Erlent

Rumsfeld snuprar Kínverja

Donald Rumsfeld, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, snupraði Kínverja á ráðstefnu um öryggismál í Singapúr í dag. Hann sagði Kínverja vera ógn við öryggi í Asíu vegna þess hve miklu fjármagni þeir eyði í hervarnir landsins og að koma sér upp þróuðum vopnum. Rumsfeld nefndi sérstaklega hundruð flugskeyta sem Kínverjar hafa sett upp í landinu og beint er í átt að Taívan. Fulltrúi kínverska utanríkisráðuneytisins sem staddur er á ráðstefnunni sagði við fjölmiðla að lokinni ræðu Rumsfelds að Bandaríkjmenn ættu frekar að líta í eigin barm en vera að gagnrýna aðrar þjóðir fyrir að efla heimavarnir sínar. Stórveldið í vestri eyddi nefnilega þjóða mest í þeim málaflokki.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×