Innlent

Kosningar lögmætar

Kjörstjórn landsfundar Samfylkingarinnar segir að kosningar í öll embætti á landsfundinum hafi verið lögmætar og í samræmi við reglur flokksins. Í yfirlýsingu frá kjörstjórninni í gær segir meðal annars að framkvæmdastjóri Samfylkingarinnar hafi staðfest að afhending kjörgagna og kosningaeftirlit hafi verið með eðlilegum hætti. Kjör Ágústs Ólafs Ágústssonar í varaformannsembætti hefur vakið deilur og báru ýmsir Samfylkingarmenn honum á brýn að hann hefði stundað óeðlilega smölun.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×