Bara aðeins pínu eitt enn Hafliði Helgason skrifar 11. maí 2005 00:01 Það er mikill áhugi á að byggjá álver á Íslandi og fram til þessa hefur verið mikill áhugi á að þau verði byggð á Íslandi. Álútflutningur frá Íslandi mun stóraukast á næstunni og við það eykst útflutningur á orku. Álútflutningur er nefnilega að stærstum hluta til útflutningur á orku. Hráefnið sem er ásamt orkunni stærsti kostnaðarliðurinn er innflutt. Álver skapa líka tiltölulega þokkalega borguð störf fyrir ófaglærða, rafiðnaðarmenn, stjórnendur og verkfræðinga. Þar með er nánast allt upp talið. Miklar fjárfestingar í stjóriðjunni á skömmum tíma hafa hins vegar ýmsa galla í för með sér. Á meðan á framkvæmdum stendur styrkist krónan og eftirspurn eftir vinnuafli eykst. Á slíkum tímabilum er erfitt að vera sprotafyrirtæki og útflutningsfyrirtæki. Þar við bætist að útflutningur álsins í framhaldinu styður við styrk krónunnar og gerir öðrum mögulegum útflutningsgreinum erfitt fyrir. Þar getur jafnvel verið um að ræða greinar sem krefjast vinnuafls með meiri menntun og greiðir hærri laun en hráefnaiðnaður eins og álframleiðslan. Þetta ástand hefur verið nefnt hollenska veikin, en gasuppsprettur Hollendinga léku efnahagslíf þeirra grátt. "To much of a good thing can be wonderful," sagði Mae West og vissulega má það til sanns vegar færa. Það er allavega ljóst að við njótum nú um stundir þess að blóðsykurinn er í háu gildi í blóðrás efnahagslífsins. Hættan liggur hins vegar í því að sykurfallið verði hratt og krefjist þá meiri sætinda í formi nýrra framkvæmda. Nýtt álver gæti því hentað vel stjórnvöldum sem vilja ekki hraða niðursveiflu efnahagslífsins í aðdraganda kosninga. Of langt tímabil slíkrar inngjafar í efnahagslífið er þó líklega til þess fallið að draga úr hagvexti og hagsæld þegar til lengri tíma er litið. Með slíku áframhaldi gætu aðrar útflutningsgreinar farið illa og lífvænleg fyrirtæki lagt upp laupana. Þá væri líklega betra heima setið, en af stað farið í stóriðjuframkvæmdirnar. Ríkisstjórnin segir núna: "bara eitt enn," eins og þegar maður seilist í einn lakkrís í pokanum. Hættan er bara sú að maður seilist í einn í viðbót og svo koll af kolli þar til allt er uppurið. Slíku fylgir gjarnan vindgangur, magapína og skert matarlyst á því sem stuðlar frekar að heilsu manns og þreki. Það er nefnilega margt sem bendir til þess að sígandi lukka sé best og að þeim þjóðum vegni best sem rækta mannauð sinn og örva frjáls viðskipti. Fjárfestingum í stóriðju ætti því að stilla í hóf og ekki víst að það sé skynsamlegt í bili að fara í eitt álver enn. haflidi@frettabladid.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hafliði Helgason Í brennidepli Mest lesið Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun Halldór 01.11.25 Halldór Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson Skoðun Skoðun Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir skrifar Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Arnaldarvísitalan Starri Reynisson skrifar Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson skrifar Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Það er mikill áhugi á að byggjá álver á Íslandi og fram til þessa hefur verið mikill áhugi á að þau verði byggð á Íslandi. Álútflutningur frá Íslandi mun stóraukast á næstunni og við það eykst útflutningur á orku. Álútflutningur er nefnilega að stærstum hluta til útflutningur á orku. Hráefnið sem er ásamt orkunni stærsti kostnaðarliðurinn er innflutt. Álver skapa líka tiltölulega þokkalega borguð störf fyrir ófaglærða, rafiðnaðarmenn, stjórnendur og verkfræðinga. Þar með er nánast allt upp talið. Miklar fjárfestingar í stjóriðjunni á skömmum tíma hafa hins vegar ýmsa galla í för með sér. Á meðan á framkvæmdum stendur styrkist krónan og eftirspurn eftir vinnuafli eykst. Á slíkum tímabilum er erfitt að vera sprotafyrirtæki og útflutningsfyrirtæki. Þar við bætist að útflutningur álsins í framhaldinu styður við styrk krónunnar og gerir öðrum mögulegum útflutningsgreinum erfitt fyrir. Þar getur jafnvel verið um að ræða greinar sem krefjast vinnuafls með meiri menntun og greiðir hærri laun en hráefnaiðnaður eins og álframleiðslan. Þetta ástand hefur verið nefnt hollenska veikin, en gasuppsprettur Hollendinga léku efnahagslíf þeirra grátt. "To much of a good thing can be wonderful," sagði Mae West og vissulega má það til sanns vegar færa. Það er allavega ljóst að við njótum nú um stundir þess að blóðsykurinn er í háu gildi í blóðrás efnahagslífsins. Hættan liggur hins vegar í því að sykurfallið verði hratt og krefjist þá meiri sætinda í formi nýrra framkvæmda. Nýtt álver gæti því hentað vel stjórnvöldum sem vilja ekki hraða niðursveiflu efnahagslífsins í aðdraganda kosninga. Of langt tímabil slíkrar inngjafar í efnahagslífið er þó líklega til þess fallið að draga úr hagvexti og hagsæld þegar til lengri tíma er litið. Með slíku áframhaldi gætu aðrar útflutningsgreinar farið illa og lífvænleg fyrirtæki lagt upp laupana. Þá væri líklega betra heima setið, en af stað farið í stóriðjuframkvæmdirnar. Ríkisstjórnin segir núna: "bara eitt enn," eins og þegar maður seilist í einn lakkrís í pokanum. Hættan er bara sú að maður seilist í einn í viðbót og svo koll af kolli þar til allt er uppurið. Slíku fylgir gjarnan vindgangur, magapína og skert matarlyst á því sem stuðlar frekar að heilsu manns og þreki. Það er nefnilega margt sem bendir til þess að sígandi lukka sé best og að þeim þjóðum vegni best sem rækta mannauð sinn og örva frjáls viðskipti. Fjárfestingum í stóriðju ætti því að stilla í hóf og ekki víst að það sé skynsamlegt í bili að fara í eitt álver enn. haflidi@frettabladid.is
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun