Erlent

Segir ekkert að stjórnarskrá ESB

Það er ekkert að evrópsku stjórnarskránni að mati eins reyndasta utanríkismálasérfræðings Þýskalands. Volker Rühe telur helst að stytta þyrfti stjórnarskrána en að andstaðan sé ekki efnisleg. Volker Rühe er með reyndustu stjórnmálamönnum Þýskalands, þingmaður til hartnær 30 ára og varnarmálaráðherra í ríkisstjórn Helmuts Kohls á sínum tíma. Þó að hann sé úr stjórnarandstöðuflokknum CDU er hann formaður utanríkismálanefndar þingsins og hér á landi sem sérstakur fulltrúi Schröders kanslara. Rühe er ekki á því að allsherjarkreppa blasi við Evrópusambandinu. Hann segir að það hefði verið raunverulegur afturkippur ef Bretar hefðu ákveðið að hætta alveg við þjóðaratkvæðagreiðslu því það hefði þýtt að þeir ætluðu ekki að kjósa um stjórnarskrá ESB. Það sé þvi málamiðlun að fresta kosningunni og sjá hvernig málin þróast. Rühe er ekki á því að stjórnarskrá Evrópusambandsins sé dauð eftir atkvæðagreiðslur í Frakklandi og Hollandi og þverneitar því að andevrópsk umræða sé komin upp innan sumra aðildarlanda. Hann segir að málið verið að skoða í ró og næði og því skipti máli að taka ekki einungis tillit til þeirra ríkja þar sem kosið hafi verið. Rühe segist ekki getað svarað því hverju þurfi að breyta í stjórnarskránni til þess að hún fáist samþykkt í Frakklandi en það sýni hversu flókið ferlið sé. Aðspurður um þær raddir sem heyrst hafi m.a. á Ítalíu og í Hollandi að gömlu gjaldmiðlarnir verði teknir upp í stað evrunnar segir Rühe að einn ráðherra á Ítalíu hafi viðrað þá hugmynd. Sú hugmynd sé algjört bull og það taki því ekki að ræða hana.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×