Innlent

Vilja innanflokksprófkjör

Lagt verður til á félagsfundi Vinstri-grænna í Reykjavík í dag að innanflokksprófkjör verði notað til að velja sex efstu frambjóðendur flokksins fyrir borgarstjórnarkosningarnar í Reykjavík næsta vor. Skiptir þá engu hvort flokkurinn býður fram undir eigin nafni eða í samstarfi við hina flokkana sem í dag standa að Reykjavíkurlistanum. Líklegast er talið að tillaga starfshópsins verði samþykkt. Áhrifamenn innan Samfylkingar hafa lagt áherslu á að sameiginlegt prófkjör verði haldið um uppröðun á Reykjavíkurlistann. Tillagan gengur þvert á þessa kröfu og má að hluta skilja sem skilaboð til Samfylkingarinnar og annarra samstarfsflokka um að Vinstri-grænir ætli einir að velja sína fulltrúa á framboðslista.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×