Frístundabyggð samþykkt 1. júní 2005 00:01 Stjórn Orkuveitunnar samþykkti á fundi sínum í gær að stofna hlutafélag um rekstur frístundabyggðar við Úlfljótsvatn í samvinnu við Klasa, dótturfélag Íslandsbanka. Eins og Fréttablaðið greindi frá í gær hefur hið nýja félag í hyggju að skipuleggja sex hundruð bústaða frístundabyggð í landi Úlfljótsvatns. Í hluthafasamningi félaganna tveggja segir meðal annars: "Stefnt skal að því að félagið annist skipulagningu jarðarinnar, mögulega uppbyggingu húsa á jörðinni, sölu þeirra og þjónusti frístundabyggðina." Alfreð Þorsteinsson, stjórnarformaður Orkuveitunnar, segir að þrátt fyrir þetta orðalag sé það ekki ætlunin að Orkuveitan byggi bústaðina sem eiga að rísa á landinu. "Þetta er sett þarna inn til að hafa alla möguleika fyrir hendi. Það er líka verið að hugsa að þarna geti risið einhvers konar þjónusta og þess vegna er þetta haft svona. Fyrst og fremst er verið að þróa svæði þar sem risið getur sumarhúsabyggð." Alfreð segir viðskiptaáætlun, sem fylgdi hluthafasamningnum, beri ekki með sér að ætlunin væri að nýja félagið hefði eignarhald á bústöðunum. Í áður nefndu hluthafasamkomulagi kemur fram að stefna hluthafa félagsins sé að stækka skipulags- og uppbyggingarsvæðið meðal annars með því að leita samninga um kaup á landi í nágrenni Úlfljótsvatns. Hin nýja frístundabyggð er alls tæplega fimmtán hundruð hektarar en ekki liggur fyrir með hvaða hætti selja á sumarhúsalöndin sem eiga að rísa né heldur hvað þau eiga að kosta. Í bókun meirihluta stjórnar Orkuveitunnar segir að tilgangurinn með verkefninu sé að skapa arð af landinu. Þá sé stefnt að því að gera landið aðlaðandi með því að skipuleggja það með þeim hætti sem fyrirhugað er, meðal annars með vegalagningu, bryggjum og golfaðstöðu. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins voru ýmsir möguleikar í umræðunni um aðkomu Orkuveitunnar að uppbyggingu svæðisins við Úlfljótsvatn. Meðal þeirra voru hugmyndir um að einstaklingum byðist kaupleiga á sumarhúsum. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Ríkissjórn Scholz er sprungin Erlent Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Varðað við ofsaveðri á Vestfjörðum og Norðurlandi Veður „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ Innlent Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent „Afskaplega slæmar fréttir fyrir heimshagkerfið“ Innlent „Hann kemur margfalt sterkari til leiks núna” Innlent Fleiri fréttir Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ „Kennarasambandi Íslands blöskrar afstaða viðsemjenda sinna“ „Hann kemur margfalt sterkari til leiks núna” Fleiri konur mættu í krabbameinsskimun í ár en í fyrra Söguleg endurkoma, súr kosningavaka og baráttuhugur Andlát af völdum fíkniefna og lyfja aldrei verið fleiri „Það styðja allir sitt fólk 100 prósent“ Segja umboð samninganefndar afdráttarlaust Segist sá sami í útlendingamálum og hann hafi alltaf verið Bjóða út gerð landfyllinga við Fossvogsbrú Ákærður fyrir hnefahögg á Lúx sem leiddi til dauða Baráttufundur en enginn samningafundur Trump áhrifameiri en nokkru sinni fyrr Foreldrar krefjast breytinga á verkfallinu fyrir helgi Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Kosningapallborð: Kristrún, Sigurður Ingi og Inga í kosningagír „Afskaplega slæmar fréttir fyrir heimshagkerfið“ Trump snýr aftur með öruggum sigri Veðurviðvaranir í kortunum Þungur dómur fyrir að drepa son sinn og reyna að drepa annan Skrifa skilaboð með báðum og stýra með hnéi Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Sjá meira
