Erlent

Eldflaugum skotið í Sýrlandi

Sýrlendingar skutu á loft þremur Sködd-eldflaugum í síðustu viku að sögn ísraelsku herstjórnarinnar. Ein flaugin brotlenti í Tyrklandi. Sködd-flaugarnar eru notaðar til að flytja efnavopn en ekkert slíkt var um borð í flaugunum sem Sýrlendingar skutu. Slíkar flaugar voru mikið notaðar í báðum Persaflóastríðunum og Írakar skutu mörgum slíkum á Ísrael til þess að reyna að draga Ísraela inn í stríðið. Ísraelar fylgjast vel með eldflaugaskotum nágrannaríkja sinna og eru lítt hrifnir af því að þeir skuli vera að prófa sig áfram með efnavopnasendingar. Tyrkneski sendiherrann í Washington hefur staðfest að ein eldflaugin hafi brotlent í heimalandi hans. Ekkert tjón hefði þó orðið. Hann sagði að Sýrlendingar hefðu þegar beðist afsökunar á þessum atburði og að málinu væri þar með lokið. Sködd-flaugarnar eru rússneskar að uppruna en hafa verið mikið endurbættar með tækni frá Norður-Kóreu sem hefur lagt mikla áherslu á eldflaugasmíði undanfarin ár. Flaugarnar draga allt að sjö hundruð kílómetrum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×