Sport

Guðmundur fékk heiðursskiptingu

Guðmundur Hrafnkelsson, markvörður íslenska handboltalandsliðsins, til margra ára, var kvaddur í Kaplakrika í kvöld með 36-32 sigri á Svíum í vináttulandsleik.  Guðmundur lék fyrstu 14 mínútur leiksins en fékk þá sérstaka heiðursskiptingu en þetta var 20. landsliðsár hans. Guðmundur varði 3 skot á þeim rúmu 14 mínútum sem hann lék en hann lék sinn frysta landsleik á Friðarleikunum árið 1986. Stjórn Handknattleikssambands Íslands vildi nota þetta tækifæri og heiðra Guðmund þar sem að hann lék sinn 400 landsleik á Ólympíuleikunum í Aþenu síðasta sumar.Guðmundur hóf landsliðsferil sinn fyrir 20 árum og lék sinn fyrsta landsleik á Friðarleikunum í Moskvu 1986 gegn Sóvétmönnum. Á þessum 20 landsliðsárum hefur hann leikið með Breiðablik, FH, Val, Nordhorn (Þýskalandi), Conversano (Ítalíu) og Kronau Östringen og hefur hann nýverið skrifað undir samning við Aftureldingu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×