Húsavík sé eðlilegur fyrsti kostur 18. maí 2005 00:01 Iðnaðarráðherra segir eðlilegt að horft sé fyrst til Húsavíkur við staðarval álvers á Norðurlandi vegna mikillar orku sem finnst í Þingeyjarsýslu. Hún segir ástæðu til að ræða hvort svigrúm sé bæði til byggingar nýs álvers á Suðurnesjum og stækkunar í Straumsvík. Vinstri - grænir vilja að stóriðjuviðræður verði stöðvaðar fram yfir næstu þingkosningar. Innbyrðist sundrung Norðlendinga um staðarval er talið geta komið í veg fyrir að álver rísi þar yfir höfuð. Á bæjarstjórnarfundi á Akureyri í gær lýsti bauð bæjarstjórinn Kristján Þór Júlíusson það óvænt fram að Húsavík yrði fyrsti kostur. Hann segir að það hafi legið fyrir í langan tíma að Þingeyingar og Eyfirðingar hafi ekki náð saman um þessi mál og þá sé framgangur verkefnisins á svæðinu í algjörri pattstöðu. Einhverjar leiðir verði menn að finna til að losna úr henni til þess að halda samkeppnishæfni Norðurlands til jafns við aðra landshluta. Kristján segir grundvallaratriði að heimamenn og ekki síst sveitastjórnarmenn á svæðinu leiði strauma sína og krafta saman þannig að þeir geti unnið að sama markmiði og stóriðja rísi á Norðurlandi ef stjórnvöld ákveði að nýta þá heimild sem þau hafi til að losa mengunarkvóta samkvæmt Kyoto-samkomulaginu til þess verkefnis. Valgerður Sverrisdóttir iðanaðarráðherra segist meta yfirlýsingu Kristjáns Þórs mikils og hún skilji hana þannig að bæjarstjórinn vilji reyna að ná meiri samstöðu á Norðurlandi um þessi mál, en um það hafi hún rætt. Vitað sé að það sé mikil orka í Þingeyjarsýslu og það sé því ekki óeðlilegt að horft sé á það fyrst hvort hægt sé að nýta orkuna nálægt upptökum hennar. Hún segir að þótt staða Þingeyjarsýslu sé sterk hafi Húsavík einnig veikleika, ekki síst jarðskjálftahættu. Álver í Helguvík og stækkun í Straumsvík eru einnig til umræðu. Er raunhæft að þessar framkvæmdir fari allar af stað á næstu árum? Valgerður telur að ræða þurfi hvort það sé í raun svigrúm til að byggja hvort tveggja. Sjálfstæðismenn á Suðurnesjum gagnrýna Valgerði harðlega í dag fyrir að draga taum Norðlendinga. Valgerður segir að það sé löngu opinbert mál að stjórnvöld vinni að stóriðjumálum á Norðurlandi en unnið hafi verið að öðrum málum á Suðurnesjum. Ekki verði hætt við á Norðurlandi þegar búið sé að setja milljónatugi í rannsóknir þar þó að skrifað sé undir viljayfirlýsingu á Suðurnesjum. Því fer fjarri að sátt ríki um framhald stóriðjuuppbyggingar. Þingflokkur Vinstri - grænna ályktaði í morgun að frekari stóriðjuviðræðum yrði slegið á frest fram yfir næstu þingkosningar. Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri - grænna, segir að flokkurinn telji löngu tímabært að þjóðin fái að láta sitt álit í ljós og það geti hún gert í síðasta lagi í alþingiskosningum 2007 að því tilskildu ekki hafi verið teknar óafturhverfar ákvarðanir fyrr. Það sé lágmarkskrafa að menn láti nú staðar numið og taki ekki frekari bindandi ákvarðanir um áframhald á þeirri orkuútsölustefnu sem sé við lýði fyrr en að afloknum kosningum 2007, með nýju umboði. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Ríkissjórn Scholz er sprungin Erlent Varað við ofsaveðri á Vestfjörðum og Norðurlandi Veður Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Innlent „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Erlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Innlent „Kennarasambandi Íslands blöskrar afstaða viðsemjenda sinna“ Innlent Fleiri fréttir Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ „Kennarasambandi Íslands blöskrar afstaða viðsemjenda sinna“ „Hann kemur margfalt sterkari til leiks núna” Fleiri konur mættu í krabbameinsskimun í ár en í fyrra Söguleg endurkoma, súr kosningavaka og baráttuhugur Andlát af völdum fíkniefna og lyfja aldrei verið fleiri „Það styðja allir sitt fólk 100 prósent“ Segja umboð samninganefndar afdráttarlaust Segist sá sami í útlendingamálum og hann hafi alltaf verið Bjóða út gerð landfyllinga við Fossvogsbrú Ákærður fyrir hnefahögg á Lúx sem leiddi til dauða Baráttufundur en enginn samningafundur Trump áhrifameiri en nokkru sinni fyrr Foreldrar krefjast breytinga á verkfallinu fyrir helgi Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Kosningapallborð: Kristrún, Sigurður Ingi og Inga í kosningagír „Afskaplega slæmar fréttir fyrir heimshagkerfið“ Trump snýr aftur með öruggum sigri Veðurviðvaranir í kortunum Þungur dómur fyrir að drepa son sinn og reyna að drepa annan Skrifa skilaboð með báðum og stýra með hnéi Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sjá meira
Iðnaðarráðherra segir eðlilegt að horft sé fyrst til Húsavíkur við staðarval álvers á Norðurlandi vegna mikillar orku sem finnst í Þingeyjarsýslu. Hún segir ástæðu til að ræða hvort svigrúm sé bæði til byggingar nýs álvers á Suðurnesjum og stækkunar í Straumsvík. Vinstri - grænir vilja að stóriðjuviðræður verði stöðvaðar fram yfir næstu þingkosningar. Innbyrðist sundrung Norðlendinga um staðarval er talið geta komið í veg fyrir að álver rísi þar yfir höfuð. Á bæjarstjórnarfundi á Akureyri í gær lýsti bauð bæjarstjórinn Kristján Þór Júlíusson það óvænt fram að Húsavík yrði fyrsti kostur. Hann segir að það hafi legið fyrir í langan tíma að Þingeyingar og Eyfirðingar hafi ekki náð saman um þessi mál og þá sé framgangur verkefnisins á svæðinu í algjörri pattstöðu. Einhverjar leiðir verði menn að finna til að losna úr henni til þess að halda samkeppnishæfni Norðurlands til jafns við aðra landshluta. Kristján segir grundvallaratriði að heimamenn og ekki síst sveitastjórnarmenn á svæðinu leiði strauma sína og krafta saman þannig að þeir geti unnið að sama markmiði og stóriðja rísi á Norðurlandi ef stjórnvöld ákveði að nýta þá heimild sem þau hafi til að losa mengunarkvóta samkvæmt Kyoto-samkomulaginu til þess verkefnis. Valgerður Sverrisdóttir iðanaðarráðherra segist meta yfirlýsingu Kristjáns Þórs mikils og hún skilji hana þannig að bæjarstjórinn vilji reyna að ná meiri samstöðu á Norðurlandi um þessi mál, en um það hafi hún rætt. Vitað sé að það sé mikil orka í Þingeyjarsýslu og það sé því ekki óeðlilegt að horft sé á það fyrst hvort hægt sé að nýta orkuna nálægt upptökum hennar. Hún segir að þótt staða Þingeyjarsýslu sé sterk hafi Húsavík einnig veikleika, ekki síst jarðskjálftahættu. Álver í Helguvík og stækkun í Straumsvík eru einnig til umræðu. Er raunhæft að þessar framkvæmdir fari allar af stað á næstu árum? Valgerður telur að ræða þurfi hvort það sé í raun svigrúm til að byggja hvort tveggja. Sjálfstæðismenn á Suðurnesjum gagnrýna Valgerði harðlega í dag fyrir að draga taum Norðlendinga. Valgerður segir að það sé löngu opinbert mál að stjórnvöld vinni að stóriðjumálum á Norðurlandi en unnið hafi verið að öðrum málum á Suðurnesjum. Ekki verði hætt við á Norðurlandi þegar búið sé að setja milljónatugi í rannsóknir þar þó að skrifað sé undir viljayfirlýsingu á Suðurnesjum. Því fer fjarri að sátt ríki um framhald stóriðjuuppbyggingar. Þingflokkur Vinstri - grænna ályktaði í morgun að frekari stóriðjuviðræðum yrði slegið á frest fram yfir næstu þingkosningar. Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri - grænna, segir að flokkurinn telji löngu tímabært að þjóðin fái að láta sitt álit í ljós og það geti hún gert í síðasta lagi í alþingiskosningum 2007 að því tilskildu ekki hafi verið teknar óafturhverfar ákvarðanir fyrr. Það sé lágmarkskrafa að menn láti nú staðar numið og taki ekki frekari bindandi ákvarðanir um áframhald á þeirri orkuútsölustefnu sem sé við lýði fyrr en að afloknum kosningum 2007, með nýju umboði.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Ríkissjórn Scholz er sprungin Erlent Varað við ofsaveðri á Vestfjörðum og Norðurlandi Veður Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Innlent „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Erlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Innlent „Kennarasambandi Íslands blöskrar afstaða viðsemjenda sinna“ Innlent Fleiri fréttir Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ „Kennarasambandi Íslands blöskrar afstaða viðsemjenda sinna“ „Hann kemur margfalt sterkari til leiks núna” Fleiri konur mættu í krabbameinsskimun í ár en í fyrra Söguleg endurkoma, súr kosningavaka og baráttuhugur Andlát af völdum fíkniefna og lyfja aldrei verið fleiri „Það styðja allir sitt fólk 100 prósent“ Segja umboð samninganefndar afdráttarlaust Segist sá sami í útlendingamálum og hann hafi alltaf verið Bjóða út gerð landfyllinga við Fossvogsbrú Ákærður fyrir hnefahögg á Lúx sem leiddi til dauða Baráttufundur en enginn samningafundur Trump áhrifameiri en nokkru sinni fyrr Foreldrar krefjast breytinga á verkfallinu fyrir helgi Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Kosningapallborð: Kristrún, Sigurður Ingi og Inga í kosningagír „Afskaplega slæmar fréttir fyrir heimshagkerfið“ Trump snýr aftur með öruggum sigri Veðurviðvaranir í kortunum Þungur dómur fyrir að drepa son sinn og reyna að drepa annan Skrifa skilaboð með báðum og stýra með hnéi Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sjá meira