Afhverju þessi slæma ímynd? 5. júní 2005 00:01 "Ég er jafnréttissinni en ég er sko alls enginn feministi!!" Þetta eru orð sem heyrast allt of oft koma út úr skoltinum á ólíklegasta fólki og alveg jafn mikið er um þessa ranghugmynd hjá bæði konum og körlum. Feminismi er skilgreindur af Feministafélagi Íslands þannig að sá sem áttar sig á því að jafnrétti hefur ekki enn verið náð og vill leggja sitt af mörkum til að sjá breytingar til hins betra, er feministi. Í orðabókum er feminismi oftast skilgreindur þannig að sá sem vill að konur og karlar fái jöfn tækifæri á öllum sviðum sé feministi. Hvað er þetta annað en að vera jafnréttissinni og hvað í ósköpunum er slæmt við það? Það er hreint og beint sorglegt að heyra fólk lýsa yfir neikvæðu áliti á feminisma, sérstaklega ungar stúlkur. Það virðist vera að þær átti sig ekki einu sinni á því hvað feministar fortíðarinnar hafa gert mikið fyrir þær. Þær eiga að vera þakklátar, því hvar væru konur án feminisma? Væru ungar stúlkur kannski enn að þrífa húsin með mæðrum sínum í stað þess að ganga í skóla með drengjunum? Væru konur nútíðarinnar enn taldar óhæfar til að eiga eignir eða ráða yfir fjármunum sínum? Mættu konur ekki kjósa? Jú, sú er einmitt raunin. Þetta eru réttindi sem feministar hafa barist fyrir í aldanna rás og þetta eru nokkur atriði af mörgum sem þeir hafa fengið breytt. Af hverju þá þessi slæma ímynd? Af hverju fordæmir fólk hópa sem berjast fyrir mannréttindum eins og þessum? Ég hef nokkrum sinnum heyrt einstaklinga lýsa yfir vandlætingu sinni á einstökum aðgerðum Feministafélagsins sem ég hef reyndar persónulega alls ekkert út á að setja þar sem ég tel að róttækar aðgerðir þurfi til að breytingar náist. En hins vegar dæmir fólk allan hópinn út frá einstakri aðgerð og alla hugmyndafræðina á bak við hugtakið feminismi. Ég tel það rangt að draga ályktanir á þennan hátt. Málið er að feministar eru jafn ólíkir og þeir eru margir og alls ekkert allir sammála um hvern einn og einasta hlut. Ef hins vegar einstaklingur er sammála skilgreiningunni hér fyrir ofan um feminisma, þá er hinn sami feministi. Viltu jafnrétti? Viltu gera eitthvað til þess að karlmenn og konur hafi jöfn tækifæri og ekki halli á annað kynið? Þá ertu feministi og þú skalt ekki voga þér að skammast þín fyrir að flokkast undir þá skilgreiningu. Berðu nafnbótina með stolti! Það sem virkilega skortir að mínu mati er fræðsla í skólum um feminisma. Ég lærði varla neitt um feminisma í skóla, hvorki grunnskóla né framhaldsskóla nema ég sæktist sérstaklega eftir því. Fyrir utan stutta umfjöllun um Bríeti Bjarnhéðinsdóttur og það er einfaldlega ekki nóg þó svo að stórkostlegur kvenskörungur hafi verið þar á ferð. Það þarf að útrýma þeim miklu fordómum sem feministar þurfa að lifa við. Fordómar spretta upp vegna vanþekkingar og einskis annars og þess vegna er nauðsynlegt að fræða krakka um grundvallarhugmyndir feminisma. Fyrir stuttu skrifaði ég grein um fegurðarsamkeppnir og gagnrýndi þær. Umsvifalaust var ég í kommentum á vefnum stimpluð gömul, feit, ljót, bitur og að sjálfsögðu feministi. Einungis það síðastnefnda er sannleikanum samkvæmt og það virtist óhjákvæmilegt að orðin feit, ljót, bitur og gömul fylgdu feministastimplinum. Ég er aðeins 22 ára gömul, sennilega undir kjörþyngd ef eitthvað er og alls ekkert ljótari en annað fólk að ég tel. Það er ekki aðeins feitt fólk sem gagnrýnir staðalímyndir. Það er ekki einungis ljótt og biturt fólk sem sér hið fáránlega við fegurðarsamkeppnir og það er ekki einungis gamalt fólk sem hefur gagnrýna hugsun og skoðanir sem það er óhrætt við að láta í ljós. Feministar eru heldur ekki einungis konur og þeir berjast ekki bara fyrir réttindum kvenna. Þeir berjast fyrir jafnrétti, sem fæst einungis með því að berjast fyrir réttindum þeirra sem hallar á. Því miður eru það í allt of mörgum og jafnvel flestum tilfellum konur. Feministar eiga hvorki fordóma né neikvætt viðhorf skilið. Borghildur Gunnarsdóttir -hilda@frettabladid.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Borghildur Gunnarsdóttir Í brennidepli Mest lesið Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson Skoðun Skoðun Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason skrifar Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson skrifar Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Skoðun Að gera ráð fyrir frelsi Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Að þekkja sín takmörk Heiðar Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind og dómgreind Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Fjárfesting í réttindum barna bætir fjárhag sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Á að takmarka samfélagsmiðlanotkun barna? María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson skrifar Skoðun Hvað er í gangi? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Lausnir í leikskólamálum Kristín Thoroddsen skrifar Sjá meira
