Vildi kynna sér fiskiðnað 31. maí 2005 00:01 Dr. A.P.J. Abdul Kamal byrjaði gærdaginn á því að heimsækja frystitogarann Engeyju RE 1, sem HB Grandi gerir út. Eggert Guðmundsson, forstjóri HB Granda tók á móti honum og hélt stutta tölu um fyrirtækið og íslenskan sjávarútveg. Síðan fór forsetinn í kynnisferð um skipið. Það var sérstök ósk dr. Kamal að fá tækifæri til að kynnast íslenskum fiskiðnaði í heimsókninni. Hann er er fæddur í indverskri verkamannafjölskyldu í strandhéraðinu Rameswaran í Indlandi. Eftir skoðunarferðina var farið á fund Halldórs Ásgrímssonar, forsætisráðherra, í ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu. Í lok fundarins var undirrituð bókun um efni loftferðasamnings milli Íslands og Indlands og voru Halldór og dr. Kalam viðstaddir undirritunina. Við sama tækifæri var undirritiðu viljayfirlýsing um samráð milli utanríkisráðuneyta landanna. Síðar um daginn snæddu Halldór og Indlandsforseti hádegisverð í sumarbústað forsætisráðherra á Þingvöllum, en í millitíðinni fór forsetinn ásamt föruneyti sínu á Nesjavelli. Forsetinn kom síðdegis til Reykjavíkur fór þá beint á vetnisstöðina. Þaðan fékk hann far ásamt föruneyti sínu með einum vetnisstrætisvagnanna upp í höfuðstöðvar Orkuveitunnar, en þar var ráðstefna um hreina orku og tilraunir með vetni á Íslandi. Síðasti liðurinn í heimsókn forsetans var síðan indversk menningardagskrá í Gerðarsafni í Kópavogi. Indverskir fjölmiðlar virðast hafa sýnt heimsókn Indlandsforsta mikinn áhuga. Íslenskir embættismenn mundu ekki eftir jafnmiklum fjölda af erlendum blaðamönnum í opinberri heimsókn til Íslands. Ekki dugði minna en ein rúta sem tekin var á leigu til að flytja indverska fjölmiðlamenn á milli staða. Opinberri heimsókn Indlandsforseta lýkur í dag og ráðgert að hann fari úr landi stuttu fyrir hádegi. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Ríkissjórn Scholz er sprungin Erlent Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Varðað við ofsaveðri á Vestfjörðum og Norðurlandi Veður „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ Innlent Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent „Afskaplega slæmar fréttir fyrir heimshagkerfið“ Innlent „Hann kemur margfalt sterkari til leiks núna” Innlent Fleiri fréttir Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ „Kennarasambandi Íslands blöskrar afstaða viðsemjenda sinna“ „Hann kemur margfalt sterkari til leiks núna” Fleiri konur mættu í krabbameinsskimun í ár en í fyrra Söguleg endurkoma, súr kosningavaka og baráttuhugur Andlát af völdum fíkniefna og lyfja aldrei verið fleiri „Það styðja allir sitt fólk 100 prósent“ Segja umboð samninganefndar afdráttarlaust Segist sá sami í útlendingamálum og hann hafi alltaf verið Bjóða út gerð landfyllinga við Fossvogsbrú Ákærður fyrir hnefahögg á Lúx sem leiddi til dauða Baráttufundur en enginn samningafundur Trump áhrifameiri en nokkru sinni fyrr Foreldrar krefjast breytinga á verkfallinu fyrir helgi Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Kosningapallborð: Kristrún, Sigurður Ingi og Inga í kosningagír „Afskaplega slæmar fréttir fyrir heimshagkerfið“ Trump snýr aftur með öruggum sigri Veðurviðvaranir í kortunum Þungur dómur fyrir að drepa son sinn og reyna að drepa annan Skrifa skilaboð með báðum og stýra með hnéi Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Sjá meira
Dr. A.P.J. Abdul Kamal byrjaði gærdaginn á því að heimsækja frystitogarann Engeyju RE 1, sem HB Grandi gerir út. Eggert Guðmundsson, forstjóri HB Granda tók á móti honum og hélt stutta tölu um fyrirtækið og íslenskan sjávarútveg. Síðan fór forsetinn í kynnisferð um skipið. Það var sérstök ósk dr. Kamal að fá tækifæri til að kynnast íslenskum fiskiðnaði í heimsókninni. Hann er er fæddur í indverskri verkamannafjölskyldu í strandhéraðinu Rameswaran í Indlandi. Eftir skoðunarferðina var farið á fund Halldórs Ásgrímssonar, forsætisráðherra, í ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu. Í lok fundarins var undirrituð bókun um efni loftferðasamnings milli Íslands og Indlands og voru Halldór og dr. Kalam viðstaddir undirritunina. Við sama tækifæri var undirritiðu viljayfirlýsing um samráð milli utanríkisráðuneyta landanna. Síðar um daginn snæddu Halldór og Indlandsforseti hádegisverð í sumarbústað forsætisráðherra á Þingvöllum, en í millitíðinni fór forsetinn ásamt föruneyti sínu á Nesjavelli. Forsetinn kom síðdegis til Reykjavíkur fór þá beint á vetnisstöðina. Þaðan fékk hann far ásamt föruneyti sínu með einum vetnisstrætisvagnanna upp í höfuðstöðvar Orkuveitunnar, en þar var ráðstefna um hreina orku og tilraunir með vetni á Íslandi. Síðasti liðurinn í heimsókn forsetans var síðan indversk menningardagskrá í Gerðarsafni í Kópavogi. Indverskir fjölmiðlar virðast hafa sýnt heimsókn Indlandsforsta mikinn áhuga. Íslenskir embættismenn mundu ekki eftir jafnmiklum fjölda af erlendum blaðamönnum í opinberri heimsókn til Íslands. Ekki dugði minna en ein rúta sem tekin var á leigu til að flytja indverska fjölmiðlamenn á milli staða. Opinberri heimsókn Indlandsforseta lýkur í dag og ráðgert að hann fari úr landi stuttu fyrir hádegi.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Ríkissjórn Scholz er sprungin Erlent Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Varðað við ofsaveðri á Vestfjörðum og Norðurlandi Veður „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ Innlent Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent „Afskaplega slæmar fréttir fyrir heimshagkerfið“ Innlent „Hann kemur margfalt sterkari til leiks núna” Innlent Fleiri fréttir Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ „Kennarasambandi Íslands blöskrar afstaða viðsemjenda sinna“ „Hann kemur margfalt sterkari til leiks núna” Fleiri konur mættu í krabbameinsskimun í ár en í fyrra Söguleg endurkoma, súr kosningavaka og baráttuhugur Andlát af völdum fíkniefna og lyfja aldrei verið fleiri „Það styðja allir sitt fólk 100 prósent“ Segja umboð samninganefndar afdráttarlaust Segist sá sami í útlendingamálum og hann hafi alltaf verið Bjóða út gerð landfyllinga við Fossvogsbrú Ákærður fyrir hnefahögg á Lúx sem leiddi til dauða Baráttufundur en enginn samningafundur Trump áhrifameiri en nokkru sinni fyrr Foreldrar krefjast breytinga á verkfallinu fyrir helgi Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Kosningapallborð: Kristrún, Sigurður Ingi og Inga í kosningagír „Afskaplega slæmar fréttir fyrir heimshagkerfið“ Trump snýr aftur með öruggum sigri Veðurviðvaranir í kortunum Þungur dómur fyrir að drepa son sinn og reyna að drepa annan Skrifa skilaboð með báðum og stýra með hnéi Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Sjá meira