Í skólanum er skemmtilegt að vera 1. júní 2005 00:01 Í skólanum í skólanum er skemmtilegt að vera ... við lærum þar að lesa á blað, eignast vini, verða stór, bera ábyrgð á okkur, taka ákvarðanir. Í skólanum verðum við fullorðin. Hvert skólastig hefur sinn sjarma og því lýkur á mikilvægum skilum i í lífi okkar. Grunnskólanum lýkur við tólf ára aldur þegar bernskan nær hápunkti sínum, miðstiginu lýkur við sextán ára aldur þegar gelgjuskeiðið er blessunarlega að baki og á tuttugasta ári, þegar fullorðinsárin taka lögformlega við, lýkur framhaldsskólanum með ákveðinni vígsluathöfn og höfuðfati og ungmenni stígur út í lífið. Nú stendur til að riðla þessu kerfi. Stúdentsprófið á að taka á þremur árum og nítján ára unglingar eiga að ganga út í lífið, stytta á lífsleikninámið um heilt ár og senda fólk 20% verr undirbúið út í samfélagið. Það þykir ekki endilega jákvætt að nítján ára fólk flytjist úr foreldrahúsum, hvað þá úr landi og beri sjálft ábyrgð á sínu lífi og lífsaðferðum. Fólk um tvítugt hefur strax haft heilt ár í viðbót til að sækja skemmtistaði, fara á fyllerí og skrópa í skólanum og komast að því hversu fánýt slík hegðun er. Í ýmsum samanburðarlöndum okkar ljúka unglingar framhaldsskólanámi átján ára. Átján ára unglingar þar eru ekkert þroskaðri en átján ára unglingar hér. Fyrstu tvö árin til þriggja ára BA prófs í háskóla fara hjá þeim unglingum iðulega í það nákvæmlega sama og árin milli átján ára og tvítugs gera hérlendis. Vináttu, partístand, og almennt að bragða á lífinu og öllu sem það býður upp á. Lokapróf fyrsta stigs háskólans í þessum löndum er því jafngildi íslenska stúdentsprófsins enda þarf fólk ekki einu sinni að ákveða í hverju það hyggst taka háskólaprófið fyrr en á síðasta árinu. BA próf í þessum löndum er svo verðfallið að það er orðið jafngildi stúdentsprófsins hérlenda. Þróunin í þessum löndum hefur orðið sú að nú er fólk nánast ekki talið háskólamenntað nema það hafi Mastersgráðu og eina stigið þar fyrir ofan, sem má þá telja annað raunstig háskólanáms er þá doktorsnám. Stytting náms til stúdentsprófs mun gengisfella stúdentsprófið og öll önnur námsstig, bæði fyrir ofan og neðan. Fólk þarf ekki bara að geta leyst verkefnin af hendi heldur líka að hafa þroska til að taka ábyrgð á eigin námi og lífi. Nítján ára ungmenni hafa nýverið fengið að alvöru ökuskírteini og ekki mega þau ennþá kaupa og veita áfengi þó þau geri það eflaust óspart. Er ekki allt í lagi að leyfa fólki að vera ungt og uppgötva lífið í eitt ár í viðbót? Unglingsárin eru frábær og engin ástæða til að stytta þau. Og að öllum líkindum ekki hægt. Með styttingu framhaldsskólans er verið að færa þau inn í háskólann sem þarf að koma til móts við nemendur sína og íslenska BA prófið verður von bráðar orðið að unglingaprófi og jafn gengisfallið og í þeim löndum sem við berum okkur saman við. Er betra að hafa rándýra unglinga í Háskólanum en menntaskólum landsins? Leyfum æsku landsins að taka út eðlilegan þroska innan skólakerfisins. Í skólanum er skemmtilegt að vera. Og hvað liggur á? Brynhildur Björnsdóttirbrynhildurb@frettabladid.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Brynhildur Björnsdóttir Í brennidepli Mest lesið Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson skrifar Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Sjá meira
Í skólanum í skólanum er skemmtilegt að vera ... við lærum þar að lesa á blað, eignast vini, verða stór, bera ábyrgð á okkur, taka ákvarðanir. Í skólanum verðum við fullorðin. Hvert skólastig hefur sinn sjarma og því lýkur á mikilvægum skilum i í lífi okkar. Grunnskólanum lýkur við tólf ára aldur þegar bernskan nær hápunkti sínum, miðstiginu lýkur við sextán ára aldur þegar gelgjuskeiðið er blessunarlega að baki og á tuttugasta ári, þegar fullorðinsárin taka lögformlega við, lýkur framhaldsskólanum með ákveðinni vígsluathöfn og höfuðfati og ungmenni stígur út í lífið. Nú stendur til að riðla þessu kerfi. Stúdentsprófið á að taka á þremur árum og nítján ára unglingar eiga að ganga út í lífið, stytta á lífsleikninámið um heilt ár og senda fólk 20% verr undirbúið út í samfélagið. Það þykir ekki endilega jákvætt að nítján ára fólk flytjist úr foreldrahúsum, hvað þá úr landi og beri sjálft ábyrgð á sínu lífi og lífsaðferðum. Fólk um tvítugt hefur strax haft heilt ár í viðbót til að sækja skemmtistaði, fara á fyllerí og skrópa í skólanum og komast að því hversu fánýt slík hegðun er. Í ýmsum samanburðarlöndum okkar ljúka unglingar framhaldsskólanámi átján ára. Átján ára unglingar þar eru ekkert þroskaðri en átján ára unglingar hér. Fyrstu tvö árin til þriggja ára BA prófs í háskóla fara hjá þeim unglingum iðulega í það nákvæmlega sama og árin milli átján ára og tvítugs gera hérlendis. Vináttu, partístand, og almennt að bragða á lífinu og öllu sem það býður upp á. Lokapróf fyrsta stigs háskólans í þessum löndum er því jafngildi íslenska stúdentsprófsins enda þarf fólk ekki einu sinni að ákveða í hverju það hyggst taka háskólaprófið fyrr en á síðasta árinu. BA próf í þessum löndum er svo verðfallið að það er orðið jafngildi stúdentsprófsins hérlenda. Þróunin í þessum löndum hefur orðið sú að nú er fólk nánast ekki talið háskólamenntað nema það hafi Mastersgráðu og eina stigið þar fyrir ofan, sem má þá telja annað raunstig háskólanáms er þá doktorsnám. Stytting náms til stúdentsprófs mun gengisfella stúdentsprófið og öll önnur námsstig, bæði fyrir ofan og neðan. Fólk þarf ekki bara að geta leyst verkefnin af hendi heldur líka að hafa þroska til að taka ábyrgð á eigin námi og lífi. Nítján ára ungmenni hafa nýverið fengið að alvöru ökuskírteini og ekki mega þau ennþá kaupa og veita áfengi þó þau geri það eflaust óspart. Er ekki allt í lagi að leyfa fólki að vera ungt og uppgötva lífið í eitt ár í viðbót? Unglingsárin eru frábær og engin ástæða til að stytta þau. Og að öllum líkindum ekki hægt. Með styttingu framhaldsskólans er verið að færa þau inn í háskólann sem þarf að koma til móts við nemendur sína og íslenska BA prófið verður von bráðar orðið að unglingaprófi og jafn gengisfallið og í þeim löndum sem við berum okkur saman við. Er betra að hafa rándýra unglinga í Háskólanum en menntaskólum landsins? Leyfum æsku landsins að taka út eðlilegan þroska innan skólakerfisins. Í skólanum er skemmtilegt að vera. Og hvað liggur á? Brynhildur Björnsdóttirbrynhildurb@frettabladid.is
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar