Erlent

Hollendingar hafni stjórnarskránni

Ef fer sem horfir munu Hollendingar hafna stjórnarskrá Evrópusambandsins í kosningunum sem fram fara í landinu á miðvikudag. Ný könnun á fylgi Hollendinga við stjórnarskrána sem birt var í dag sýnir að 65 prósent landsmanna séu mótfallin skránni en aðeins 20 prósent með henni. Tíu prósent aðspurðra segjast ekki enn hafa tekið afstöðu. Eins og greint hefur verið frá höfnuðu Frakkar stjórnarskránni í kosningu sem fram fór þar í landi í gær. Þess ber að geta að kosningin í Hollandi er ekki bindandi líkt og í Frakklandi.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×