Innlent

Vilja fleiri tillögur

"Staðan er sú að það stendur til að byggja upp miðbæjarsvæði á Álftanesi sem verður íbúða-og þjónustusvæði. Skipulagsyfirvöld fengu arkitektarstofu til að gera þematillögu að hinu nýja skipulagi. Við erum ósátt við það að ekki sé efnt til arkitektarsamkeppni um tillöguna því við viljum að fleiri en ein tillaga sé borin á borð fyrir okkur," segir Kristín Fjóla Bergþórsdóttir sem er ein af þeim sem stóð fyrir undirskriftasöfnun gegn fyrirhuguðu deiliskipulagi á Álftanesi. Fulltrúar 340 af 620 heimilum á Álftanesi skrifuðu undir áskorunina. Kristín segir að meirihluti bæjarstjórnar á Álftanesi hafi hafnað tillögu minnihlutans um að efna til samkeppni um deiliskipulagið og því hafi verið gripið til undirskriftasöfnunarinnar. Hún segir að þeir sem standi að undirskriftasöfnuninni treysti því að skipulagsyfirvöld taki tillit til óska þeirra. 



Fleiri fréttir

Sjá meira


×