Fölsun lyfseðla í hverjum mánuði 9. júní 2005 00:01 Lyfjastofnun fær að jafnaði þrjár til fjórar tilkynningar á mánuði um falsaða lyfseðla að sögn Rannveigar Gunnarsdóttur, forstjóra stofnunarinnar. Fréttablaðið hefir greint frá herferð landlæknisembættisins gegn misnotkun á sterkum verkjalyfjum, þar á meðal morfínlyfjum. Fíklar beita öllum ráðum til að ná í þessi lyf. Þeir stela lyfseðliseyðublöðum, ljósrita þau jafnvel, villa á sér heimildir hjá lækni eða fara aðrar leiðir til að ná sér í efni til að sprauta sig með. Landlæknisembættinu hafa borist ábendingar um að verkjasjúklingar og krabbameinssjúklingar í bata haldi áfram að fá þau skrifuð út og selji síðan með miklum hagnaði. Rannveig sagði, að lögregla væri kölluð til ef upp kæmist um falsaða lyfseðla í apótekum. Ef uppvíst yrði um falsanir eftir á, léti Lyfjastofnun lyfsöluleyfishafana vita að þær væru í gangi. Ef tilkynnt væri um stuld á heilum blokkum hefði Lyfjastofnun númerin á eyðublöðunum og gæti tilkynnt um þau til apótekanna. "Á sínum tíma var farið að setja vatnsmerki í lyfseðlana til að hindra að hægt væri að ljósrita stolin eyðublöð," sagði Rannveig. "Við hvetjum lækna til að passa vel upp á lyfseðla og vekjum reglulega athygli á þessum málum í apótekum." Hún sagði að í framtíðinni yrðu lyfseðlar einnig rafrænir, sem auka myndi öryggi. Þá yrðu þeir sendir í tryggum samskiptakerfum í tölvum. Tilraunaverkefni með slíkar sendingar hefði verið í gangi undanfarin ár, en það kostaði fjármuni að taka rafræna kerfið í notkun. Í lyfjagagnagrunni landlæknisembættisins, sem nú er að mestu fullbúinn er hægt að sjá lyfjaávísanir einstakra lækna. Þegar hann verður fullbúinn verður hægt að sjá lyfjaávísanir til einstaklinga og til hvaða lækna þeir hafa leitað, að sögn Matthíasar Halldórssonar, aðstoðarlandlæknis. Matthías sagði að sönnunarbyrði í málum, þar sem um væri að ræða þjófnaði, svik eða fals væri að ræða til að útvega ávanabindandi lyf, væri afar erfið. Helst þyrfti að standa viðkomandi að verki til að hægt væri að aðhafast. Landlæknisembættið íhugaði nú mjög að skylda fólk til að sýna persónuskilríki hjá læknum, þannig að menn gætu ekki villt á sér heimildir þegar þeir kæmu til læknis sem þekkti þá ekki, eins og brögð væru að nú. Í apótekum er skilríkja krafist við afhendingu eftirritunarskyldra lyfja, að sögn Rannveigar Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent Keyrði aftan á strætisvagn Innlent Fleiri fréttir Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Sjá meira
Lyfjastofnun fær að jafnaði þrjár til fjórar tilkynningar á mánuði um falsaða lyfseðla að sögn Rannveigar Gunnarsdóttur, forstjóra stofnunarinnar. Fréttablaðið hefir greint frá herferð landlæknisembættisins gegn misnotkun á sterkum verkjalyfjum, þar á meðal morfínlyfjum. Fíklar beita öllum ráðum til að ná í þessi lyf. Þeir stela lyfseðliseyðublöðum, ljósrita þau jafnvel, villa á sér heimildir hjá lækni eða fara aðrar leiðir til að ná sér í efni til að sprauta sig með. Landlæknisembættinu hafa borist ábendingar um að verkjasjúklingar og krabbameinssjúklingar í bata haldi áfram að fá þau skrifuð út og selji síðan með miklum hagnaði. Rannveig sagði, að lögregla væri kölluð til ef upp kæmist um falsaða lyfseðla í apótekum. Ef uppvíst yrði um falsanir eftir á, léti Lyfjastofnun lyfsöluleyfishafana vita að þær væru í gangi. Ef tilkynnt væri um stuld á heilum blokkum hefði Lyfjastofnun númerin á eyðublöðunum og gæti tilkynnt um þau til apótekanna. "Á sínum tíma var farið að setja vatnsmerki í lyfseðlana til að hindra að hægt væri að ljósrita stolin eyðublöð," sagði Rannveig. "Við hvetjum lækna til að passa vel upp á lyfseðla og vekjum reglulega athygli á þessum málum í apótekum." Hún sagði að í framtíðinni yrðu lyfseðlar einnig rafrænir, sem auka myndi öryggi. Þá yrðu þeir sendir í tryggum samskiptakerfum í tölvum. Tilraunaverkefni með slíkar sendingar hefði verið í gangi undanfarin ár, en það kostaði fjármuni að taka rafræna kerfið í notkun. Í lyfjagagnagrunni landlæknisembættisins, sem nú er að mestu fullbúinn er hægt að sjá lyfjaávísanir einstakra lækna. Þegar hann verður fullbúinn verður hægt að sjá lyfjaávísanir til einstaklinga og til hvaða lækna þeir hafa leitað, að sögn Matthíasar Halldórssonar, aðstoðarlandlæknis. Matthías sagði að sönnunarbyrði í málum, þar sem um væri að ræða þjófnaði, svik eða fals væri að ræða til að útvega ávanabindandi lyf, væri afar erfið. Helst þyrfti að standa viðkomandi að verki til að hægt væri að aðhafast. Landlæknisembættið íhugaði nú mjög að skylda fólk til að sýna persónuskilríki hjá læknum, þannig að menn gætu ekki villt á sér heimildir þegar þeir kæmu til læknis sem þekkti þá ekki, eins og brögð væru að nú. Í apótekum er skilríkja krafist við afhendingu eftirritunarskyldra lyfja, að sögn Rannveigar
Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent Keyrði aftan á strætisvagn Innlent Fleiri fréttir Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Sjá meira