Vex en tapar 8. júní 2005 00:01 Vex en tapar Þegar spjallað er við forstöðumenn ferðaþjónustu á Íslandi er ekki að heyra að greinin eigi í vanda. Hjá Samtökum ferðaþjónustunnar er línan sú að greinin sé í vexti í öllum flokkum sem máli skipta; sífellt fleiri ferðamenn heimsæki landið, gjaldeyristekjur aukist ár frá ári og hlutdeild ferðaþjónustu í landsframleiðslu hækki. Ferðamálaráð talar um markaðssetningu erlendis og áhuga erlendra blaðamanna á að heimsækja landið. Með öðrum orðum: ímyndin er sú að Ísland sé hipp og kúl. Þegar rýnt er í rekstrartölur fyrirtækja í ferðaþjónustu blasir hins vegar önnur sýn við. Reksturinn stendur óvíða undir sér eða, eins og Vilhjálmur Bjarnason hjá Hagstofunni orðar það; arðsemi er bannorð í bransanum. Undirstöðugreinarnar þrjár; flug-, hótel og veitingahúsarekstur standa allar völtum fótum. Hvalaskoðunarferðirnar, sem eiga að vera vaxtabroddurinn í bransanum, skiluðu 87 milljóna króna tapi á árunum 1999 til 2002 og svona mætti áfram telja. En hvernig má þetta vera? Af hverju er staðan eins og hún er? Jú, aðganga að greininni er of auðveld, svo haldið sé áfram að vitna í Vilhjálm. Hver sem er getur hafið rekstur án þess að afkoma eða markaðssetning sé tryggð, fólk fær jafnvel til þess ríkisstyrk. Síðast þegar fréttist átti Byggðastofnun hlut í tíu gistiheimilum á landsbyggðinni. Í fjárlögum ársins 2004 var völdum fyrirtækjum innan ferðaþjónustunnar úthlutað 320 milljónum króna til kaupa á auglýsingum í erlendum fjölmiðlum. Samvinnuverkefni í markaðsmálum segja Samtök ferðaþjónustunnar, ríkisstyrkur segja aðrir. Kjarni málsins er þessi: Ekkert breytist fyrr en atvinnugreinin horfist í augu við vandann. Ef haldið verður áfram að kalla ríkisstyrki samvinnuverkefni í markaðsmálum verður ástandið nákvæmlega eins eftir 20 ár, sama hvort fjöldi ferðamanna tvöfaldast, gjaldeyristekjur þrefaldast og hlutdeild ferðaþjónustu í landsframleiðslu fjórfaldist. Aðeins Albanía fær til sín færri ferðamenn meðal Evrópuþjóða. Einhverjir kynnu að minnast á höfðatölu, en má þá ekki alveg eins tala um fjölda ferðamanna á ferkílómetra? Jón Skaftason - jsk@frettabladid.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gestapennar Í brennidepli Mest lesið Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Sjá meira
Vex en tapar Þegar spjallað er við forstöðumenn ferðaþjónustu á Íslandi er ekki að heyra að greinin eigi í vanda. Hjá Samtökum ferðaþjónustunnar er línan sú að greinin sé í vexti í öllum flokkum sem máli skipta; sífellt fleiri ferðamenn heimsæki landið, gjaldeyristekjur aukist ár frá ári og hlutdeild ferðaþjónustu í landsframleiðslu hækki. Ferðamálaráð talar um markaðssetningu erlendis og áhuga erlendra blaðamanna á að heimsækja landið. Með öðrum orðum: ímyndin er sú að Ísland sé hipp og kúl. Þegar rýnt er í rekstrartölur fyrirtækja í ferðaþjónustu blasir hins vegar önnur sýn við. Reksturinn stendur óvíða undir sér eða, eins og Vilhjálmur Bjarnason hjá Hagstofunni orðar það; arðsemi er bannorð í bransanum. Undirstöðugreinarnar þrjár; flug-, hótel og veitingahúsarekstur standa allar völtum fótum. Hvalaskoðunarferðirnar, sem eiga að vera vaxtabroddurinn í bransanum, skiluðu 87 milljóna króna tapi á árunum 1999 til 2002 og svona mætti áfram telja. En hvernig má þetta vera? Af hverju er staðan eins og hún er? Jú, aðganga að greininni er of auðveld, svo haldið sé áfram að vitna í Vilhjálm. Hver sem er getur hafið rekstur án þess að afkoma eða markaðssetning sé tryggð, fólk fær jafnvel til þess ríkisstyrk. Síðast þegar fréttist átti Byggðastofnun hlut í tíu gistiheimilum á landsbyggðinni. Í fjárlögum ársins 2004 var völdum fyrirtækjum innan ferðaþjónustunnar úthlutað 320 milljónum króna til kaupa á auglýsingum í erlendum fjölmiðlum. Samvinnuverkefni í markaðsmálum segja Samtök ferðaþjónustunnar, ríkisstyrkur segja aðrir. Kjarni málsins er þessi: Ekkert breytist fyrr en atvinnugreinin horfist í augu við vandann. Ef haldið verður áfram að kalla ríkisstyrki samvinnuverkefni í markaðsmálum verður ástandið nákvæmlega eins eftir 20 ár, sama hvort fjöldi ferðamanna tvöfaldast, gjaldeyristekjur þrefaldast og hlutdeild ferðaþjónustu í landsframleiðslu fjórfaldist. Aðeins Albanía fær til sín færri ferðamenn meðal Evrópuþjóða. Einhverjir kynnu að minnast á höfðatölu, en má þá ekki alveg eins tala um fjölda ferðamanna á ferkílómetra? Jón Skaftason - jsk@frettabladid.is
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar