Innlent

Framsókn í sögulegu lágmarki

Í nýjasta þjóðarpúlsi Gallup hlaut Framsóknarflokkurinn lægstu útkomu sem mælst hefur í skoðanakönnunum Gallup, en hann mældist með 8,5% fylgi. Áður hafði hann neðst mælst í 10 prósentum, en flokkurinn fékk 18 prósent atkvæða í síðustu kosningum. Fylgi við Samfylkinguna og Sjálfstæðisflokkinn jókst lítillega frá síðustu könnun. 38 prósent svarenda styðja Sjálfstæðisflokkinn og 34 prósent styðja Samfylkinguna. Fylgi Vinstri grænna er óbreytt í 15 prósentum og Frjálslyndi flokkurinn var með um 5% og breyttist lítið. Púlsinn var tekinn frá 27. apríl til 25. maí. Ríkisútvarpið greindi frá þessu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×