Fer vel af stað 31. maí 2005 00:01 Íslenski fótboltinn er farinn af stað þetta árið og eins og vanalega eru viðbrigðin talsverð fyrir hinn almenna boltafíkil sem hefur verið límdur fyrir framan skjáinn nánast hverja einustu helgi í vetur. Maður er búinn að dvelja mikið í sófanum og fylgjast grannt með bestu knattspyrnumönnum heims undanfarna mánuði, svo skyndilega fer maður að mæta á leiki í kulda og roki á völlum þar sem áhorfendur (oft fáir) virðast halda að þeir séu staddir í leikhúsi. Það er samt alltaf viss sjarmi yfir íslenska fótboltanum og skemmtilegt andrúmsloft sem skapast þennan stutta tíma á ári sem fótboltamenn landsins hópast á grasvellina og sparka eins og þeir eigi lífið að leysa. Svona gengur þetta fyrir sig ár eftir ár, það eru alltaf svipað mikil viðbrigði að skipta frá Meistaradeildinni og stærstu deildum Evrópu yfir í íslenska fótboltann. Maður hélt að þetta myndi aldrei venjast. Þetta árið virðist þó farið að birta ansi mikið til og viðbrigðin eru ekki nærri því jafn mikil og oft áður. Íslandsmótið í fyrra olli mörgum manninum miklum vonbrigðum, varnarleikurinn var oft í hávegum hafður og lið voru ekkert mikið fyrir að spila fótbolta. Að þessu sinni fer mótið þó bara mjög vel af stað og mun fleiri mörk líta dagsins ljós. Liðin koma vel undan vetri, leikirnir eru opnari og skemmtilegri, nýjar "stjörnur" hafa fæðst og liðin virðast njóta þess til hins ítrasta að spila fótbolta... flest þeirra að minnsta kosti. Flæði erlendra leikmanna hefur sett sinn svip á Íslandsmótið en deila má um hvort það er af hinu góða eða slæma. Ef réttu leikmennirnir fást setja þeir mjög skemmtilegan lit á mótið en ljóst er að sum lið þurfa að líta í eigin barm og vanda valið þegar kemur að þessum málum. Þessir erlendu leikmenn verða að vera betri en þeir leikmenn sem fyrir eru en ekki hindra það að ungir íslenskir leikmenn geti sýnt sig og sannað. Borgvardt og Nielsen hjá FH hafa verið meðal allra bestu leikmanna Íslandsmótsins síðustu ár og eru önnur lið í örvæntingarfullri tilraun til að fá sama happdrættisvinning og Fimleikafélagið fékk. Eftir fyrstu umferðir mótsins eru nokkrir erlendir leikmenn sem standa upp úr, þriðji Daninn hjá FH er feikilega öflugur leikmaður með frábærar spyrnur og Framarar virðast hafa náð í góða útlendinga svo einhverjir séu nefndir. Á móti er hægt að nefna fjölda leikmanna sem virðast lítið geta til að bæta þau lið sem þeir eru hjá. Til að mynda var Þróttur með tvo erlenda leikmenn á varamannabekk sínum í síðasta leik meðan allir byrjunarliðsmennirnir voru íslenskir. Mótið er stutt, aðeins átján leikir. Lítið má út af bregða til að lenda í ógöngum og virðast íslenskir þjálfarar ekki þora að tefla fram ungum leikmönnum með litla sem enga reynslu af meistaraflokki. Á þessu eru þó til undantekningar og hafa ungir leikmenn látið til sín taka í byrjun móts. Gunnar Kristjánsson hjá KR skapar mikla hættu með hraða sínum og hefur heillað marga stuðningsmenn liðsins, Heiðar Geir Júlíusson hefur átt góðar innkomur hjá Fram með baráttuvilja og hraða og þá hefur Ragnar Sigurðsson, leikmaður Fylkis, varla stigið feilspor það sem af er móti svo einhverjir séu nefndir. Já, það er gaman, eftir vonbrigðin síðasta sumar er íslenski boltinn risinn aftur upp af krafti og fullt af ljósum punktum. Ekkert markalaust jafntefli hefur enn litið dagsins ljós þegar þessi orð eru skrifuð og skulum við bara vona að þetta haldi áfram á þessari braut. Það eina sem gæti skemmt eitthvað gamanið væri það ef spennan um dolluna góðu yrði einfaldlega ekki til staðar. Eins og þetta fer af stað þá óttast ég það... eða ég er eiginlega viss um það! FH-ingar bera höfuð og herðar yfir önnur lið og eru líklegir til að rúlla þessu upp, hafa feikilega sterkan leikmannahóp og spila oft á tíðum glimrandi bolta. Þó þeir stingi líklegast af á maður bara að njóta þess að horfa á skemmtilegan sóknarfótbolta hér á landi meðan hann er til staðar. Ég vonast eftir að þetta haldi áfram á sömu braut, við munum eiga von á enn fleiri mörkum og toppknattspyrnusumar er nýfarið af stað. Elvar Geir Magnússon -elvar@frettabladid.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gestapennar Í brennidepli Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Íslenski fótboltinn er farinn af stað þetta árið og eins og vanalega eru viðbrigðin talsverð fyrir hinn almenna boltafíkil sem hefur verið límdur fyrir framan skjáinn nánast hverja einustu helgi í vetur. Maður er búinn að dvelja mikið í sófanum og fylgjast grannt með bestu knattspyrnumönnum heims undanfarna mánuði, svo skyndilega fer maður að mæta á leiki í kulda og roki á völlum þar sem áhorfendur (oft fáir) virðast halda að þeir séu staddir í leikhúsi. Það er samt alltaf viss sjarmi yfir íslenska fótboltanum og skemmtilegt andrúmsloft sem skapast þennan stutta tíma á ári sem fótboltamenn landsins hópast á grasvellina og sparka eins og þeir eigi lífið að leysa. Svona gengur þetta fyrir sig ár eftir ár, það eru alltaf svipað mikil viðbrigði að skipta frá Meistaradeildinni og stærstu deildum Evrópu yfir í íslenska fótboltann. Maður hélt að þetta myndi aldrei venjast. Þetta árið virðist þó farið að birta ansi mikið til og viðbrigðin eru ekki nærri því jafn mikil og oft áður. Íslandsmótið í fyrra olli mörgum manninum miklum vonbrigðum, varnarleikurinn var oft í hávegum hafður og lið voru ekkert mikið fyrir að spila fótbolta. Að þessu sinni fer mótið þó bara mjög vel af stað og mun fleiri mörk líta dagsins ljós. Liðin koma vel undan vetri, leikirnir eru opnari og skemmtilegri, nýjar "stjörnur" hafa fæðst og liðin virðast njóta þess til hins ítrasta að spila fótbolta... flest þeirra að minnsta kosti. Flæði erlendra leikmanna hefur sett sinn svip á Íslandsmótið en deila má um hvort það er af hinu góða eða slæma. Ef réttu leikmennirnir fást setja þeir mjög skemmtilegan lit á mótið en ljóst er að sum lið þurfa að líta í eigin barm og vanda valið þegar kemur að þessum málum. Þessir erlendu leikmenn verða að vera betri en þeir leikmenn sem fyrir eru en ekki hindra það að ungir íslenskir leikmenn geti sýnt sig og sannað. Borgvardt og Nielsen hjá FH hafa verið meðal allra bestu leikmanna Íslandsmótsins síðustu ár og eru önnur lið í örvæntingarfullri tilraun til að fá sama happdrættisvinning og Fimleikafélagið fékk. Eftir fyrstu umferðir mótsins eru nokkrir erlendir leikmenn sem standa upp úr, þriðji Daninn hjá FH er feikilega öflugur leikmaður með frábærar spyrnur og Framarar virðast hafa náð í góða útlendinga svo einhverjir séu nefndir. Á móti er hægt að nefna fjölda leikmanna sem virðast lítið geta til að bæta þau lið sem þeir eru hjá. Til að mynda var Þróttur með tvo erlenda leikmenn á varamannabekk sínum í síðasta leik meðan allir byrjunarliðsmennirnir voru íslenskir. Mótið er stutt, aðeins átján leikir. Lítið má út af bregða til að lenda í ógöngum og virðast íslenskir þjálfarar ekki þora að tefla fram ungum leikmönnum með litla sem enga reynslu af meistaraflokki. Á þessu eru þó til undantekningar og hafa ungir leikmenn látið til sín taka í byrjun móts. Gunnar Kristjánsson hjá KR skapar mikla hættu með hraða sínum og hefur heillað marga stuðningsmenn liðsins, Heiðar Geir Júlíusson hefur átt góðar innkomur hjá Fram með baráttuvilja og hraða og þá hefur Ragnar Sigurðsson, leikmaður Fylkis, varla stigið feilspor það sem af er móti svo einhverjir séu nefndir. Já, það er gaman, eftir vonbrigðin síðasta sumar er íslenski boltinn risinn aftur upp af krafti og fullt af ljósum punktum. Ekkert markalaust jafntefli hefur enn litið dagsins ljós þegar þessi orð eru skrifuð og skulum við bara vona að þetta haldi áfram á þessari braut. Það eina sem gæti skemmt eitthvað gamanið væri það ef spennan um dolluna góðu yrði einfaldlega ekki til staðar. Eins og þetta fer af stað þá óttast ég það... eða ég er eiginlega viss um það! FH-ingar bera höfuð og herðar yfir önnur lið og eru líklegir til að rúlla þessu upp, hafa feikilega sterkan leikmannahóp og spila oft á tíðum glimrandi bolta. Þó þeir stingi líklegast af á maður bara að njóta þess að horfa á skemmtilegan sóknarfótbolta hér á landi meðan hann er til staðar. Ég vonast eftir að þetta haldi áfram á sömu braut, við munum eiga von á enn fleiri mörkum og toppknattspyrnusumar er nýfarið af stað. Elvar Geir Magnússon -elvar@frettabladid.is
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun