Springur blaðran? 25. maí 2005 00:01 Jæja, jæja. Þá segja fasteignasalarnir að verulega muni draga úr verðhækkunum fasteigna á næstu misserum og spá því að þær standi í stað og lækki jafnvel á ákveðnum stöðum á höfuðborgarsvæðinu. Flest bendir þó til þess að verðið nái nú áttum og hækki hóflega. Án þess að skoða þær forsendur sem menn gefa sér um þróun fasteignaverðs þá er auðvelt að benda á að sérfræðingar hafa ekki alltaf verið sannspáir um endalok eignabólna, hvorki hérlendis né erlendis. Sem dæmi má taka að KB banki spáði því sumarið 2004 að raunverð fasteigna myndi lækka frá þeim tíma. Annað kom á daginn. Virt fræðitímarit eins og Economist hefur all oft spáð því að fasteignabólan á Vesturlöndum væri komin að því að springa. Ekkert slíkt hefur gerst þótt fasteignaverð á stöðum eins og á Bretlandseyjum hafi staðið í stað. Hversu oft á síðustu árum ætli menn hafi sagt að nú væri hlutabréfaverð á Íslandi komið út í öfgar og við tæki stórfelld lækkun? Já, annað hefur komið á daginn því úrvalsvísitalan fór yfir 4.000 stigin í apríl. Þar með er ekki sagt að verðbólur springi ekki framan í menn, enda þekkjum við dæmi þess að hlutabréfaverð hefur hrunið samanber árið 2000. Ef við snúum okkur aftur að þróun fasteignamarkaðarins hér á landi er fátt sem bendir til þess að verðlækkun verði á næstu mánuðum. Í raun og veru lítur frekar út fyrir að verð haldi áfram að hækka eins og Íslandsbanki spáir. Eðlilegt er að álykta, út frá ýmsum efnahagslegum forsendum, að hækkunin verði hófleg. Það sem styður þá kenningu að fasteignir muni ekki lækka, þótt raunverð þeirra sé í hámarki, er sú staðreynd að fyrir langflesta eru íbúðakaup langtímafjárfesting ólíkt hlutabréfakaupum eða kaupum á bifreiðum (sem hæpið er að kalla fjárfestingu). Fólk kaupir sér fasteignir til að búa þar í einhvern tíma og selur seint ofan sér á lægra verði en það keypti. Fæstir myndu sætta sig við það að selja á lægra verði en kaupverði. Líklega sitja íbúðaeigendur á eignum sínum þegar markaðurinn stendur í stað frekar en að selja með afföllum. En hverjar eru þá horfurnar á næstunni á fasteignamarkaði? Bankarnir eru ekki sammála um stöðuna. KB banki og Íslandsbanki hafa spáð hóflegum hækkunum en Landsbankinn lítur sem svo að markaðurinn komi til með að standa í stað. Allir hafa þeir rétt fyrir sér að miklu rólegra er um að litast á fasteignamarkaði en um áramótin. Þróunin verður líklega sú að fasteignaverð hækki eitthvað umfram verðbólgu, að því gefnu að krónan haldist áfram sterk, raunvextir breytist ekki og kaupmáttur haldist áfram í sögulegu hámarki. Menn velta nú vöngum yfir hvort góðærið framlengist um eitt til tvö ár vegna hugmynda um frekari stóriðjuframkvæmdir. Hagvaxtarskeiðið, sem gæti náð hámarki á næsta ári, myndi þar með verða lengra en talið hefur verið. Margir fasteignasalar sem Fréttablaðið hefur rætt við eru þeirrar skoðunar að þróun fasteignamarkaðarins gæti verið með þeim hætti á komandi misserum að verðbreytingar verði frekar tengdar hverfum en heilum byggðarlögum. Miðbærinn er til dæmis eitt svæði sem margir telja að muni hækka umfram önnur hverfi á næstu árum. Víðast hvar í stórborgum er margfaldur munur á verði á miðbæjarsvæðum eða úthverfum. Hér er munurinn lítill sem enginn, sérstaklega þegar íbúðir í fjölbýli eiga í hlut. Einnig eru margir á því að ákveðin úthverfi, sem bjóða upp á útsýni, nálægt útivistarsvæðum og skammt frá allri þjónustu, verði vinsælli en önnur hverfi. Nýju hverfin í Garðabæ, Sjálandið og Arnarneslandið, og Vatnsendahverfið í Kópavogi hafa alla þá kosti. Fasteignaverð hefur aldrei verið hærra, almenningi finnst vera nóg komið af þessu hækkunum og margir tala um að nú muni blaðran springa. Það verður þó ekki af því næstu mánuðina. Verð mun halda áfram hækka lítilega, jafnvel mikið á sumum svæðum. Allar aðstæður í hagkerfinu benda til þess um þessar mundir. Eggert Þór Aðalsteinsson -eggert@frettabladid.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eggert Aðalsteinsson Í brennidepli Mest lesið Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson skrifar Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Sjá meira
