Varð einum að bana og særði annan 16. maí 2005 00:01 Maður, sem grunaður er um að hafa banað einum og sært annan í Kópavogi í fyrrakvöld, hefur verið úrskurðaður í tveggja mánaða gæsluvarðhald að beiðni lögreglunnar í Kópavogi. Hann hafði ekki játað á sig verknaðinn í gærkvöld. Lögregla segir málsatvik liggja að mestu leyti ljós fyrir. Hnífurinn sem ódæðismaðurinn notaði er fundinn. Að sögn vitna kom maðurinn óboðinn í íbúð að Hjallabrekku í Kópavogi í fyrrakvöld en þar var matarboð húsráðanda og fjölskyldu hans. Ódæðismaðurinn var ekki velkominn í veisluna og þegar hann var beðinn um að fara brást hann illur við. Hann dró upp hníf og lagði til þeirra sem reyndu að koma honum út. Átökunum lauk ekki fyrr en maðurinn hafði stungið einn gesta nokkrum hnífsstungum í brjóst sem leiddu hann til dauða. Annar gestur særðist á læri, en þau sár reyndust ekki alvarleg. Átökin voru hörð og bárust út á stigagang fjölbýlishússins. Veislugestir, og aðrir íbúar hússins, voru skelfdir af hræðslu og hefur Fréttablaðið heimildir fyrir að dóttir þess látna hafi orðið vitni að dauða hans. Húsráðandinn var sleginn og gat ekki tjáð sig um atburði þegar eftir því var leitað. Ekki er vitað til þess að lögregla hafi boðið fólki áfallahjálp. Maðurinn sem var úrskurðaður í gæsluvarðhald var handtekinn strax eftir árásina auk tveggja annarra sem voru fljótlega látnir lausir. Árásarmaðurinn er 33 ára gamall frá Víetnam. Hann hefur ekki áður komið við sögu lögreglu vegna ofbeldisglæpa eða annarra brota. Sá látni er einnig ættaður frá Víetnam, hann var 29 ára gamall. Báðir hafa verið búsettir hér á landi í nokkurn tíma. Maðurinn sem særðist gekkst undir aðgerð sem gekk vel. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Allt að 18 stig í dag Veður „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Erlent Fleiri fréttir Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Sjá meira
Maður, sem grunaður er um að hafa banað einum og sært annan í Kópavogi í fyrrakvöld, hefur verið úrskurðaður í tveggja mánaða gæsluvarðhald að beiðni lögreglunnar í Kópavogi. Hann hafði ekki játað á sig verknaðinn í gærkvöld. Lögregla segir málsatvik liggja að mestu leyti ljós fyrir. Hnífurinn sem ódæðismaðurinn notaði er fundinn. Að sögn vitna kom maðurinn óboðinn í íbúð að Hjallabrekku í Kópavogi í fyrrakvöld en þar var matarboð húsráðanda og fjölskyldu hans. Ódæðismaðurinn var ekki velkominn í veisluna og þegar hann var beðinn um að fara brást hann illur við. Hann dró upp hníf og lagði til þeirra sem reyndu að koma honum út. Átökunum lauk ekki fyrr en maðurinn hafði stungið einn gesta nokkrum hnífsstungum í brjóst sem leiddu hann til dauða. Annar gestur særðist á læri, en þau sár reyndust ekki alvarleg. Átökin voru hörð og bárust út á stigagang fjölbýlishússins. Veislugestir, og aðrir íbúar hússins, voru skelfdir af hræðslu og hefur Fréttablaðið heimildir fyrir að dóttir þess látna hafi orðið vitni að dauða hans. Húsráðandinn var sleginn og gat ekki tjáð sig um atburði þegar eftir því var leitað. Ekki er vitað til þess að lögregla hafi boðið fólki áfallahjálp. Maðurinn sem var úrskurðaður í gæsluvarðhald var handtekinn strax eftir árásina auk tveggja annarra sem voru fljótlega látnir lausir. Árásarmaðurinn er 33 ára gamall frá Víetnam. Hann hefur ekki áður komið við sögu lögreglu vegna ofbeldisglæpa eða annarra brota. Sá látni er einnig ættaður frá Víetnam, hann var 29 ára gamall. Báðir hafa verið búsettir hér á landi í nokkurn tíma. Maðurinn sem særðist gekkst undir aðgerð sem gekk vel.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Allt að 18 stig í dag Veður „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Erlent Fleiri fréttir Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Sjá meira