Erlent

Mira Markovic úr útlegð

Yfirvöld í Serbíu ákváðu í dag að fella niður alþjóðalega handtökuskipun á Miru Markovic, eiginkonu Slobodans Milosevic, fyrrverandi forseta Júgóslavíu, og heimila henni að snúa aftur til Serbíu eftir að hafa verið í útlegð í Rússlandi í tvö ár. Ákvörðunin þýðir einnig að hún getur heimsótt eiginmann sinn í fangelsið sem hann dvelur í í Haag í Hollandi þar sem réttað hefur verið yfir honum í fjögur ár vegna stríðsglæpa.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×