Jæja, jæja. Þá segja fasteignasalarnir að verulega muni draga úr verðhækkunum fasteigna á næstu misserum og spá því að þær standi í stað og lækki jafnvel á ákveðnum stöðum á höfuðborgarsvæðinu. Flest bendir þó til þess að verðið nái nú áttum og hækki hóflega. Án þess að skoða þær forsendur sem menn gefa sér um þróun fasteignaverðs þá er auðvelt að benda á að sérfræðingar hafa ekki alltaf verið sannspáir um endalok eignabólna, hvorki hérlendis né erlendis. Sem dæmi má taka að KB banki spáði því sumarið 2004 að raunverð fasteigna myndi lækka frá þeim tíma. Annað kom á daginn. Virt fræðitímarit eins og Economist hefur all oft spáð því að fasteignabólan á Vesturlöndum væri komin að því að springa. Ekkert slíkt hefur gerst þótt fasteignaverð á stöðum eins og á Bretlandseyjum hafi staðið í stað. Hversu oft á síðustu árum ætli menn hafi sagt að nú væri hlutabréfaverð á Íslandi komið út í öfgar og við tæki stórfelld lækkun? Já, annað hefur komið á daginn því úrvalsvísitalan fór yfir 4.000 stigin í apríl. Þar með er ekki sagt að verðbólur springi ekki framan í menn, enda þekkjum við dæmi þess að hlutabréfaverð hefur hrunið samanber árið 2000. Ef við snúum okkur aftur að þróun fasteignamarkaðarins hér á landi er fátt sem bendir til þess að verðlækkun verði á næstu mánuðum. Í raun og veru lítur frekar út fyrir að verð haldi áfram að hækka eins og Íslandsbanki spáir. Eðlilegt er að álykta, út frá ýmsum efnahagslegum forsendum, að hækkunin verði hófleg. Það sem styður þá kenningu að fasteignir muni ekki lækka, þótt raunverð þeirra sé í hámarki, er sú staðreynd að fyrir langflesta eru íbúðakaup langtímafjárfesting ólíkt hlutabréfakaupum eða kaupum á bifreiðum (sem hæpið er að kalla fjárfestingu). Fólk kaupir sér fasteignir til að búa þar í einhvern tíma og selur seint ofan sér á lægra verði en það keypti. Fæstir myndu sætta sig við það að selja á lægra verði en kaupverði. Líklega sitja íbúðaeigendur á eignum sínum þegar markaðurinn stendur í stað frekar en að selja með afföllum. En hverjar eru þá horfurnar á næstunni á fasteignamarkaði? Bankarnir eru ekki sammála um stöðuna. KB banki og Íslandsbanki hafa spáð hóflegum hækkunum en Landsbankinn lítur sem svo að markaðurinn komi til með að standa í stað. Allir hafa þeir rétt fyrir sér að miklu rólegra er um að litast á fasteignamarkaði en um áramótin. Þróunin verður líklega sú að fasteignaverð hækki eitthvað umfram verðbólgu, að því gefnu að krónan haldist áfram sterk, raunvextir breytist ekki og kaupmáttur haldist áfram í sögulegu hámarki. Menn velta nú vöngum yfir hvort góðærið framlengist um eitt til tvö ár vegna hugmynda um frekari stóriðjuframkvæmdir. Hagvaxtarskeiðið, sem gæti náð hámarki á næsta ári, myndi þar með verða lengra en talið hefur verið. Margir fasteignasalar sem Fréttablaðið hefur rætt við eru þeirrar skoðunar að þróun fasteignamarkaðarins gæti verið með þeim hætti á komandi misserum að verðbreytingar verði frekar tengdar hverfum en heilum byggðarlögum. Miðbærinn er til dæmis eitt svæði sem margir telja að muni hækka umfram önnur hverfi á næstu árum. Víðast hvar í stórborgum er margfaldur munur á verði á miðbæjarsvæðum eða úthverfum. Hér er munurinn lítill sem enginn, sérstaklega þegar íbúðir í fjölbýli eiga í hlut. Einnig eru margir á því að ákveðin úthverfi, sem bjóða upp á útsýni, nálægt útivistarsvæðum og skammt frá allri þjónustu, verði vinsælli en önnur hverfi. Nýju hverfin í Garðabæ, Sjálandið og Arnarneslandið, og Vatnsendahverfið í Kópavogi hafa alla þá kosti. Fasteignaverð hefur aldrei verið hærra, almenningi finnst vera nóg komið af þessu hækkunum og margir tala um að nú muni blaðran springa. Það verður þó ekki af því næstu mánuðina. Verð mun halda áfram hækka lítilega, jafnvel mikið á sumum svæðum. Allar aðstæður í hagkerfinu benda til þess um þessar mundir. Eggert Þór Aðalsteinsson -eggert@frettabladid.is
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar