Innlent

Samningum lokið í næsta mánuði?

Þriðju samningalotu fríverslunarviðræðna EFTA-ríkjanna og Suður-Kóreu er lokið. Í vefriti viðskiptaskrifstofu utanríkisráðuneytisins segir að gerlegt eigi að vera að ljúka samningum í næstu lotu sem verður í Seúl í byrjun júlí. Ísland hefur lokið samningum um landbúnað, viðræður um niðurfellingu tolla á iðnaðarvörur eru langt komnar en í viðræðum um fríverslun á fiski er tekist á um lengd aðlögunartíma fyrir mikilvægustu útflutningsvörur Íslands og óskir Kóreumanna um að undanskilja ákveðnar afurðir frá fríverslun. EFTA ríkin leggja mikla áherslu á fulla fríverslun með sjávarafurðir. Ef tekst að ganga frá samningunum í júlí má reikna með að skrifað verði undir hann fyrir lok ársins og að hann taki gildi á síðari hluta næsta árs eða á fyrri hluta árs 2007.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×