Selma farin til Kænugarðs 11. maí 2005 00:01 Selma Björnsdóttir lagði snemma í morgun upp í langferð þar sem áfangastaðurinn er Kænugarður í Úkraínu. Þar mun Selma verða fulltrúi íslensku þjóðarinnar í Eurovision keppninni og flytja lagið If I had your love. Gífurleg spenna er fyrir þessari keppni enda benda flestar spár til þess að laginu muni ganga vel. Rúnar Freyr Gíslason, eiginmaður Selmu, er búinn að vera á stöðugum þeysingi síðustu daga þar sem binda þarf um marga lausa hnúta. "Já, þetta er búið að vera heilmikið stress síðustu daga og ég hef brugðið mér í hlutverk sendils og barnapíu," segir Rúnar Freyr sem var einmitt að sendlast eitthvað fyrir Selmu þegar Fréttablaðið náði tali af honum. Rúnar Freyr verður því einn í kotinu ásamt syni þeirra Selmu, Gísla Birni, um skamma hríð en sjálfur fer leikarinn út á sunnudaginn. Þetta er í annað sinn sem hann fer á þessa keppni. "Það er mjög skemmtileg stemmning á þessari keppni og þeir blaðamenn sem koma eru dolfallnir Eurovision-aðdáendur, eltandi stjörnurnar út um allt," segir Rúnar Freyr og viðurkennir að hann sé orðinn pínulítið spenntur. " Hjartað slær aðeins hraðar," segir hann og hlær. Hann segist ekki mikið vita um Kænugarð en veit þó að þetta sé mjög áhugaverð borg með mikið menningarlíf. "Það verður líka gaman að vera í fríi frá sviðinu, geta staðið til hliðar og bara fylgst með," segir hann og reiknar með því að vera með íslenska fánann í salnum þegar Selma stígur á sviðið. " Svo reyni ég bara að vera góður við hana," bætir hann við og heldur áfram að þeysast um borgina og binda lausu hnútuna. Eurovision Innlent Lífið Menning Mest lesið Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Innlent Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Innlent Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Innlent Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Fleiri fréttir Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Tilnefndu mann ársins 2025 Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Fjórir handteknir fyrir að dvelja ólöglega á landinu Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Dorrit rænd í Lundúnum Rannsaka mannslát í Kópavogi Áfanginn „Allt fyrir ástina“ verðlaunaður á Selfossi Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Læknir gerði sér upp krabbamein í tvígang Réðst á annan með skóflu Sjá meira
Selma Björnsdóttir lagði snemma í morgun upp í langferð þar sem áfangastaðurinn er Kænugarður í Úkraínu. Þar mun Selma verða fulltrúi íslensku þjóðarinnar í Eurovision keppninni og flytja lagið If I had your love. Gífurleg spenna er fyrir þessari keppni enda benda flestar spár til þess að laginu muni ganga vel. Rúnar Freyr Gíslason, eiginmaður Selmu, er búinn að vera á stöðugum þeysingi síðustu daga þar sem binda þarf um marga lausa hnúta. "Já, þetta er búið að vera heilmikið stress síðustu daga og ég hef brugðið mér í hlutverk sendils og barnapíu," segir Rúnar Freyr sem var einmitt að sendlast eitthvað fyrir Selmu þegar Fréttablaðið náði tali af honum. Rúnar Freyr verður því einn í kotinu ásamt syni þeirra Selmu, Gísla Birni, um skamma hríð en sjálfur fer leikarinn út á sunnudaginn. Þetta er í annað sinn sem hann fer á þessa keppni. "Það er mjög skemmtileg stemmning á þessari keppni og þeir blaðamenn sem koma eru dolfallnir Eurovision-aðdáendur, eltandi stjörnurnar út um allt," segir Rúnar Freyr og viðurkennir að hann sé orðinn pínulítið spenntur. " Hjartað slær aðeins hraðar," segir hann og hlær. Hann segist ekki mikið vita um Kænugarð en veit þó að þetta sé mjög áhugaverð borg með mikið menningarlíf. "Það verður líka gaman að vera í fríi frá sviðinu, geta staðið til hliðar og bara fylgst með," segir hann og reiknar með því að vera með íslenska fánann í salnum þegar Selma stígur á sviðið. " Svo reyni ég bara að vera góður við hana," bætir hann við og heldur áfram að þeysast um borgina og binda lausu hnútuna.
Eurovision Innlent Lífið Menning Mest lesið Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Innlent Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Innlent Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Innlent Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Fleiri fréttir Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Tilnefndu mann ársins 2025 Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Fjórir handteknir fyrir að dvelja ólöglega á landinu Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Dorrit rænd í Lundúnum Rannsaka mannslát í Kópavogi Áfanginn „Allt fyrir ástina“ verðlaunaður á Selfossi Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Læknir gerði sér upp krabbamein í tvígang Réðst á annan með skóflu Sjá meira