Þetta er bara byrjunin 12. maí 2005 00:01 Stjarnan er farin að skína á ný. Eftir magra tíma í handboltanum hafa forkólfar handknattleiksdeildarinnar spýtt í lófana og nú skal reisa Stjörnuna upp í hæstu hæðir. Sá metnaður var undirstrikaður í gær þegar formaður handknattleiksdeildarinnar, Þorsteinn Rafn Johnsen, og nýráðinn þjálfari Stjörnunnar, Sigurður Bjarnason, fóru til Vestmannaeyja og snéru heim með undirritaðan tveggja ára samning við landsliðsmarkvörðinn Roland Val Eradze og stórskyttuna Tite Kalandadze sem sló eftirminnilega í gegn með ÍBV í vetur. "Þetta er bara byrjunin. Það er von á fleiri mönnum," sagði Þorsteinn Rafn við komuna til Reykjavíkur í gærkvöld. "Við erum búnir að segja það lengi að við ætluðum okkur stóra hluti en það trúði okkur enginn. Við erum að blása til sóknar." Hlutirnir gerðust hratt í Vestmannaeyjum í gær og samkvæmt heimildum íþróttadeildar var atburðarrásin lyginni líkust. Þeir Roland og Tite gengu á milli samninganefnda félaganna sem kepptust við að toppa hvert annað með gylliboðum til leikmannanna tveggja. Sjóðir Stjörnunnar virðast vera dýpri en Eyjamanna því Roland og Tite sömdu að lokum við Garðbæinga. Hinir sönnu sigurvegarar í þessu "uppboði" hljóta þó að vera Roland og Tite en þeir fengu báðir mjög góðan samning. Tite fær 9 milljónir króna í árslaun en Roland 6 samkvæmt heimildum íþróttadeildar. Þessi "pakki" kostar því Stjörnuna 15 milljónir króna. "No comment," sagði Þorsteinn Rafn þegar Fréttablaðið spurði um kostnaðinn við þessi leikmannakaup. En hefur Stjarnan efni á þessum mönnum? "Já, annars hefðum við ekki farið til Eyja," sagði Þorsteinn. Sigurður Bjarnason og Magnús Teitsson munu þjálfa Stjörnuliði í sameiningu næsta vetur og verða með mikið mun sterkara lið í höndunum en í vetur. Þeir ætla sér að lokka fyrrum leikmenn félagsins, eins og Vilhjálm Halldórsson, heim aftur. Einnig hefur heyrst að ef Patrekur Jóhannesson komi heim úr atvinnumennsku í sumar muni hann ganga í raðir Stjörnunnar á nýjan leik. "Við ætlum að fá strákana okkar heim. Það eru allir gamlir Stjörnumenn velkomnir heim aftur," sagði hinn stórhuga formaður handknattleiksdeildar Stjörnunnar, Þorsteinn Rafn Johnsen. Íslenski handboltinn Mest lesið Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Fótbolti Enskar í úrslit eftir dramatík Fótbolti „Við viljum meira“ Fótbolti Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Íslenski boltinn KR í markmannsleit eftir meiðsli Íslenski boltinn Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Enski boltinn Rakarastofa og sjónvarp fyrir alla í flottasta búningsklefa heims Sport Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Golf Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Fótbolti Fleiri fréttir „Við viljum meira“ Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Enskar í úrslit eftir dramatík Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni KR í markmannsleit eftir meiðsli Davíð Snorri aðstoðar Frey og félaga Eigandi Cowboys gerir stjörnurnar sínar brjálaðar Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Víðir fór holu í höggi Rakarastofa og sjónvarp fyrir alla í flottasta búningsklefa heims Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Borgarstjórinn forðast að ræða hótanir Trumps Fyrrum leikmaður Liverpool og Chelsea látinn „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Frá Inter til Serbíu og gæti mætt Blikum Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira „Við erum ekki á góðum stað“ Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Hálffimmtug Venus snéri aftur með sigri Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Dagskráin í dag: Breiðablik í Póllandi Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Sjá meira
Stjarnan er farin að skína á ný. Eftir magra tíma í handboltanum hafa forkólfar handknattleiksdeildarinnar spýtt í lófana og nú skal reisa Stjörnuna upp í hæstu hæðir. Sá metnaður var undirstrikaður í gær þegar formaður handknattleiksdeildarinnar, Þorsteinn Rafn Johnsen, og nýráðinn þjálfari Stjörnunnar, Sigurður Bjarnason, fóru til Vestmannaeyja og snéru heim með undirritaðan tveggja ára samning við landsliðsmarkvörðinn Roland Val Eradze og stórskyttuna Tite Kalandadze sem sló eftirminnilega í gegn með ÍBV í vetur. "Þetta er bara byrjunin. Það er von á fleiri mönnum," sagði Þorsteinn Rafn við komuna til Reykjavíkur í gærkvöld. "Við erum búnir að segja það lengi að við ætluðum okkur stóra hluti en það trúði okkur enginn. Við erum að blása til sóknar." Hlutirnir gerðust hratt í Vestmannaeyjum í gær og samkvæmt heimildum íþróttadeildar var atburðarrásin lyginni líkust. Þeir Roland og Tite gengu á milli samninganefnda félaganna sem kepptust við að toppa hvert annað með gylliboðum til leikmannanna tveggja. Sjóðir Stjörnunnar virðast vera dýpri en Eyjamanna því Roland og Tite sömdu að lokum við Garðbæinga. Hinir sönnu sigurvegarar í þessu "uppboði" hljóta þó að vera Roland og Tite en þeir fengu báðir mjög góðan samning. Tite fær 9 milljónir króna í árslaun en Roland 6 samkvæmt heimildum íþróttadeildar. Þessi "pakki" kostar því Stjörnuna 15 milljónir króna. "No comment," sagði Þorsteinn Rafn þegar Fréttablaðið spurði um kostnaðinn við þessi leikmannakaup. En hefur Stjarnan efni á þessum mönnum? "Já, annars hefðum við ekki farið til Eyja," sagði Þorsteinn. Sigurður Bjarnason og Magnús Teitsson munu þjálfa Stjörnuliði í sameiningu næsta vetur og verða með mikið mun sterkara lið í höndunum en í vetur. Þeir ætla sér að lokka fyrrum leikmenn félagsins, eins og Vilhjálm Halldórsson, heim aftur. Einnig hefur heyrst að ef Patrekur Jóhannesson komi heim úr atvinnumennsku í sumar muni hann ganga í raðir Stjörnunnar á nýjan leik. "Við ætlum að fá strákana okkar heim. Það eru allir gamlir Stjörnumenn velkomnir heim aftur," sagði hinn stórhuga formaður handknattleiksdeildar Stjörnunnar, Þorsteinn Rafn Johnsen.
Íslenski handboltinn Mest lesið Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Fótbolti Enskar í úrslit eftir dramatík Fótbolti „Við viljum meira“ Fótbolti Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Íslenski boltinn KR í markmannsleit eftir meiðsli Íslenski boltinn Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Enski boltinn Rakarastofa og sjónvarp fyrir alla í flottasta búningsklefa heims Sport Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Golf Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Fótbolti Fleiri fréttir „Við viljum meira“ Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Enskar í úrslit eftir dramatík Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni KR í markmannsleit eftir meiðsli Davíð Snorri aðstoðar Frey og félaga Eigandi Cowboys gerir stjörnurnar sínar brjálaðar Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Víðir fór holu í höggi Rakarastofa og sjónvarp fyrir alla í flottasta búningsklefa heims Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Borgarstjórinn forðast að ræða hótanir Trumps Fyrrum leikmaður Liverpool og Chelsea látinn „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Frá Inter til Serbíu og gæti mætt Blikum Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira „Við erum ekki á góðum stað“ Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Hálffimmtug Venus snéri aftur með sigri Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Dagskráin í dag: Breiðablik í Póllandi Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Sjá meira