Dauðadómur eða endurfæðing? Þórlindur Kjartansson skrifar 2. júní 2005 00:01 Stofnun Evrópusambandsins og aukið samstarf milli ríkja álfunnar hefur hingað til verið til mikillar blessunar. Vitaskuld hefur ekki allt verið sem skyldi en hins vegar hafa öll helstu markmið samstarfsins náð fram að ganga, fyrst og fremst að ófriður milli ríkja innan bandalagsins er nánast óhugsandi. Það hefur hins vegar einkennt Evrópusambandið allt frá stofnun þess að með reglulegu millibili eru gerðar tilraunir til þess að binda aðildarríkjanna þéttari böndum. Eftir að svonenfndur stjórnarskrársáttmáli ESB var felldur í Frakklandi og Hollandi sér fyrir endann á einni slíkri bylgju. Almenningur í Evrópusambandslöndunum er að senda skilaboð um að hugmyndir valdhafanna séu allt aðrar en þeirra eigin. Sú gagnrýni á Evrópusambandið að það sé ólýðræðislegt á við töluverð rök að styðjast. Vald Evrópusambandsins er að stærstum hluta fengið frá ríkisstjórnum aðildarlandanna en efast má um þá hugmynd að stjórnvöldum sé í raun heimilt að framselja slíkt vald í þeim mæli sem gert hefur verið. Flest aðildarríki sambandins munu til að mynda samþykkja stjórnarskrársáttmálann án þess að leita samþykkis hjá almenningi. Þjóðþingin munu einfaldlega samþykkja plaggið hvort sem almenningi líkar það betur eða verr. Holland og Frakkland eru bæði meðal þeirra sex þjóða sem stofnuðu Evrópusambandið og hafa hingað til verið talin til þeirra sem lengst vilja ganga í að þjappa ríkjunum saman og gera sambandið smám saman líkar fullburða ríkjasambandi í ætt við Bandaríkin. Það að samrunaferlið skuli hrökkva í baklás í þessum tveimur ríkjum er því nokkuð sem hlýtur að valda því að valdakjarninn í ESB staldri við og hugsi sinn gang. Ef samrunaferlinu er þröngvað upp á almenning er hætta á því að smám saman brotni þolinmæðin og stjórnmálamenn sem vilja leysa upp sambandið nái fótfestu í aðildarlöndunum. Nú þegar er ljóst að franskir stjórnmálamenn munu bregðast við kosningunni með friðþægingarpólitík. Helstu umkvörtunarefnin gegn Evrópusambandinu í Frakklandi lúta að viðskiptafrelsi og því haldið fram að frjálshyggja og engilsaxneskur kapítalismi ráði öllu um stækkun og þróun Evrópusambandsins. Frakkar telja að ráð gegn þessu sé að flytja út sínar aðferðir við hagstjórn og velferð. Ef Evrópusambandið mun breyta áherslum sínum í þá veru að neyða önnur ríki til að taka upp vitleysuna sem viðgengst í frönsku efnahagslífi - í stað þess að Frakkar þurfi að hugsa sinn gang - þá er hætta á því að framtíð Evrópusambandsins sé ekki sérlega björt. Ef ráðandi öfl í Evrópusambandinu munu hins vegar halda áfram að beina sjónum sínum að fríverslunarþættinum í Evrópusamstarfinu en leyfir aðildarríkjunum að öðru leyti að marka sína eigin stefnu getur verið að áfallið sem varð í Hollandi og Frakklandi verði Evrópusambandinu til blessunar en ekki bölvunar. Þórlindur Kjartansson Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Í brennidepli Þórlindur Kjartansson Mest lesið Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson Skoðun Skoðun Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. skrifar Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Sjá meira
Stofnun Evrópusambandsins og aukið samstarf milli ríkja álfunnar hefur hingað til verið til mikillar blessunar. Vitaskuld hefur ekki allt verið sem skyldi en hins vegar hafa öll helstu markmið samstarfsins náð fram að ganga, fyrst og fremst að ófriður milli ríkja innan bandalagsins er nánast óhugsandi. Það hefur hins vegar einkennt Evrópusambandið allt frá stofnun þess að með reglulegu millibili eru gerðar tilraunir til þess að binda aðildarríkjanna þéttari böndum. Eftir að svonenfndur stjórnarskrársáttmáli ESB var felldur í Frakklandi og Hollandi sér fyrir endann á einni slíkri bylgju. Almenningur í Evrópusambandslöndunum er að senda skilaboð um að hugmyndir valdhafanna séu allt aðrar en þeirra eigin. Sú gagnrýni á Evrópusambandið að það sé ólýðræðislegt á við töluverð rök að styðjast. Vald Evrópusambandsins er að stærstum hluta fengið frá ríkisstjórnum aðildarlandanna en efast má um þá hugmynd að stjórnvöldum sé í raun heimilt að framselja slíkt vald í þeim mæli sem gert hefur verið. Flest aðildarríki sambandins munu til að mynda samþykkja stjórnarskrársáttmálann án þess að leita samþykkis hjá almenningi. Þjóðþingin munu einfaldlega samþykkja plaggið hvort sem almenningi líkar það betur eða verr. Holland og Frakkland eru bæði meðal þeirra sex þjóða sem stofnuðu Evrópusambandið og hafa hingað til verið talin til þeirra sem lengst vilja ganga í að þjappa ríkjunum saman og gera sambandið smám saman líkar fullburða ríkjasambandi í ætt við Bandaríkin. Það að samrunaferlið skuli hrökkva í baklás í þessum tveimur ríkjum er því nokkuð sem hlýtur að valda því að valdakjarninn í ESB staldri við og hugsi sinn gang. Ef samrunaferlinu er þröngvað upp á almenning er hætta á því að smám saman brotni þolinmæðin og stjórnmálamenn sem vilja leysa upp sambandið nái fótfestu í aðildarlöndunum. Nú þegar er ljóst að franskir stjórnmálamenn munu bregðast við kosningunni með friðþægingarpólitík. Helstu umkvörtunarefnin gegn Evrópusambandinu í Frakklandi lúta að viðskiptafrelsi og því haldið fram að frjálshyggja og engilsaxneskur kapítalismi ráði öllu um stækkun og þróun Evrópusambandsins. Frakkar telja að ráð gegn þessu sé að flytja út sínar aðferðir við hagstjórn og velferð. Ef Evrópusambandið mun breyta áherslum sínum í þá veru að neyða önnur ríki til að taka upp vitleysuna sem viðgengst í frönsku efnahagslífi - í stað þess að Frakkar þurfi að hugsa sinn gang - þá er hætta á því að framtíð Evrópusambandsins sé ekki sérlega björt. Ef ráðandi öfl í Evrópusambandinu munu hins vegar halda áfram að beina sjónum sínum að fríverslunarþættinum í Evrópusamstarfinu en leyfir aðildarríkjunum að öðru leyti að marka sína eigin stefnu getur verið að áfallið sem varð í Hollandi og Frakklandi verði Evrópusambandinu til blessunar en ekki bölvunar. Þórlindur Kjartansson
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun