Erlent

Kanslaraembættið í hættu

Allt útlit er fyrir að þýski Jafnaðarmannaflokkurinn, undir forystu Gerhards Schröders kanslara, bíði afhroð og tapi í kosningum sem fram fara í dag í þýska sambandsríkinu Nordrhein-Westfalen. Samkvæmt nýjustu útgangsspám í þýska sjónvarpinu fá Kristilegir demókratar 45 prósent atkvæða en jafnaðarmenn 37,5 prósent. Um þrettán milljónir manna eru á kjörskrá. Ef fer sem horfir verður það gríðarlegt áfall fyrir Schröder og gæti orðið til þess að hann nái ekki endurkjöri sem kanslari Þýskalands í þingkosningunum á næsta ári.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×