Lengst í fríi á Norðurlöndum 15. maí 2005 00:01 Íslenskir þingmenn fá lengst sumarfrí allra þingmanna Norðurlandanna. Finnar fá styst frí, rúmar sex vikur, en Íslendingar rúmar tuttugu. Það er hefð á Alþingi Íslendinga að fresta þingi í maí. Þetta var víst upphaflega talið nauðsynlegt svo bændur í þingsölum kæmust heim í sauðburð og að sama skapi kemur þing ekki saman fyrr en í október á haustin svo allir séu nú búnir að heimta fé sitt af fjalli. Þetta fimm mánaða sumarfrí þýðir að það er oft handagangur í öskjunni á vorin eins og raunin varð nú. Halldór Blöndal þingforseti setti met í hraðafgreiðslu mála. En hvernig er þetta í löndunum sem við berum okkur sífellt saman við? Bæði norska Stórþinginu og danska Fólkaþinginu verður frestað á þjóðhátíðardegi Íslendinga, 17. júní, og stendur sumarfríið í fimmtán til sextán vikur, fram til 5. október hjá dönskum þingmönnum og 11. október hjá Norðmönnunum. Sænskir þingmenn fá heldur styttra frí, frá 18. júní til 13. september, það eru rúmar tólf vikur. Finnskir þingmenn fá þó styst sumarfrí allra, en síðasti þingfundur er boðaður 22. júní og þing kemur aftur saman 6. ágúst. Það eru ekki nema rúmar sex vikur. Íslenskir þingmenn fá því lengsta sumarfríið. Þingi var frestað 11. maí og að öllu óbreyttu kemur það aftur saman 1. október. Það gerir rúmar tuttugu vikur. Það skal tekið fram að færeyska þinginu var frestað í gær en ekki fengust skýr svör um hvenær það kemur saman á ný. Einn bóndi er á þingi. Það er Drífa Hjartardóttir frá Keldum, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Ríkissjórn Scholz er sprungin Erlent Varað við ofsaveðri á Vestfjörðum og Norðurlandi Veður „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ Innlent Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent „Hann kemur margfalt sterkari til leiks núna” Innlent „Kennarasambandi Íslands blöskrar afstaða viðsemjenda sinna“ Innlent Fleiri fréttir Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ „Kennarasambandi Íslands blöskrar afstaða viðsemjenda sinna“ „Hann kemur margfalt sterkari til leiks núna” Fleiri konur mættu í krabbameinsskimun í ár en í fyrra Söguleg endurkoma, súr kosningavaka og baráttuhugur Andlát af völdum fíkniefna og lyfja aldrei verið fleiri „Það styðja allir sitt fólk 100 prósent“ Segja umboð samninganefndar afdráttarlaust Segist sá sami í útlendingamálum og hann hafi alltaf verið Bjóða út gerð landfyllinga við Fossvogsbrú Ákærður fyrir hnefahögg á Lúx sem leiddi til dauða Baráttufundur en enginn samningafundur Trump áhrifameiri en nokkru sinni fyrr Foreldrar krefjast breytinga á verkfallinu fyrir helgi Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Kosningapallborð: Kristrún, Sigurður Ingi og Inga í kosningagír „Afskaplega slæmar fréttir fyrir heimshagkerfið“ Trump snýr aftur með öruggum sigri Veðurviðvaranir í kortunum Þungur dómur fyrir að drepa son sinn og reyna að drepa annan Skrifa skilaboð með báðum og stýra með hnéi Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Sjá meira
Íslenskir þingmenn fá lengst sumarfrí allra þingmanna Norðurlandanna. Finnar fá styst frí, rúmar sex vikur, en Íslendingar rúmar tuttugu. Það er hefð á Alþingi Íslendinga að fresta þingi í maí. Þetta var víst upphaflega talið nauðsynlegt svo bændur í þingsölum kæmust heim í sauðburð og að sama skapi kemur þing ekki saman fyrr en í október á haustin svo allir séu nú búnir að heimta fé sitt af fjalli. Þetta fimm mánaða sumarfrí þýðir að það er oft handagangur í öskjunni á vorin eins og raunin varð nú. Halldór Blöndal þingforseti setti met í hraðafgreiðslu mála. En hvernig er þetta í löndunum sem við berum okkur sífellt saman við? Bæði norska Stórþinginu og danska Fólkaþinginu verður frestað á þjóðhátíðardegi Íslendinga, 17. júní, og stendur sumarfríið í fimmtán til sextán vikur, fram til 5. október hjá dönskum þingmönnum og 11. október hjá Norðmönnunum. Sænskir þingmenn fá heldur styttra frí, frá 18. júní til 13. september, það eru rúmar tólf vikur. Finnskir þingmenn fá þó styst sumarfrí allra, en síðasti þingfundur er boðaður 22. júní og þing kemur aftur saman 6. ágúst. Það eru ekki nema rúmar sex vikur. Íslenskir þingmenn fá því lengsta sumarfríið. Þingi var frestað 11. maí og að öllu óbreyttu kemur það aftur saman 1. október. Það gerir rúmar tuttugu vikur. Það skal tekið fram að færeyska þinginu var frestað í gær en ekki fengust skýr svör um hvenær það kemur saman á ný. Einn bóndi er á þingi. Það er Drífa Hjartardóttir frá Keldum, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Ríkissjórn Scholz er sprungin Erlent Varað við ofsaveðri á Vestfjörðum og Norðurlandi Veður „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ Innlent Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent „Hann kemur margfalt sterkari til leiks núna” Innlent „Kennarasambandi Íslands blöskrar afstaða viðsemjenda sinna“ Innlent Fleiri fréttir Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ „Kennarasambandi Íslands blöskrar afstaða viðsemjenda sinna“ „Hann kemur margfalt sterkari til leiks núna” Fleiri konur mættu í krabbameinsskimun í ár en í fyrra Söguleg endurkoma, súr kosningavaka og baráttuhugur Andlát af völdum fíkniefna og lyfja aldrei verið fleiri „Það styðja allir sitt fólk 100 prósent“ Segja umboð samninganefndar afdráttarlaust Segist sá sami í útlendingamálum og hann hafi alltaf verið Bjóða út gerð landfyllinga við Fossvogsbrú Ákærður fyrir hnefahögg á Lúx sem leiddi til dauða Baráttufundur en enginn samningafundur Trump áhrifameiri en nokkru sinni fyrr Foreldrar krefjast breytinga á verkfallinu fyrir helgi Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Kosningapallborð: Kristrún, Sigurður Ingi og Inga í kosningagír „Afskaplega slæmar fréttir fyrir heimshagkerfið“ Trump snýr aftur með öruggum sigri Veðurviðvaranir í kortunum Þungur dómur fyrir að drepa son sinn og reyna að drepa annan Skrifa skilaboð með báðum og stýra með hnéi Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Sjá meira