Bandaríkin í trúarlegu ljósi 16. maí 2005 00:01 Fá stríð hafa vakið jafn mikla andúð á Bandaríkjunum og það sem nú er háð í Írak. Upphaflegar forsendur Írakstríðsins, að til væru gereyðingarvopn í landinu og tengsl Íraks við hryðjuverkasamtökin Al Quiada, hafa brostið. Það velkist þó engin í vafa um að "heimurinn er betri" eftir að Saddam Hussein var komið frá völdum. Aðferðirnar voru einfaldlega ekki réttar. Bandaríkin eru þó ekki að brjóta neitt blað í sinni sögu með þessu stríði heldur eru þau að framfylgja hlutverki sem þau trúa að var þeim ætlað: Að vernda mannkynið gegn mönnum sem troða mannréttindum um tær. Eitt hugtak hefur þótt lýsa bandarísku hugarfari betur en nokkuð annað. Það byggist á því að skoða Bandaríkin og bandarískt samfélag í trúarlegu ljósi. Þetta hugtak er civil religion. Fyrsti vísirinn að hugtakinu civil religion kemur fram í riti Rousseau á 18.öldinni. Þar hélt hann því fram að trúfrelsi og umburðarlyndi gagnvart öðrum trúarbrögðum ætti að vera algjört svo lengi sem hugmyndir þeirra sköruðust ekki við skyldu borgaranna. Útskýring á hugtakinu civil religion kemur óbeint fram í riti Emile Durkheim, The Elementery forms of Religious life. Að hans mati voru trúarbrögð kerfi og athafnir sem vísuðu til heilagra hluta. Trúin og athafnirnar fá þegnanna til þess að líða sem siðferðislegri og þar af leiðandi samfélagslegri heild. Talcott Parson sagði að Durkheim hefði áttað sig á því að trúin væri ekki samfélagslegt fyrirbæri heldur samfélagið trúarlegt fyrirbæri. Það var þó Bellah sem setti fram kenninguna um bandaríska civil religion í blaðagrein sem birtist í tímaritinu Daedalus árið 1967. Þessi kenning ollu töluverðum deilum en Bellah segir sjálfur að enn hafi engin rök komið fram sem afsanni hana. Hann viðurkennir þó að hugtakið civil religion hafi ef til vill ekki átt við þá, en hann er í dag sannfærður um ágæti þess. Að mati Bellah eru einkenni civil religion í Bandaríkjunum einkum fólgin í hinni opinberu guðsmynd sem vakir yfir öllu. Í Bandaríkjunum ríkir algjört trúfrelsi. Það er bundið í stjórnarskránna að ríki og kirkja skuli vera aðskilin. Engu að síður er opinber orðræða í Bandaríkjunum með mjög sterka trúarlega tilvísun. Í henni er þó ekki minnst á Múhammed, Jesú eða Búddah heldur GUÐ. Til þessa Guðs geta velflest trúarbrögð samsamað sig, því hann er ekki bundinn við nein ein trúarbrögð heldur er hann guð skipulags, laga og réttlætis. Hann er guð Bandaríkjanna sem vakir yfir þeim. Samkvæmt hefðinni mega bandarískir forsetar ekki blanda sinni eigin trú inn í starfið sitt. Hin kaþólski forseti John F. Kennedy var mjög meðvitaður um þetta þegar hann flutti innsetningarræðuna sína árið 1961. "Með góðri samvisku getum við verið viss um að okkar einu verðlaun er lokadómur yfir verkum okkar. Förum því og leiðum landið, sem við elskum, biðjum um blessun Hans og hjálp, en höfum í huga, að á þessari jörð eru það við sem framkvæmum verk Guðs." Annað sem gefur til kynna að í Bandaríkjunum ríki civil religion eru mýtur en þær eru hverjum borgara hollt að þekkja enda er vísað til þeirra í opinberri orðræðu. Bandaríkjamenn eiga sínar "mýtur" sem hafa mjög sterka trúarlega tilvísun. Ein þeirra er sagan af George Washington þegar hann leiðir þjóð sína yfir Delawareánna og minnir frægt málverk af atvikinu óneitanlega á söguna af Móse og Rauða hafinu. Sterkasta mýtan er þó Abraham Lincoln. Hlutur hans í borgarastyrjöldinni hefur orðið að goðsögn um hinn réttláta sem lætur lífið fyrir réttlætið. Þar að auki dó hann á föstudaginn langa og því hefur verið horft á hann sem Jesúgerving í bandarískri sögu. Hin heilögu skjöl eru einnig gott dæmi um civil religion. Þau eru oft dregin fram þegar landinu er ógnað. Þá er oft vísað til sjálfstæðisyfirlýsingarinnar sem hefur verið nefnd Exodus Bandaríkjanna. Gettysburg ávarp Lincolns er einnig mjög heilagt skjal en það hefur verið kallað Nýja Testamennti Bandaríkjanna en þar segir meðal annars: "Þeir gáfu líf sitt svo að þjóðin mætti lifa." Eitt mikilvægasta táknið í bandarískri civil religion í dag er þó án nokkurs vafa fáninn. Eftir hryðjuverkin 11. september gekk civil religion í endurnýjun lífdaga. Bandaríkjamenn voru beðnir um að flagga til þess að sýna hvoru megin þeir stæðu. Þeir sem flögguðu voru sannir Bandaríkjamenn. Í augum hins venjulega Bandaríkjamanns er fáninn í dag tákn fyrir heimsveldi sem boðar frið og réttlæti, lýðræði og frelsi. Fánaeiðurinn er einnig mikilvægt atriði í bandarískri civil religion og má líkja honum við trúarjátningu. Þar lofa einstaklingurinn hollustu við fána Bandaríkjanna og allt sem hann stendur fyrir; lýðræðið, ein þjóð undir Guði sem lifir í landi sem er óskiptanlegt með frelsi og réttlæti fyrir alla. Þetta eru þó aðeins nokkur atriði sem lýsa bandarískri civil religion. Þau ættu þó að gefa einhverja mynd um hversu sterk og rótgróin þessi trú er á æðra hlutverk Bandaríkjanna. Stríðið í Írak er ekkert venjulegt stríð. Flestir vilja halda því fram og trúa því að það hafi verið háð af græðgi vegna olíulindanna. Bandaríkjamenn trúa því hins vegar að þeir séu að framfylgja hlutverki sínu sem Guð hefur valið þeim. Ef þeir glata þeirri trú, líkt og gerðist í Víetnam, þá munu þeir hverfa frá. En svo lengi sem að trúin er sterk þá munu Bandaríkin koma sínu til leiðar. Séra Martin Lúther King lýsir trú þeirra á æðra hlutverki þeirra kannski best. "Ástæðan fyrir því að við verðum að leysa kynþáttamisréttið hér í Bandaríkjunum er sú að Guð fékk Bandaríkjunum, á einhvern hátt, sérstakt verkefni fyrir allan heiminn. Ef við getum ekki leyst vandamálið þá getur heimurinn það ekki."Freyr Gígja Gunnarsson -freyrgigja@frettabladid.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Freyr Gígja Gunnarsson Gestapennar Í brennidepli Mest lesið Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon Skoðun Að mása sig hása til að tefja Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Skýr og lausnamiðuð afstaða Framsóknar til veiðigjalda Ingibjörg Isaksen Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga Skoðun Samráðsdagar á Kjalarnesi Ævar Harðarson Skoðun Að mása eða fara í golf Jón Pétur Zimsen Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun Leiðréttum kerfisbundið misrétti Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Atvinnufrelsi! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að mása eða fara í golf Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Leiðréttum kerfisbundið misrétti Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir skrifar Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Samráðsdagar á Kjalarnesi Ævar Harðarson skrifar Skoðun Skýr og lausnamiðuð afstaða Framsóknar til veiðigjalda Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að mása sig hása til að tefja Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Sjónarspil í Istanbul Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Að vilja meira og meira, meira í dag en í gær Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Sjálfboðaliðinn er hornsteinninn Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir skrifar Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson skrifar Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Sjá meira
Fá stríð hafa vakið jafn mikla andúð á Bandaríkjunum og það sem nú er háð í Írak. Upphaflegar forsendur Írakstríðsins, að til væru gereyðingarvopn í landinu og tengsl Íraks við hryðjuverkasamtökin Al Quiada, hafa brostið. Það velkist þó engin í vafa um að "heimurinn er betri" eftir að Saddam Hussein var komið frá völdum. Aðferðirnar voru einfaldlega ekki réttar. Bandaríkin eru þó ekki að brjóta neitt blað í sinni sögu með þessu stríði heldur eru þau að framfylgja hlutverki sem þau trúa að var þeim ætlað: Að vernda mannkynið gegn mönnum sem troða mannréttindum um tær. Eitt hugtak hefur þótt lýsa bandarísku hugarfari betur en nokkuð annað. Það byggist á því að skoða Bandaríkin og bandarískt samfélag í trúarlegu ljósi. Þetta hugtak er civil religion. Fyrsti vísirinn að hugtakinu civil religion kemur fram í riti Rousseau á 18.öldinni. Þar hélt hann því fram að trúfrelsi og umburðarlyndi gagnvart öðrum trúarbrögðum ætti að vera algjört svo lengi sem hugmyndir þeirra sköruðust ekki við skyldu borgaranna. Útskýring á hugtakinu civil religion kemur óbeint fram í riti Emile Durkheim, The Elementery forms of Religious life. Að hans mati voru trúarbrögð kerfi og athafnir sem vísuðu til heilagra hluta. Trúin og athafnirnar fá þegnanna til þess að líða sem siðferðislegri og þar af leiðandi samfélagslegri heild. Talcott Parson sagði að Durkheim hefði áttað sig á því að trúin væri ekki samfélagslegt fyrirbæri heldur samfélagið trúarlegt fyrirbæri. Það var þó Bellah sem setti fram kenninguna um bandaríska civil religion í blaðagrein sem birtist í tímaritinu Daedalus árið 1967. Þessi kenning ollu töluverðum deilum en Bellah segir sjálfur að enn hafi engin rök komið