Segir sameiningu raunhæfa 6. júní 2005 00:01 Sameina á sveitarfélögin sjö á höfuðborgarsvæðinu, það er bæði raunhæft og skynsamlegt að mati Ólafs F. Magnússonar borgarfulltrúa. Hann ætlar að flytja tillögu þess efnis í borgarstjórn í haust. Sveitarfélögin sem um ræðir eru Reykjavík, Seltjarnarnes, Mosfellsbær, Kópavogur, Garðabær, Álftanes og Hafnarfjörður. Ólafur vekur athygli á þessu í tengslum við eyjabyggðahugmyndir Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Hann segir að ef höfuðborgarsvæðið verði skipulagt sem heild verði engin umtalsverð landþrengsli til staðar og þá þurfi ekki að ráðast í jafnörvæntingarfullt útspil og Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt fram. Það sé alltof dýrt og umferðarlega óleysanlegt að setja 20 þúsund manna byggð fyrir vestan núverandi byggð á höfuðborgarsvæðinu. Ólafur segir þetta í anda þess sem sveitarfélög sem búi við landþrengsli hafi gripið til, eins og Seltjarnarnes og Kópavogur. Þau ætli að skipuleggja svæði sem alls ekki megi leggja undir byggð og séu sameiginleg útivistarsvæði alls höfuðborgarsvæðisins. Ólafur segist vonast til að menn beri gæfu til að gæta að heildarhagsmununum og hafa framtíðarsýn. Hann segir þessa hugmynd sína raunhæfa. Hún sé hin eina rétta framtíðarsýn fyrir skipulagsmál á höfuðborgarsvæðinu og ef sveitarstjórnarmenn beri ekki gæfu til þess að breyta á þennan veg fyrir hönd umbjóðenda sinna verði Alþingi að taka af skarið og klára þetta mál á allra næstu árum. Ólafur er ekki viss um nægilegur vilji sé innan sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu að sameinast, þar vilji menn halda sínum smákóngavöldum. Hann segir að ef takist að koma í veg fyrir dýrkeypt mistök eins og víða séu í burðarliðnum megi með sameiningu spara mikið. Hann segir til dæmis eyjabyggðahugmynd Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík fallega á pappírunum en við nánari athugun sé hún ómöguleg með tilliti til umferðar og fleira. Hann bendir til dæmis á að bara landfyllingin vegna eyjabyggðar myndi kosta um 20 milljarða króna sem gerir um milljón á hvern íbúa. Og Ólafur ætlar að ýta sameiningunni af stað. Hann segist heldur búast við því að hann flytji tillögu í borgarstjórn í haust að Reykjavíkurborg hafi frumkvæði að því að óska eftir viðræðum við hin sveitarfélögin um þessi mál. Þetta sé á stefnuskrá frjálslyndra og þeir muni reyna að fylgja eftir sinni stefnu á þessu kjörtímabili. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Ríkissjórn Scholz er sprungin Erlent Varðað við ofsaveðri á Vestfjörðum og Norðurlandi Veður „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ Innlent Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent „Hann kemur margfalt sterkari til leiks núna” Innlent „Kennarasambandi Íslands blöskrar afstaða viðsemjenda sinna“ Innlent Fleiri fréttir Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ „Kennarasambandi Íslands blöskrar afstaða viðsemjenda sinna“ „Hann kemur margfalt sterkari til leiks núna” Fleiri konur mættu í krabbameinsskimun í ár en í fyrra Söguleg endurkoma, súr kosningavaka og baráttuhugur Andlát af völdum fíkniefna og lyfja aldrei verið fleiri „Það styðja allir sitt fólk 100 prósent“ Segja umboð samninganefndar afdráttarlaust Segist sá sami í útlendingamálum og hann hafi alltaf verið Bjóða út gerð landfyllinga við Fossvogsbrú Ákærður fyrir hnefahögg á Lúx sem leiddi til dauða Baráttufundur en enginn samningafundur Trump áhrifameiri en nokkru sinni fyrr Foreldrar krefjast breytinga á verkfallinu fyrir helgi Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Kosningapallborð: Kristrún, Sigurður Ingi og Inga í kosningagír „Afskaplega slæmar fréttir fyrir heimshagkerfið“ Trump snýr aftur með öruggum sigri Veðurviðvaranir í kortunum Þungur dómur fyrir að drepa son sinn og reyna að drepa annan Skrifa skilaboð með báðum og stýra með hnéi Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Sjá meira
Sameina á sveitarfélögin sjö á höfuðborgarsvæðinu, það er bæði raunhæft og skynsamlegt að mati Ólafs F. Magnússonar borgarfulltrúa. Hann ætlar að flytja tillögu þess efnis í borgarstjórn í haust. Sveitarfélögin sem um ræðir eru Reykjavík, Seltjarnarnes, Mosfellsbær, Kópavogur, Garðabær, Álftanes og Hafnarfjörður. Ólafur vekur athygli á þessu í tengslum við eyjabyggðahugmyndir Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Hann segir að ef höfuðborgarsvæðið verði skipulagt sem heild verði engin umtalsverð landþrengsli til staðar og þá þurfi ekki að ráðast í jafnörvæntingarfullt útspil og Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt fram. Það sé alltof dýrt og umferðarlega óleysanlegt að setja 20 þúsund manna byggð fyrir vestan núverandi byggð á höfuðborgarsvæðinu. Ólafur segir þetta í anda þess sem sveitarfélög sem búi við landþrengsli hafi gripið til, eins og Seltjarnarnes og Kópavogur. Þau ætli að skipuleggja svæði sem alls ekki megi leggja undir byggð og séu sameiginleg útivistarsvæði alls höfuðborgarsvæðisins. Ólafur segist vonast til að menn beri gæfu til að gæta að heildarhagsmununum og hafa framtíðarsýn. Hann segir þessa hugmynd sína raunhæfa. Hún sé hin eina rétta framtíðarsýn fyrir skipulagsmál á höfuðborgarsvæðinu og ef sveitarstjórnarmenn beri ekki gæfu til þess að breyta á þennan veg fyrir hönd umbjóðenda sinna verði Alþingi að taka af skarið og klára þetta mál á allra næstu árum. Ólafur er ekki viss um nægilegur vilji sé innan sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu að sameinast, þar vilji menn halda sínum smákóngavöldum. Hann segir að ef takist að koma í veg fyrir dýrkeypt mistök eins og víða séu í burðarliðnum megi með sameiningu spara mikið. Hann segir til dæmis eyjabyggðahugmynd Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík fallega á pappírunum en við nánari athugun sé hún ómöguleg með tilliti til umferðar og fleira. Hann bendir til dæmis á að bara landfyllingin vegna eyjabyggðar myndi kosta um 20 milljarða króna sem gerir um milljón á hvern íbúa. Og Ólafur ætlar að ýta sameiningunni af stað. Hann segist heldur búast við því að hann flytji tillögu í borgarstjórn í haust að Reykjavíkurborg hafi frumkvæði að því að óska eftir viðræðum við hin sveitarfélögin um þessi mál. Þetta sé á stefnuskrá frjálslyndra og þeir muni reyna að fylgja eftir sinni stefnu á þessu kjörtímabili.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Ríkissjórn Scholz er sprungin Erlent Varðað við ofsaveðri á Vestfjörðum og Norðurlandi Veður „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ Innlent Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent „Hann kemur margfalt sterkari til leiks núna” Innlent „Kennarasambandi Íslands blöskrar afstaða viðsemjenda sinna“ Innlent Fleiri fréttir Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ „Kennarasambandi Íslands blöskrar afstaða viðsemjenda sinna“ „Hann kemur margfalt sterkari til leiks núna” Fleiri konur mættu í krabbameinsskimun í ár en í fyrra Söguleg endurkoma, súr kosningavaka og baráttuhugur Andlát af völdum fíkniefna og lyfja aldrei verið fleiri „Það styðja allir sitt fólk 100 prósent“ Segja umboð samninganefndar afdráttarlaust Segist sá sami í útlendingamálum og hann hafi alltaf verið Bjóða út gerð landfyllinga við Fossvogsbrú Ákærður fyrir hnefahögg á Lúx sem leiddi til dauða Baráttufundur en enginn samningafundur Trump áhrifameiri en nokkru sinni fyrr Foreldrar krefjast breytinga á verkfallinu fyrir helgi Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Kosningapallborð: Kristrún, Sigurður Ingi og Inga í kosningagír „Afskaplega slæmar fréttir fyrir heimshagkerfið“ Trump snýr aftur með öruggum sigri Veðurviðvaranir í kortunum Þungur dómur fyrir að drepa son sinn og reyna að drepa annan Skrifa skilaboð með báðum og stýra með hnéi Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Sjá meira