Læknar átaldir fyrir morfínávísun 7. júní 2005 00:01 Landlæknisembættið hefur á undanförnum vikum og mánuðum haft samband við hóp lækna og átalið þá fyrir óeðlilegar ávísanir á morfínlyf og önnur ávanabindandi lyf að sögn Sigurðar Guðmundssonar landlæknis. Ýmist fá þeir tiltal eða ádrepur, jafnvel áminningar. Síðastnefnda úrræðinu er ekki beitt nema læknirinn sjálfur sé í vímuefnaneyslu af einhverju tagi eða hann fari langt út fyrir velsæmismörk í starfi sínu. Það sem af er þessu ári hefur embættið veitt allt að fjórar áminningar. "Við höfum haft samband við lækna sem hafa eitthvað misst stjórn á sér," sagði landlæknir. "Það verður rætt við fleiri einstaklinga á næstu dögum og vikum. Við erum að vinna með gögn sem við höfum undir höndum úr lyfjagagnagrunni, til að staðfesta eða afsanna orðróm." Landlæknir kvaðst ekki geta gefið upp hve marga lækna hefði verið rætt við á tilteknu tímabili né hversu margir hefðu reynst fara fram úr hófi í tilvísunum á verkjalyf og önnur ávanabindandi lyf. Málið væri á því stigi þessa dagana, að starfsmenn embættisins skiptu með sér að ræða við tiltekna einstaklinga og því lægju ekki fyrir samræmdar tölur enn sem komið er. Spurður hvort um væri að ræða sömu læknana sem ræða þyrfti við vegna þessa sagði landlæknir svo vera í sumum tilvikum, öðrum ekki. Lyfjagagnagrunnur landlæknisembættisins hefur nú að hluta til verið tekinn í notkun. Landlæknir sagði, að gagnsemi hans væri strax farin að skila sér. Með tilkomu hans yrði mun auðveldara að leita uppi frávik í lyfjaávísunum lækna til fólks. "Þetta tæki breytir miklu varðandi eftirlit, þótt það ráði ekki við að breyta grunnorsökinni, það er að segja af hverju læknar skrifa út lyf til fíkla," sagði landlæknir. "Oft er það þannig að menn gera þetta af einhvers konar miskunnsemi, því þeir vorkenna fíklinum. Í öðru lagi geta fíklarnir talið fólki trú um hluti sem öðrum tekst ekki. Læknar geta verið móttækilegir fyrir því eins og annað fólk. En það er sem betur fer mjög lítið um verstu ástæðuna, að læknar séu að gera þetta til að auka tekjur sínar beinlínis. Ég get ekki sagt hversu stór sá hópur er, en hann er til. Sá hópur þarf mest á því að halda, að tekið sé í lurginn á honum." Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent Fleiri fréttir Ekkert til að festa hendi á varðandi stunguárás í miðbænum Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Sjá meira
Landlæknisembættið hefur á undanförnum vikum og mánuðum haft samband við hóp lækna og átalið þá fyrir óeðlilegar ávísanir á morfínlyf og önnur ávanabindandi lyf að sögn Sigurðar Guðmundssonar landlæknis. Ýmist fá þeir tiltal eða ádrepur, jafnvel áminningar. Síðastnefnda úrræðinu er ekki beitt nema læknirinn sjálfur sé í vímuefnaneyslu af einhverju tagi eða hann fari langt út fyrir velsæmismörk í starfi sínu. Það sem af er þessu ári hefur embættið veitt allt að fjórar áminningar. "Við höfum haft samband við lækna sem hafa eitthvað misst stjórn á sér," sagði landlæknir. "Það verður rætt við fleiri einstaklinga á næstu dögum og vikum. Við erum að vinna með gögn sem við höfum undir höndum úr lyfjagagnagrunni, til að staðfesta eða afsanna orðróm." Landlæknir kvaðst ekki geta gefið upp hve marga lækna hefði verið rætt við á tilteknu tímabili né hversu margir hefðu reynst fara fram úr hófi í tilvísunum á verkjalyf og önnur ávanabindandi lyf. Málið væri á því stigi þessa dagana, að starfsmenn embættisins skiptu með sér að ræða við tiltekna einstaklinga og því lægju ekki fyrir samræmdar tölur enn sem komið er. Spurður hvort um væri að ræða sömu læknana sem ræða þyrfti við vegna þessa sagði landlæknir svo vera í sumum tilvikum, öðrum ekki. Lyfjagagnagrunnur landlæknisembættisins hefur nú að hluta til verið tekinn í notkun. Landlæknir sagði, að gagnsemi hans væri strax farin að skila sér. Með tilkomu hans yrði mun auðveldara að leita uppi frávik í lyfjaávísunum lækna til fólks. "Þetta tæki breytir miklu varðandi eftirlit, þótt það ráði ekki við að breyta grunnorsökinni, það er að segja af hverju læknar skrifa út lyf til fíkla," sagði landlæknir. "Oft er það þannig að menn gera þetta af einhvers konar miskunnsemi, því þeir vorkenna fíklinum. Í öðru lagi geta fíklarnir talið fólki trú um hluti sem öðrum tekst ekki. Læknar geta verið móttækilegir fyrir því eins og annað fólk. En það er sem betur fer mjög lítið um verstu ástæðuna, að læknar séu að gera þetta til að auka tekjur sínar beinlínis. Ég get ekki sagt hversu stór sá hópur er, en hann er til. Sá hópur þarf mest á því að halda, að tekið sé í lurginn á honum."
Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent Fleiri fréttir Ekkert til að festa hendi á varðandi stunguárás í miðbænum Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Sjá meira