fram sem afsanni hana. Hann viðurkennir þó að hugtakið civil religion hafi ef til vill ekki átt við þá, en hann er í dag sannfærður um ágæti þess. Að mati Bellah eru einkenni civil religion í Bandaríkjunum einkum fólgin í hinni opinberu guðsmynd sem vakir yfir öllu. Í Bandaríkjunum ríkir algjört trúfrelsi. Það er bundið í stjórnarskránna að ríki og kirkja skuli vera aðskilin. Engu að síður er opinber orðræða í Bandaríkjunum með mjög sterka trúarlega tilvísun. Í henni er þó ekki minnst á Múhammed, Jesú eða Búddah heldur GUÐ. Til þessa Guðs geta velflest trúarbrögð samsamað sig, því hann er ekki bundinn við nein ein trúarbrögð heldur er hann guð skipulags, laga og réttlætis. Hann er guð Bandaríkjanna sem vakir yfir þeim. Samkvæmt hefðinni mega bandarískir forsetar ekki blanda sinni eigin trú inn í starfið sitt. Hin kaþólski forseti John F. Kennedy var mjög meðvitaður um þetta þegar hann flutti innsetningarræðuna sína árið 1961. "Með góðri samvisku getum við verið viss um að okkar einu verðlaun er lokadómur yfir verkum okkar. Förum því og leiðum landið, sem við elskum, biðjum um blessun Hans og hjálp, en höfum í huga, að á þessari jörð eru það við sem framkvæmum verk Guðs." Annað sem gefur til kynna að í Bandaríkjunum ríki civil religion eru mýtur en þær eru hverjum borgara hollt að þekkja enda er vísað til þeirra í opinberri orðræðu. Bandaríkjamenn eiga sínar "mýtur" sem hafa mjög sterka trúarlega tilvísun. Ein þeirra er sagan af George Washington þegar hann leiðir þjóð sína yfir Delawareánna og minnir frægt málverk af atvikinu óneitanlega á söguna af Móse og Rauða hafinu. Sterkasta mýtan er þó Abraham Lincoln. Hlutur hans í borgarastyrjöldinni hefur orðið að goðsögn um hinn réttláta sem lætur lífið fyrir réttlætið. Þar að auki dó hann á föstudaginn langa og því hefur verið horft á hann sem Jesúgerving í bandarískri sögu. Hin heilögu skjöl eru einnig gott dæmi um civil religion. Þau eru oft dregin fram þegar landinu er ógnað. Þá er oft vísað til sjálfstæðisyfirlýsingarinnar sem hefur verið nefnd Exodus Bandaríkjanna. Gettysburg ávarp Lincolns er einnig mjög heilagt skjal en það hefur verið kallað Nýja Testamennti Bandaríkjanna en þar segir meðal annars: "Þeir gáfu líf sitt svo að þjóðin mætti lifa." Eitt mikilvægasta táknið í bandarískri civil religion í dag er þó án nokkurs vafa fáninn. Eftir hryðjuverkin 11. september gekk civil religion í endurnýjun lífdaga. Bandaríkjamenn voru beðnir um að flagga til þess að sýna hvoru megin þeir stæðu. Þeir sem flögguðu voru sannir Bandaríkjamenn. Í augum hins venjulega Bandaríkjamanns er fáninn í dag tákn fyrir heimsveldi sem boðar frið og réttlæti, lýðræði og frelsi. Fánaeiðurinn er einnig mikilvægt atriði í bandarískri civil religion og má líkja honum við trúarjátningu. Þar lofa einstaklingurinn hollustu við fána Bandaríkjanna og allt sem hann stendur fyrir; lýðræðið, ein þjóð undir Guði sem lifir í landi sem er óskiptanlegt með frelsi og réttlæti fyrir alla. Þetta eru þó aðeins nokkur atriði sem lýsa bandarískri civil religion. Þau ættu þó að gefa einhverja mynd um hversu sterk og rótgróin þessi trú er á æðra hlutverk Bandaríkjanna. Stríðið í Írak er ekkert venjulegt stríð. Flestir vilja halda því fram og trúa því að það hafi verið háð af græðgi vegna olíulindanna. Bandaríkjamenn trúa því hins vegar að þeir séu að framfylgja hlutverki sínu sem Guð hefur valið þeim. Ef þeir glata þeirri trú, líkt og gerðist í Víetnam, þá munu þeir hverfa frá. En svo lengi sem að trúin er sterk þá munu Bandaríkin koma sínu til leiðar. Séra Martin Lúther King lýsir trú þeirra á æðra hlutverki þeirra kannski best. "Ástæðan fyrir því að við verðum að leysa kynþáttamisréttið hér í Bandaríkjunum er sú að Guð fékk Bandaríkjunum, á einhvern hátt, sérstakt verkefni fyrir allan heiminn. Ef við getum ekki leyst vandamálið þá getur heimurinn það ekki."Freyr Gígja Gunnarsson -freyrgigja@frettabladid.is
Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon Skoðun
Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga Skoðun
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar
Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar
Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar
Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar
Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon Skoðun
Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga Skoðun
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun