Innlent

Biðst afsökunar vegna Gunnars

Guðjón Arnar Kristjánsson, formaður Frjálslynda flokksins, biður kjósendur flokksins afsökunar á því að Gunnar Örn Örlygsson hafi hætt þingmennsku fyrir flokkinn. Þetta gerir Guðjón í leiðara Gullkistunnar, málgagns Frjálslynda flokksins, sem kom út dag. Guðjón segir að sinnaskipti að Gunnars hafi komið mjög á óvart, en að tveimur tímum áður en hann hafi tilkynnt um úrsögn sína úr flokknum hafi þeir tveir rætt um þátttöku Gunnars í eldhúsdagsumræðum á Alþingi 10. maí síðastliðinn. Guðjón segist hafa beðið Gunnar um að hugsa málið betur en síðan þá hafi hann fengið allar fréttir af honum í gegnum fjölmiðla, þar með taldar fréttir af vistaskiptum yfir í Sjálfstæðisflokkinn. Biður hann kjósendur Frjálslynda flokksins afsökunar á hverflyndi þingmannsins sem hafi verið treyst til trúnaðarstarfa fyrir flokkinn og þykir leitt að hafa ekki getað látið þá vita um þessa atburði áður en fjölmiðlar gerðu þá opinbera. Guðjón óskar þó Gunnari Örlygssyni velfarnaðar í lífinu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×