Stjórn Orkuveitunnar samþykkti á fundi sínum í gær að stofna hlutafélag um rekstur frístundabyggðar við Úlfljótsvatn í samvinnu við Klasa, dótturfélag Íslandsbanka. Eins og Fréttablaðið greindi frá í gær hefur hið nýja félag í hyggju að skipuleggja sex hundruð bústaða frístundabyggð í landi Úlfljótsvatns. Í hluthafasamningi félaganna tveggja segir meðal annars: "Stefnt skal að því að félagið annist skipulagningu jarðarinnar, mögulega uppbyggingu húsa á jörðinni, sölu þeirra og þjónusti frístundabyggðina." Alfreð Þorsteinsson, stjórnarformaður Orkuveitunnar, segir að þrátt fyrir þetta orðalag sé það ekki ætlunin að Orkuveitan byggi bústaðina sem eiga að rísa á landinu. "Þetta er sett þarna inn til að hafa alla möguleika fyrir hendi. Það er líka verið að hugsa að þarna geti risið einhvers konar þjónusta og þess vegna er þetta haft svona. Fyrst og fremst er verið að þróa svæði þar sem risið getur sumarhúsabyggð." Alfreð segir viðskiptaáætlun, sem fylgdi hluthafasamningnum, beri ekki með sér að ætlunin væri að nýja félagið hefði eignarhald á bústöðunum. Í áður nefndu hluthafasamkomulagi kemur fram að stefna hluthafa félagsins sé að stækka skipulags- og uppbyggingarsvæðið meðal annars með því að leita samninga um kaup á landi í nágrenni Úlfljótsvatns. Hin nýja frístundabyggð er alls tæplega fimmtán hundruð hektarar en ekki liggur fyrir með hvaða hætti selja á sumarhúsalöndin sem eiga að rísa né heldur hvað þau eiga að kosta. Í bókun meirihluta stjórnar Orkuveitunnar segir að tilgangurinn með verkefninu sé að skapa arð af landinu. Þá sé stefnt að því að gera landið aðlaðandi með því að skipuleggja það með þeim hætti sem fyrirhugað er, meðal annars með vegalagningu, bryggjum og golfaðstöðu. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins voru ýmsir möguleikar í umræðunni um aðkomu Orkuveitunnar að uppbyggingu svæðisins við Úlfljótsvatn. Meðal þeirra voru hugmyndir um að einstaklingum byðist kaupleiga á sumarhúsum.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Ríkissjórn Scholz er sprungin Erlent Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Varðað við ofsaveðri á Vestfjörðum og Norðurlandi Veður „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ Innlent Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent „Afskaplega slæmar fréttir fyrir heimshagkerfið“ Innlent „Hann kemur margfalt sterkari til leiks núna” Innlent Fleiri fréttir Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ „Kennarasambandi Íslands blöskrar afstaða viðsemjenda sinna“ „Hann kemur margfalt sterkari til leiks núna” Fleiri konur mættu í krabbameinsskimun í ár en í fyrra Söguleg endurkoma, súr kosningavaka og baráttuhugur Andlát af völdum fíkniefna og lyfja aldrei verið fleiri „Það styðja allir sitt fólk 100 prósent“ Segja umboð samninganefndar afdráttarlaust Segist sá sami í útlendingamálum og hann hafi alltaf verið Bjóða út gerð landfyllinga við Fossvogsbrú Ákærður fyrir hnefahögg á Lúx sem leiddi til dauða Baráttufundur en enginn samningafundur Trump áhrifameiri en nokkru sinni fyrr Foreldrar krefjast breytinga á verkfallinu fyrir helgi Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Kosningapallborð: Kristrún, Sigurður Ingi og Inga í kosningagír „Afskaplega slæmar fréttir fyrir heimshagkerfið“ Trump snýr aftur með öruggum sigri Veðurviðvaranir í kortunum Þungur dómur fyrir að drepa son sinn og reyna að drepa annan Skrifa skilaboð með báðum og stýra með hnéi Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Sjá meira