Innlent

Annað en fyrningarafnám mögulegt

Bjarni Benediktsson alþingismaður sem ekki hefur viljað samþykkja frumvarp um afnám fyrningar kynferðisbrota óbreytt, segir aðra leið mögulega, það er að breyta refsiramma þannig að alvarlegustu brotin varði lífstíðarfangelsi. Töluvert hefur verið tekist á um málið innan allsherjarnefndar en Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingarinnar, lagði fram frumvarp um afnám fyrningar kynferðisbrota. Bjarni Benediktsson segir aðra leið mögulega. Hann bendir á að ef menn telji að brotin séu svo alvarlega að þau eigi að sæta hámarksrefsingu samkvæmt hegningarlögum þá eigi ekki að einblína á fyrningarreglurnar heldur skoða það sem verið er að tala um, þ.e. hvaða refsing liggi við brotunum. Bjarni segir ástæðu þess að alvarlegustu tilvik þessara brota sæti fyrningu þá að þau eru ekki metin til jafns við önnur alvarleg brot í hegningarlögum þegar kemur að því að ákvarða refsingu. Hann hafi vakið athygli á að það væri hægt að taka alvarlegustu tilvikin og leggja við þeim hámarksrefsingu og óbein afleiðing þess yrði sú að þessi brot myndu ekki fyrnast. Þetta sé eitt að því sem hann telji að komi til álita að skoða.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×