Miami 2 - Detroit 2 1. júní 2005 00:01 Meistarar Detroit Pistons létu ekki fjölmiðlafárið í kring um yfirvofandi brotthvarf þjálfara síns á sig fá í gær og jöfnuðu metin í einvíginu við Miami Heat með 106-96 sigri í nótt. Richard Hamilton fór mikinn á báðum endum vallarins og heimamenn nýttu sér villuvandræði Shaquille O´Neal. Rétt eins og í síðustu umferð, náðu Pistons að jafna metin eftir að hafa lent undir 2-1 og halda nú niður til Flórída í þriðja leikinn, sem sýndur verður beint á Sýn á fimmtudagskvöldið. "Við höfum bara áhyggjur af Miami Heat núna og okkur er alveg sama hvað þjálfari okkar er að gera. Við erum að reyna að verja titilinn og höfum engann tíma til að velta okkur upp úr því hvað þjálfarinn er að gera, það er seinni tíma vandamál," sagði Chauncey Billups. Detroit missti boltann ekki einu sinni í fyrri hálfleiknum í gær og léku sinn besta leik í seríunni. Richard Hamilton spilaði góða vörn á Dwayne Wade og hélt honum í "aðeins" 28 stigum. "Það var allt annað að sjá til strákanna í leiknum í gær og nú þurfum við að finna leið til að vinna á útivelli til að snúa einvíginu okkur í hag," sagði Larry Brown, þjálfari Indiana. Það er jafnan til marks um að Detroit sé að leika vel þegar Darko Milicic fær að koma inná og hann fékk að spila heilar 93 sekúndur í leiknum í gær, sínar fyrstu í seríunni. "Stóru mennirnir þeirra léku vel í kvöld og við áttum ekkert svar við þeim. Þetta var frábær leikur af þeirra hálfu," sagði Stan Van Gundy, þjálfari Miami. Dwayne Wade vildi ekki gera mikið úr varnarleiknum sem Richard Hamilton spilaði á hann og sagðist eiga sökina sjálfur. "Ég fékk öll þau skot sem ég vildi í leiknum, en náði bara ekki að nýta þau," sagði hin unga stjarna eftir leikinn. Þetta var fyrsta tap Miami á útivelli í úrslitakeppninni, en aðeins liði Los Angeles Lakers um aldarmótin tókst að fara í gegn um úrslitakeppnina ósigrað á útivellil þegar þeir urðu meistarar og unnu alla átta útileiki sína. Shaquille O´Neal, sem var burðarásinn í því liði, neitaði að tala við blaðamenn eftir leikinn í gær og bíður því eflaust með næsta gullkorn þangað til Miami vinnur aftur. Atkvæðamestir hjá Detroit:Rip Hamilton 28 stig (8 stoðs), Rasheed Wallace 20 stig, Chauncey Billups 17 stig (7 stoðs), Tayshaun Prince 15 stig (9 frák), Antonio McDyess 6 stig, Lindsey Hunter 6 stig, Carlos Arroyo 5 stig, Elden Campell 5 stig, Ben Wallace 4 stig (15 frák).Atkvæðamestir hjá Miami:Dwayne Wade 28 stig (6 stoðs), Udonis Haslem 14 stig (9 frák), Shaquille O´Neal 12 stig, Eddie Jones 11 stig (10 frák), Keyon Dooling 11 stig, Damon Jones 6 stig, Alonzo Mourning 4 stig (4 frák, 4 varin). NBA Mest lesið „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Dramatík á Hlíðarenda Handbolti Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Körfubolti „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Handbolti Fleiri fréttir Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Hér er allt mögulegt“ Dramatík á Hlíðarenda Van Dijk fær 68 milljónir á viku Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Eygló Fanndal Evrópumeistari Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Rekinn út af eftir 36 sekúndur Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn „Ég er alltaf stressuð“ Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Vonast til að gera íslensku þjóðina stolta Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Olga ætlar ekki í slag við Willum Sjá meira
Meistarar Detroit Pistons létu ekki fjölmiðlafárið í kring um yfirvofandi brotthvarf þjálfara síns á sig fá í gær og jöfnuðu metin í einvíginu við Miami Heat með 106-96 sigri í nótt. Richard Hamilton fór mikinn á báðum endum vallarins og heimamenn nýttu sér villuvandræði Shaquille O´Neal. Rétt eins og í síðustu umferð, náðu Pistons að jafna metin eftir að hafa lent undir 2-1 og halda nú niður til Flórída í þriðja leikinn, sem sýndur verður beint á Sýn á fimmtudagskvöldið. "Við höfum bara áhyggjur af Miami Heat núna og okkur er alveg sama hvað þjálfari okkar er að gera. Við erum að reyna að verja titilinn og höfum engann tíma til að velta okkur upp úr því hvað þjálfarinn er að gera, það er seinni tíma vandamál," sagði Chauncey Billups. Detroit missti boltann ekki einu sinni í fyrri hálfleiknum í gær og léku sinn besta leik í seríunni. Richard Hamilton spilaði góða vörn á Dwayne Wade og hélt honum í "aðeins" 28 stigum. "Það var allt annað að sjá til strákanna í leiknum í gær og nú þurfum við að finna leið til að vinna á útivelli til að snúa einvíginu okkur í hag," sagði Larry Brown, þjálfari Indiana. Það er jafnan til marks um að Detroit sé að leika vel þegar Darko Milicic fær að koma inná og hann fékk að spila heilar 93 sekúndur í leiknum í gær, sínar fyrstu í seríunni. "Stóru mennirnir þeirra léku vel í kvöld og við áttum ekkert svar við þeim. Þetta var frábær leikur af þeirra hálfu," sagði Stan Van Gundy, þjálfari Miami. Dwayne Wade vildi ekki gera mikið úr varnarleiknum sem Richard Hamilton spilaði á hann og sagðist eiga sökina sjálfur. "Ég fékk öll þau skot sem ég vildi í leiknum, en náði bara ekki að nýta þau," sagði hin unga stjarna eftir leikinn. Þetta var fyrsta tap Miami á útivelli í úrslitakeppninni, en aðeins liði Los Angeles Lakers um aldarmótin tókst að fara í gegn um úrslitakeppnina ósigrað á útivellil þegar þeir urðu meistarar og unnu alla átta útileiki sína. Shaquille O´Neal, sem var burðarásinn í því liði, neitaði að tala við blaðamenn eftir leikinn í gær og bíður því eflaust með næsta gullkorn þangað til Miami vinnur aftur. Atkvæðamestir hjá Detroit:Rip Hamilton 28 stig (8 stoðs), Rasheed Wallace 20 stig, Chauncey Billups 17 stig (7 stoðs), Tayshaun Prince 15 stig (9 frák), Antonio McDyess 6 stig, Lindsey Hunter 6 stig, Carlos Arroyo 5 stig, Elden Campell 5 stig, Ben Wallace 4 stig (15 frák).Atkvæðamestir hjá Miami:Dwayne Wade 28 stig (6 stoðs), Udonis Haslem 14 stig (9 frák), Shaquille O´Neal 12 stig, Eddie Jones 11 stig (10 frák), Keyon Dooling 11 stig, Damon Jones 6 stig, Alonzo Mourning 4 stig (4 frák, 4 varin).
NBA Mest lesið „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Dramatík á Hlíðarenda Handbolti Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Körfubolti „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Handbolti Fleiri fréttir Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Hér er allt mögulegt“ Dramatík á Hlíðarenda Van Dijk fær 68 milljónir á viku Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Eygló Fanndal Evrópumeistari Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Rekinn út af eftir 36 sekúndur Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn „Ég er alltaf stressuð“ Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Vonast til að gera íslensku þjóðina stolta Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Olga ætlar ekki í slag við Willum Sjá meira