Innlent

Hvetja Gunnar til afsagnar

Frambjóðendur og stuðningsmenn Frjálslynda flokksins í Suðvesturkjördæmi segja Gunnar Örlygsson hafa fyrirgert því trausti sem þeir báru til hans, með því að ganga til liðs við Sjálfstæðisflokkinn. Í ályktun sem frambjóðendur og stuðningsmenn Frjálslynda flokksins í Suðvesturkjördæmi samþykktu á fundi í kvöld er harmað að Gunnar Örlygsson hafi snúið baki við félögum sínum í Frjálslynda flokknum og gengið til liðs við Sjálfstæðisflokkinn. "Með þessari gjörð hefur Gunnar fyrirgert því trausti sem við bárum til hans. Í ljósi þessa hvetjum við Gunnar til að sýna af sér þann drengskap að segja sig frá þingmennsku, svo að Frjálslyndi flokkurinn megi á ný eiga fjóra þingmenn á Alþingi Íslendinga, í samræmi við þau atkvæði er flokknum voru greidd við síðustu alþingiskosningar. Þetta er í senn sanngjörn og lýðræðisleg krafa," segir í ályktuninni. Jafnframt lýsir fundurinn yfir fullum stuðningi við þingmenn flokksins og ítrekar að Frjálslyndi flokkurinn er og verður frjálslyndur, borgaralegur flokkur



Fleiri fréttir

Sjá meira


×