Miami 1 - Detroit 1 26. maí 2005 00:01 NordicPhotos/GettyImages Shaquille O´Neal hringdi í Dwayne Wade um miðja nótt og sagði honum að hengja ekki haus yfir slökum fyrsta leik sínum gegn Detroit. Hvort það var ræða stóra mannsins eða eitthvað annað er ekki gott að segja, en Wade leiddi Miami til sigurs á Detroit í nótt 92-86 og hefur jafnað metin í einvígi liðanna. Wade skoraði 40 stig í leiknum í nótt, þar af 20 í lokaleikhlutanum og reyndist of stór biti fyrir meistarana að þessu sinni, sem nú halda heim til bílaborgarinnar þar sem næstu tveir leikir fara fram. Shaquille O´Neal var spurður hvernig hefði staðið á að hann hafi verið að hringja í Wade svona á nóttinni með það á hættu að vekja fjölskyldu hans. "Ég vildi ganga úr skugga um að hann gleymdi fyrsta leiknum og héldi áfram að vera grimmur og spilaði sinn leik. Ég skyldi vera honum innan handar, sama hvað," sagði O´Neal sem vildi meina að spjótin hefðu beinst að Wade eftir tapið í fyrsta leiknum. Leikur liðanna í gær var jafn lengst af, en það var Wade sem gerði útslagið í lokaleikhlutanum með ótrúlegum tilþrifum. "Þetta hefur einkennt leik hans síðan hann kom inn í deildina. Ef hann á slæman dag, skoðar hann af hverju og aðlagar leik sinn og kemur til baka með breytt plön. Það er eitt af því sem gerir hann að þessum frábæra leikmanni sem hann er," sagði Stan Van Gundy, þjálfari Miami. Atkvæðamestir í liði Detroit:Rip Hamilton 21 stig, Tayshaun Prince 17 stig, Rasheed Wallace 15 stig, Chauncey Billups 14 stig (8 frák, 6 stoðs, 8 tapaðir boltar), Lindsay Hunter 6 stig.Atkvæðamestir hjá Miami:Dwayne Wade 40 stig (8 frák, 6 stoðs), Shaquille O´Neal 17 stig (10 frák), Damon Jones 14 stig (7 frák), Eddie Jones 6 stig (7 frák), Alonzo Mourning 6 stig. NBA Mest lesið Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Enski boltinn „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Fótbolti NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Sport Fleiri fréttir „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Sjöunda og stærsta Icebox-kvöldið: „Klikkað að sjá að Ísland geti þetta“ Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Dagskráin: Stærsta boxmót ársins á Íslandi Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM SSÍ: Vantar sem fyrst innisundlaugar á Akranesi og Akureyri Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Amorim vill að United fái Gomes aftur Sjá meira
Shaquille O´Neal hringdi í Dwayne Wade um miðja nótt og sagði honum að hengja ekki haus yfir slökum fyrsta leik sínum gegn Detroit. Hvort það var ræða stóra mannsins eða eitthvað annað er ekki gott að segja, en Wade leiddi Miami til sigurs á Detroit í nótt 92-86 og hefur jafnað metin í einvígi liðanna. Wade skoraði 40 stig í leiknum í nótt, þar af 20 í lokaleikhlutanum og reyndist of stór biti fyrir meistarana að þessu sinni, sem nú halda heim til bílaborgarinnar þar sem næstu tveir leikir fara fram. Shaquille O´Neal var spurður hvernig hefði staðið á að hann hafi verið að hringja í Wade svona á nóttinni með það á hættu að vekja fjölskyldu hans. "Ég vildi ganga úr skugga um að hann gleymdi fyrsta leiknum og héldi áfram að vera grimmur og spilaði sinn leik. Ég skyldi vera honum innan handar, sama hvað," sagði O´Neal sem vildi meina að spjótin hefðu beinst að Wade eftir tapið í fyrsta leiknum. Leikur liðanna í gær var jafn lengst af, en það var Wade sem gerði útslagið í lokaleikhlutanum með ótrúlegum tilþrifum. "Þetta hefur einkennt leik hans síðan hann kom inn í deildina. Ef hann á slæman dag, skoðar hann af hverju og aðlagar leik sinn og kemur til baka með breytt plön. Það er eitt af því sem gerir hann að þessum frábæra leikmanni sem hann er," sagði Stan Van Gundy, þjálfari Miami. Atkvæðamestir í liði Detroit:Rip Hamilton 21 stig, Tayshaun Prince 17 stig, Rasheed Wallace 15 stig, Chauncey Billups 14 stig (8 frák, 6 stoðs, 8 tapaðir boltar), Lindsay Hunter 6 stig.Atkvæðamestir hjá Miami:Dwayne Wade 40 stig (8 frák, 6 stoðs), Shaquille O´Neal 17 stig (10 frák), Damon Jones 14 stig (7 frák), Eddie Jones 6 stig (7 frák), Alonzo Mourning 6 stig.
NBA Mest lesið Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Enski boltinn „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Fótbolti NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Sport Fleiri fréttir „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Sjöunda og stærsta Icebox-kvöldið: „Klikkað að sjá að Ísland geti þetta“ Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Dagskráin: Stærsta boxmót ársins á Íslandi Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM SSÍ: Vantar sem fyrst innisundlaugar á Akranesi og Akureyri Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Amorim vill að United fái Gomes aftur Sjá meira