Mikilvægt að verja fólk og dýr 25. maí 2005 00:01 Beiðni yfirdýralæknisembættisins um fjármagn til að skima alifugla og vatnafugla hér á landi til varnar fuglaflensu hefur enn ekki verið kynnt ríkisstjórninni, að sögn Guðna Ágústssonar landbúnaðarráðherra. Guðni var nýkominn frá útlöndum þegar Fréttablaðið ræddi við hann í gær. Hann kvaðst myndu fara yfir erindi yfirdýralæknis og kynna það síðan í ríkistjórn. "Það er mikilvægt að leggja áherslu á varnir fyrir fólk og dýr," sagði ráðherra. Sigurðar Örn Hansson aðstoðaryfirdýralæknir segir að tillögur embættisins um að gerðar verði skimanir á alifuglum og villtum fuglum miði að því að athuga hvort fuglaflensa hafi borist til landsins. Tillögurnar hefðu verið lagðar fram í apríl. "Tilgangurinn með skimuninni er að taka stöðuna til þess að átta sig á því hvaða aðgerða þarf hugsanlega að grípa til. Mikilvægast er að koma í veg fyrir að þetta berist í alifuglana því þeir eru viðkvæmari. Við settum síðast af stað svona rannsókn á alifuglum árið 2002. Þá var skimað fyrir mörgum smitsjúkdómum, svo sem fuglaflensu og Newcastleveiki. Við þurfum að gera þetta reglulega í alifuglum og nú teljum við það tímabært og ástæða til þess að kanna þetta líka í villtum fuglum," sagði Sigurður Örn. Hann sagði fregnirnar þess efnis að þessi skæða fuglaflensuveira hefði drepið villta fugla í Kína gæfu aukið tilefni til að kanna stöðuna hér á landi. Kostnaðurinn við könnun sem miðaðist einungis við fuglaflensu væri áætlaður um ein og hálf milljón króna. "Við erum með margvíslegar varnir gegn þessum sjúkdómum," sagði Sigurður Örn enn fremur. Hann minnti á innflutningsbannið á fuglaafurðir sem nú hefur verið framlengt. Hann nefndi einnig viðbragðsáætlanir við alvarlegum smitsjúkdómum í dýrum. Aðferðarfræðin væri sú sama hvort sem um væri að ræða fuglaflensu eða gin - og klaufaveiki. Það væri því heilmikið varnarstarf í gangi, auk þess sem menn fylgdust náið með stöðunni í Asíulöndunum. Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent „Hann stal henni“ Erlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Innlent Fleiri fréttir Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði Aðstoðaði mann sem festi tvo bíla á hálendinu Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Sjá meira
Beiðni yfirdýralæknisembættisins um fjármagn til að skima alifugla og vatnafugla hér á landi til varnar fuglaflensu hefur enn ekki verið kynnt ríkisstjórninni, að sögn Guðna Ágústssonar landbúnaðarráðherra. Guðni var nýkominn frá útlöndum þegar Fréttablaðið ræddi við hann í gær. Hann kvaðst myndu fara yfir erindi yfirdýralæknis og kynna það síðan í ríkistjórn. "Það er mikilvægt að leggja áherslu á varnir fyrir fólk og dýr," sagði ráðherra. Sigurðar Örn Hansson aðstoðaryfirdýralæknir segir að tillögur embættisins um að gerðar verði skimanir á alifuglum og villtum fuglum miði að því að athuga hvort fuglaflensa hafi borist til landsins. Tillögurnar hefðu verið lagðar fram í apríl. "Tilgangurinn með skimuninni er að taka stöðuna til þess að átta sig á því hvaða aðgerða þarf hugsanlega að grípa til. Mikilvægast er að koma í veg fyrir að þetta berist í alifuglana því þeir eru viðkvæmari. Við settum síðast af stað svona rannsókn á alifuglum árið 2002. Þá var skimað fyrir mörgum smitsjúkdómum, svo sem fuglaflensu og Newcastleveiki. Við þurfum að gera þetta reglulega í alifuglum og nú teljum við það tímabært og ástæða til þess að kanna þetta líka í villtum fuglum," sagði Sigurður Örn. Hann sagði fregnirnar þess efnis að þessi skæða fuglaflensuveira hefði drepið villta fugla í Kína gæfu aukið tilefni til að kanna stöðuna hér á landi. Kostnaðurinn við könnun sem miðaðist einungis við fuglaflensu væri áætlaður um ein og hálf milljón króna. "Við erum með margvíslegar varnir gegn þessum sjúkdómum," sagði Sigurður Örn enn fremur. Hann minnti á innflutningsbannið á fuglaafurðir sem nú hefur verið framlengt. Hann nefndi einnig viðbragðsáætlanir við alvarlegum smitsjúkdómum í dýrum. Aðferðarfræðin væri sú sama hvort sem um væri að ræða fuglaflensu eða gin - og klaufaveiki. Það væri því heilmikið varnarstarf í gangi, auk þess sem menn fylgdust náið með stöðunni í Asíulöndunum.
Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent „Hann stal henni“ Erlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Innlent Fleiri fréttir Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði Aðstoðaði mann sem festi tvo bíla á hálendinu Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Sjá meira