Innlent

F-listi andvígur sölunni

Ólafur F. Magnússon, fulltrúi Frjálslynda flokksins í borgarstjórn, hefur lýst sig andvígan því að Reykjavíkurborg selji Heilsuverndarstöðina við Barónsstíg. Heilsuverndarstöðin hefur þjónað því hlutverki sem nafnið gefur til kynna í rúm 50 ár, allt frá árinu 1954. Ólafur átti sæti í stjórn heilsugæslunnar í tólf ár og kveðst hafa látið sig hlutverk Heilsuverndarstöðvarinnar mjög varða. "Ég hef flutt margar tillögur um málefni hennar í borgarstjórn. Mér finnst það mjög hart að frétta af sölu Heilsuverndarstöðvarinnar fyrst í fjölmiðlum án þess að hafa orðið var við nokkra umræðu um málið innan borgarkerfisins. Þó að heilbrigðismál séu á hendi ríkisvaldsins áttu fulltrúar borgarstjórnar lengi sæti í stjórn heilsugæslunnar og þeim kemur að sjálfsögðu mikið við hvernig staðið er að heilsugæslu í borginni. Það liggur fyrir að mjög mikilvægum þætti heilsuverndarstarfs í borginni er sinnt á Heilsuverndarstöðinni," segir Ólafur.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×