Lögreglumaður sýknaður 12. maí 2005 00:01 Lögreglumaður var sýknaður í Hæstarétti í dag af ákæru um fjárdrátt og brot í opinberu starfi. Héraðsdómur hafði áður dæmt manninn í níu mánaða fangelsi, þar af voru sex skilorðsbundir. Maðurinn starfaði sem fíkniefnalögreglumaður og var ákærður fyrir að hafa dregið sér fé, tæpar 900 þúsund krónur, sem hafði verið lagt hald á hjá sakborningi. Hann neitaði staðfastlega sekt frá því að rannsókn hófst. Hann bar því við að einhver þeirra lögreglumanna sem fór með rannsókn málsins hefði tekið féð og látið það í pappaöskju og upp á hillu í sameiginlegu rými. Einhver lögreglumaður annar hefði tekið féð og komið því til gjaldkera. Engar reglur giltu um meðferð fjármuna sem þessara en skrifstofustjóri tók að jafnaði við slíku fé og lagði inn á bankareikning sem hafði verið stofnað til í þessu skyni. Hæstiréttur taldi ósannað að manninum hefði verið kunnugt um að féð hefði ekki skilað sér til skrifstofustjórans. Hann var yfirmaður lögreglumannanna sem stóðu að umræddri aðgerð og þrátt fyrir að hann hefði vanrækt að ganga úr skugga um að frá málinu hefði verið gengið, taldi rétturinn það eitt og sér ekki leiða til refsiábyrgðar. Þá taldi rétturinn að skýringar mannsins á því hvers vegna dróst að afhenda féð hefðu ekki verið óeðlilegar, þótt hann hefði sýnt af sér ákveðið tómlæti. Yfirlögregluþjónn hafði áður borið að maðurinn hefði játað að hafa dregið sér fé en þar sem lögreglumaðurinn neitaði því staðfastlega var það ekki talið hafa sönnunargildi. Hann var því sýknaður. Dómsmál Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar Innlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent Fleiri fréttir „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Sjá meira
Lögreglumaður var sýknaður í Hæstarétti í dag af ákæru um fjárdrátt og brot í opinberu starfi. Héraðsdómur hafði áður dæmt manninn í níu mánaða fangelsi, þar af voru sex skilorðsbundir. Maðurinn starfaði sem fíkniefnalögreglumaður og var ákærður fyrir að hafa dregið sér fé, tæpar 900 þúsund krónur, sem hafði verið lagt hald á hjá sakborningi. Hann neitaði staðfastlega sekt frá því að rannsókn hófst. Hann bar því við að einhver þeirra lögreglumanna sem fór með rannsókn málsins hefði tekið féð og látið það í pappaöskju og upp á hillu í sameiginlegu rými. Einhver lögreglumaður annar hefði tekið féð og komið því til gjaldkera. Engar reglur giltu um meðferð fjármuna sem þessara en skrifstofustjóri tók að jafnaði við slíku fé og lagði inn á bankareikning sem hafði verið stofnað til í þessu skyni. Hæstiréttur taldi ósannað að manninum hefði verið kunnugt um að féð hefði ekki skilað sér til skrifstofustjórans. Hann var yfirmaður lögreglumannanna sem stóðu að umræddri aðgerð og þrátt fyrir að hann hefði vanrækt að ganga úr skugga um að frá málinu hefði verið gengið, taldi rétturinn það eitt og sér ekki leiða til refsiábyrgðar. Þá taldi rétturinn að skýringar mannsins á því hvers vegna dróst að afhenda féð hefðu ekki verið óeðlilegar, þótt hann hefði sýnt af sér ákveðið tómlæti. Yfirlögregluþjónn hafði áður borið að maðurinn hefði játað að hafa dregið sér fé en þar sem lögreglumaðurinn neitaði því staðfastlega var það ekki talið hafa sönnunargildi. Hann var því sýknaður.
Dómsmál Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar Innlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent Fleiri fréttir „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Sjá meira