti, en þar hafði hann verið í vímuefnameðferð en eftir að háttarlag hans olli ótta um að hann skaðaði sjálfan sig eða aðra var hann sendur á geðdeild eftir að læknir hafði skoðað hann. Læknar á geðdeildinni sáu hins vegar ekki ástæðu til að halda honum lengur. Maðurinn var ekki vistaður í nauðungarvistun eins og heimild mun vera til. Hvorki Svanur Óskarsson, forstöðumaður í Hlaðgerðarkoti, né Flosi Karlsson, læknir sem óskaði upphaflega eftir að maðurinn færi á geðdeild, vildu tjá sig um ákvörðun geðdeildarinnar. Ekki náðist í vakthafandi lækni á geðdeildinni þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. "Það er rétt að ég kallaði til lækni til að fá álit hans. Vistmaðurinn hafði átt við geðræn vandamál að stríða. Hann var mjög þunglyndur auk þess sem hann hafði ranghugmyndir um að skaða sig og aðra," sagði Svanur sem óttaðist um heilsu mannsins. Að sögn Árna Þórs Sigmundssonar, aðalvarðstjóra lögreglunnar í Reykjavík, þótti mesta mildi að ekki fór verr. "Aksturinn þótti glæfralegur," sagði Árni Þór. Eftir handtökuna var hann færður á lögreglustöð þar sem rætt var við hann. Læknir var kallaður til og komst hann að sömu niðurstöðu og Flosi Karlsson hafði gert, hálfum sólarhring áður. Maðurinn var færður á sjúkrahús þar sem hann dvelst nú. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Fleiri fréttir Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Sjá meira
Eftir að karlmanni var sleppt af geðdeild Landsspítalans ruddist hann inn í bíl skammt frá geðdeildinni. Konu, sem var á bílnum, tókst að komast út og gera lögreglu viðvart, sem hóf leit að bílnum. Skömmu síðar var tilkynnt um að bíl hefði verið ekið út af Vesturlandsvegi, við Hlégarð í Mosfellsbæ, og reyndist það vera bíllinn sem rænt var við sjúkrahúsið skömmu áður. Litlu mátti muna að slys hlytist af en bílinn, sem er af gerðinni Land Rover, skemmdist mikið. Tvær konur á Daihatsu-bifreið vildu aðstoða þann sem ekið hafði út af. Ökumaðurinn hratt upp bílstjórahurðinni, dró konuna út úr bílnum og hrinti henni í götuna. Hann settist undir stýri og ók sem leið lá að Hlaðgerðarkoti, en þar hafði hann verið í vímuefnameðferð en eftir að háttarlag hans olli ótta um að hann skaðaði sjálfan sig eða aðra var hann sendur á geðdeild eftir að læknir hafði skoðað hann. Læknar á geðdeildinni sáu hins vegar ekki ástæðu til að halda honum lengur. Maðurinn var ekki vistaður í nauðungarvistun eins og heimild mun vera til. Hvorki Svanur Óskarsson, forstöðumaður í Hlaðgerðarkoti, né Flosi Karlsson, læknir sem óskaði upphaflega eftir að maðurinn færi á geðdeild, vildu tjá sig um ákvörðun geðdeildarinnar. Ekki náðist í vakthafandi lækni á geðdeildinni þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. "Það er rétt að ég kallaði til lækni til að fá álit hans. Vistmaðurinn hafði átt við geðræn vandamál að stríða. Hann var mjög þunglyndur auk þess sem hann hafði ranghugmyndir um að skaða sig og aðra," sagði Svanur sem óttaðist um heilsu mannsins. Að sögn Árna Þórs Sigmundssonar, aðalvarðstjóra lögreglunnar í Reykjavík, þótti mesta mildi að ekki fór verr. "Aksturinn þótti glæfralegur," sagði Árni Þór. Eftir handtökuna var hann færður á lögreglustöð þar sem rætt var við hann. Læknir var kallaður til og komst hann að sömu niðurstöðu og Flosi Karlsson hafði gert, hálfum sólarhring áður. Maðurinn var færður á sjúkrahús þar sem hann dvelst nú.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Fleiri fréttir Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Sjá meira