"Ég er jafnréttissinni en ég er sko alls enginn feministi!!" Þetta eru orð sem heyrast allt of oft koma út úr skoltinum á ólíklegasta fólki og alveg jafn mikið er um þessa ranghugmynd hjá bæði konum og körlum. Feminismi er skilgreindur af Feministafélagi Íslands þannig að sá sem áttar sig á því að jafnrétti hefur ekki enn verið náð og vill leggja sitt af mörkum til að sjá breytingar til hins betra, er feministi. Í orðabókum er feminismi oftast skilgreindur þannig að sá sem vill að konur og karlar fái jöfn tækifæri á öllum sviðum sé feministi. Hvað er þetta annað en að vera jafnréttissinni og hvað í ósköpunum er slæmt við það? Það er hreint og beint sorglegt að heyra fólk lýsa yfir neikvæðu áliti á feminisma, sérstaklega ungar stúlkur. Það virðist vera að þær átti sig ekki einu sinni á því hvað feministar fortíðarinnar hafa gert mikið fyrir þær. Þær eiga að vera þakklátar, því hvar væru konur án feminisma? Væru ungar stúlkur kannski enn að þrífa húsin með mæðrum sínum í stað þess að ganga í skóla með drengjunum? Væru konur nútíðarinnar enn taldar óhæfar til að eiga eignir eða ráða yfir fjármunum sínum? Mættu konur ekki kjósa? Jú, sú er einmitt raunin. Þetta eru réttindi sem feministar hafa barist fyrir í aldanna rás og þetta eru nokkur atriði af mörgum sem þeir hafa fengið breytt. Af hverju þá þessi slæma ímynd? Af hverju fordæmir fólk hópa sem berjast fyrir mannréttindum eins og þessum? Ég hef nokkrum sinnum heyrt einstaklinga lýsa yfir vandlætingu sinni á einstökum aðgerðum Feministafélagsins sem ég hef reyndar persónulega alls ekkert út á að setja þar sem ég tel að róttækar aðgerðir þurfi til að breytingar náist. En hins vegar dæmir fólk allan hópinn út frá einstakri aðgerð og alla hugmyndafræðina á bak við hugtakið feminismi. Ég tel það rangt að draga ályktanir á þennan hátt. Málið er að feministar eru jafn ólíkir og þeir eru margir og alls ekkert allir sammála um hvern einn og einasta hlut. Ef hins vegar einstaklingur er sammála skilgreiningunni hér fyrir ofan um feminisma, þá er hinn sami feministi. Viltu jafnrétti? Viltu gera eitthvað til þess að karlmenn og konur hafi jöfn tækifæri og ekki halli á annað kynið? Þá ertu feministi og þú skalt ekki voga þér að skammast þín fyrir að flokkast undir þá skilgreiningu. Berðu nafnbótina með stolti! Það sem virkilega skortir að mínu mati er fræðsla í skólum um feminisma. Ég lærði varla neitt um feminisma í skóla, hvorki grunnskóla né framhaldsskóla nema ég sæktist sérstaklega eftir því. Fyrir utan stutta umfjöllun um Bríeti Bjarnhéðinsdóttur og það er einfaldlega ekki nóg þó svo að stórkostlegur kvenskörungur hafi verið þar á ferð. Það þarf að útrýma þeim miklu fordómum sem feministar þurfa að lifa við. Fordómar spretta upp vegna vanþekkingar og einskis annars og þess vegna er nauðsynlegt að fræða krakka um grundvallarhugmyndir feminisma. Fyrir stuttu skrifaði ég grein um fegurðarsamkeppnir og gagnrýndi þær. Umsvifalaust var ég í kommentum á vefnum stimpluð gömul, feit, ljót, bitur og að sjálfsögðu feministi. Einungis það síðastnefnda er sannleikanum samkvæmt og það virtist óhjákvæmilegt að orðin feit, ljót, bitur og gömul fylgdu feministastimplinum. Ég er aðeins 22 ára gömul, sennilega undir kjörþyngd ef eitthvað er og alls ekkert ljótari en annað fólk að ég tel. Það er ekki aðeins feitt fólk sem gagnrýnir staðalímyndir. Það er ekki einungis ljótt og biturt fólk sem sér hið fáránlega við fegurðarsamkeppnir og það er ekki einungis gamalt fólk sem hefur gagnrýna hugsun og skoðanir sem það er óhrætt við að láta í ljós. Feministar eru heldur ekki einungis konur og þeir berjast ekki bara fyrir réttindum kvenna. Þeir berjast fyrir jafnrétti, sem fæst einungis með því að berjast fyrir réttindum þeirra sem hallar á. Því miður eru það í allt of mörgum og jafnvel flestum tilfellum konur. Feministar eiga hvorki fordóma né neikvætt viðhorf skilið. Borghildur Gunnarsdóttir -hilda@frettabladid.is
„Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun
Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun
Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar
Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar
Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
„Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun
Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun