Blettur á bændastéttinni 9. júní 2005 00:01 Þegar ekið er um sveitir landsins er eitt sem stingur í augu. Það er slæm umgengni kringum suma sveitabæi. Vélar og tæki dreifð út um hlað og tún, sum hver ryðguð og greinilega langt frá því að vera í nothæfu ástandi, plastflygsur á girðingum og hrúgur af einhverju óskilgreindu drasli hér og þar. Einstaka bóndi hefur jafnvel ekki enn látið verða af því að hirða upp allar heyrúllurnar frá fyrra ári, heldur eru þær enn í óhrjálegum dyngjum hér og þar um landareignina. Svona sóðaskapur og slóðaskapur er afar hvimleiður bæði fyrir þá sem búa í nágrenninu og aðra sem eiga leið um. Velflestir bændur hafa þessa hluti í góðu lagi og sumir framúrskarandi. Því skortir sóðana ekki góðar fyrirmyndir. Þær eru úti um allt. Vissulega kostar það fé að halda vélum við, mála og prýða og vitað er að bændur eru láglaunastétt upp til hópa, því miður. Hins vegar er það ekki síður dýrt að láta tæki og aðrar eignir drabbast niður og verða eyðileggingu að bráð bara vegna hirðuleysis. Þar fara verðmæti í súginn. Við erum stolt af landinu okkar og öllu því sem það gefur af sér, þar á meðal landbúnaðarframleiðslunni. Við viljum geta haldið því á lofti að við eigum hreint land og fagurt, tært vatn og ómengaðar afurðir. Þannig viljum við sjá hlutina og þannig viljum við að aðrir sjái þá. Bændur eru vörslumenn landsins víða og hafa mikil áhrif á umhverfi sitt. Svo eru þeir matvælaframleiðendur og þurfa á trausti og velvild neytenda að halda. Þetta eru mjög margir bændur meðvitaðir um og hafa hreinlæti og snyrtimennsku í öndvegi. Þeim hlýtur að sárna það þegar svartir sauðir eru innan um sem með draslarahætti spilla ásýnd heilu sveitanna. Ferðaþjónusta hefur farið ört vaxandi í hinum dreifðu byggðum á síðustu árum og er víða rekin með miklum myndarbrag. Því fólki sem byggir afkomu sína á ferðamönnum, bæði innlendum og erlendum, hlýtur að vera mikið í mun að hafa héraðið sitt aðlaðandi þannig að sem flesta langi að stoppa þar. Því er mikilvægt að allir íbúar þess séu samtaka í snyrtimennskunni. Sveitarfélög gætu beitt sér fyrir því með öflugri hætti en þau gera nú að hvetja bændur til bættrar umgengni. Verkfærin í þeirri vinnu geta verið viðurkenningar eða sektir, kannski jafnvel hvorutveggja. Óneitanlega væri viðurkenningarleiðin ánægjulegri. Vissulega hefur margt verið gert vel í þessum efnum. Ríki og sveitarfélög voru með átaksverkefni fyrir nokkrum árum sem hét Fegurri sveitir. Það vann þjóðþrifaverk. En betur má ef duga skal. Í hönd fer tímabilið milli heys og grasa. Það er góður tími til afreka á tiltektarsviðinu í sveitum. Þjóðhátíð á næsta leiti og þá er gaman fyrir bændur að flagga á fínu hlaðinu. Á eftir fara ljúfar sumarvikur þegar margir landsmenn og erlendir gestir eru á faraldsfæti um byggðir þessa lands. Þeir þurfa að geta tekið undir með Guðmundi Guðmundssyni skólaskáldi sem sagði: "Seg mér hvað indælla auga þitt leit, íslenska kvöldinu í fallegri sveit." Gunnþóra Gunnarsdóttir - Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnþóra Gunnarsdóttir Í brennidepli Mest lesið Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun Aðild að Evrópusambandinu kallar á breytt vinnubrögð Guðmundur Ragnarsson Skoðun Hugleiðing við starfslok kennara í Reykjavík Elín Guðfinna Thorarensen Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir Skoðun Er félagsfælnifaraldur í uppsiglingu? Sóley Dröfn Davíðsdóttir Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Skóli án aðgreiningar: Að gefast upp er ekki valkostur Jóna Guðbjörg Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Er félagsfælnifaraldur í uppsiglingu? Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðing við starfslok kennara í Reykjavík Elín Guðfinna Thorarensen skrifar Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Aðild að Evrópusambandinu kallar á breytt vinnubrögð Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir skrifar Skoðun Von í Vonarskarði Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvað er eiginlega málið með þessa þéttingu?? Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Eitt próf á ári – er það snemmtæk íhlutun? Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar öllu er á botninn hvolft Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson skrifar Sjá meira
Þegar ekið er um sveitir landsins er eitt sem stingur í augu. Það er slæm umgengni kringum suma sveitabæi. Vélar og tæki dreifð út um hlað og tún, sum hver ryðguð og greinilega langt frá því að vera í nothæfu ástandi, plastflygsur á girðingum og hrúgur af einhverju óskilgreindu drasli hér og þar. Einstaka bóndi hefur jafnvel ekki enn látið verða af því að hirða upp allar heyrúllurnar frá fyrra ári, heldur eru þær enn í óhrjálegum dyngjum hér og þar um landareignina. Svona sóðaskapur og slóðaskapur er afar hvimleiður bæði fyrir þá sem búa í nágrenninu og aðra sem eiga leið um. Velflestir bændur hafa þessa hluti í góðu lagi og sumir framúrskarandi. Því skortir sóðana ekki góðar fyrirmyndir. Þær eru úti um allt. Vissulega kostar það fé að halda vélum við, mála og prýða og vitað er að bændur eru láglaunastétt upp til hópa, því miður. Hins vegar er það ekki síður dýrt að láta tæki og aðrar eignir drabbast niður og verða eyðileggingu að bráð bara vegna hirðuleysis. Þar fara verðmæti í súginn. Við erum stolt af landinu okkar og öllu því sem það gefur af sér, þar á meðal landbúnaðarframleiðslunni. Við viljum geta haldið því á lofti að við eigum hreint land og fagurt, tært vatn og ómengaðar afurðir. Þannig viljum við sjá hlutina og þannig viljum við að aðrir sjái þá. Bændur eru vörslumenn landsins víða og hafa mikil áhrif á umhverfi sitt. Svo eru þeir matvælaframleiðendur og þurfa á trausti og velvild neytenda að halda. Þetta eru mjög margir bændur meðvitaðir um og hafa hreinlæti og snyrtimennsku í öndvegi. Þeim hlýtur að sárna það þegar svartir sauðir eru innan um sem með draslarahætti spilla ásýnd heilu sveitanna. Ferðaþjónusta hefur farið ört vaxandi í hinum dreifðu byggðum á síðustu árum og er víða rekin með miklum myndarbrag. Því fólki sem byggir afkomu sína á ferðamönnum, bæði innlendum og erlendum, hlýtur að vera mikið í mun að hafa héraðið sitt aðlaðandi þannig að sem flesta langi að stoppa þar. Því er mikilvægt að allir íbúar þess séu samtaka í snyrtimennskunni. Sveitarfélög gætu beitt sér fyrir því með öflugri hætti en þau gera nú að hvetja bændur til bættrar umgengni. Verkfærin í þeirri vinnu geta verið viðurkenningar eða sektir, kannski jafnvel hvorutveggja. Óneitanlega væri viðurkenningarleiðin ánægjulegri. Vissulega hefur margt verið gert vel í þessum efnum. Ríki og sveitarfélög voru með átaksverkefni fyrir nokkrum árum sem hét Fegurri sveitir. Það vann þjóðþrifaverk. En betur má ef duga skal. Í hönd fer tímabilið milli heys og grasa. Það er góður tími til afreka á tiltektarsviðinu í sveitum. Þjóðhátíð á næsta leiti og þá er gaman fyrir bændur að flagga á fínu hlaðinu. Á eftir fara ljúfar sumarvikur þegar margir landsmenn og erlendir gestir eru á faraldsfæti um byggðir þessa lands. Þeir þurfa að geta tekið undir með Guðmundi Guðmundssyni skólaskáldi sem sagði: "Seg mér hvað indælla auga þitt leit, íslenska kvöldinu í fallegri sveit." Gunnþóra Gunnarsdóttir -
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun
Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun