Fengu helmingi meiri launahækkun 10. júní 2005 00:01 Ráðherrar og þingmenn hafa fengið helmingi meiri launahækkun en aðrir í þjóðfélaginu frá árinu 2003. Þeir hafa fengið yfir tuttugu prósenta launahækkun á sama tíma og laun á almennum vinnumarkaði hafa hækkað um tíu prósent. Æðstu ráðamenn landsins fá tveggja prósenta launahækkun í júlí samkvæmt úrskurði Kjaradóms í gær. Hækkunin kemur til viðbótar þriggja prósenta hækkun um áramótin, sem var í takt við almenna kjarasamninga. Laun ráðamanna eru ekki árangurstengd. Í lögum um Kjaradóm segir að þau starfskjör sem hann ákveði skuli vera vera í samræmi við laun í þjóðfélaginu hjá þeim sem sambærilegir geta talist með tilliti til starfa og ábyrgðar. Enn fremur að Kjaradómur skuli taka tillit til þróunar kjaramála á vinnumarkaði. Ólafur Darri Andason, hagfræðingur ASÍ, bar saman launaþróun frá ársbyrjun 2003, almenna launaþróun og svo launahækkanir Kjaradóms. Hann segir að það hafi komið honum svolítið á óvart að þingmenn og ráðherrar hafi fengið helmingi meiri hækkanir en aðrir í þjóðfélaginu. Aðspurður hversu mikil hækkunin sé segir Ólafur Darri að honum sýnist að almennt hafi laun hækkað um 10 prósent en þingmenn og ráðherrar hafi fengið 20 prósenta hækkun á tímabilinu. Þá er ótalin sú kjarabót sem felst í eftirlaunafrumvarpinu sem þingheimur samþykkti sjálfum sér til handa. Í úrskurði Kjaradóms er tekið fram að erfitt geti verið að meta hvað raunverulega felist í almennum kjarasamningum. Launatöflur sýni tilteknar hækkarnir í prósentum en oft felist í samningunum margs konar önnur atriði sem valda því að laun hækka meira en launatöflur einar og sér segi til um. Ólafur Darri segir að í þeim launakerfisbreytingum sem gerðar hafi verið hafi aðallega verið reynt að hækka laun þeirra lægstlaunuðu og það megi velta því fyrir sér hvort Kjaradómur telji að þeir sem undir hann heyri eigi að sækja sér viðmið þar. Svo gripið sé niður í mánaðarlaun þeirra sem undir Kjaradóm falla má geta þess að eftir hækkunina verða mánaðarlaun forseta Íslands rúm ein og hálf milljón króna, forsætisráðherra fær 915 þúsund krónur og aðrir ráðherrar 825 þúsund. Hvort tveggja að meðtöldu þingfararkaupi sem verður 460 þúsund krónur. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Ríkissjórn Scholz er sprungin Erlent Varðað við ofsaveðri á Vestfjörðum og Norðurlandi Veður „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ Innlent Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent „Hann kemur margfalt sterkari til leiks núna” Innlent „Afskaplega slæmar fréttir fyrir heimshagkerfið“ Innlent Fleiri fréttir Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ „Kennarasambandi Íslands blöskrar afstaða viðsemjenda sinna“ „Hann kemur margfalt sterkari til leiks núna” Fleiri konur mættu í krabbameinsskimun í ár en í fyrra Söguleg endurkoma, súr kosningavaka og baráttuhugur Andlát af völdum fíkniefna og lyfja aldrei verið fleiri „Það styðja allir sitt fólk 100 prósent“ Segja umboð samninganefndar afdráttarlaust Segist sá sami í útlendingamálum og hann hafi alltaf verið Bjóða út gerð landfyllinga við Fossvogsbrú Ákærður fyrir hnefahögg á Lúx sem leiddi til dauða Baráttufundur en enginn samningafundur Trump áhrifameiri en nokkru sinni fyrr Foreldrar krefjast breytinga á verkfallinu fyrir helgi Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Kosningapallborð: Kristrún, Sigurður Ingi og Inga í kosningagír „Afskaplega slæmar fréttir fyrir heimshagkerfið“ Trump snýr aftur með öruggum sigri Veðurviðvaranir í kortunum Þungur dómur fyrir að drepa son sinn og reyna að drepa annan Skrifa skilaboð með báðum og stýra með hnéi Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Sjá meira
Ráðherrar og þingmenn hafa fengið helmingi meiri launahækkun en aðrir í þjóðfélaginu frá árinu 2003. Þeir hafa fengið yfir tuttugu prósenta launahækkun á sama tíma og laun á almennum vinnumarkaði hafa hækkað um tíu prósent. Æðstu ráðamenn landsins fá tveggja prósenta launahækkun í júlí samkvæmt úrskurði Kjaradóms í gær. Hækkunin kemur til viðbótar þriggja prósenta hækkun um áramótin, sem var í takt við almenna kjarasamninga. Laun ráðamanna eru ekki árangurstengd. Í lögum um Kjaradóm segir að þau starfskjör sem hann ákveði skuli vera vera í samræmi við laun í þjóðfélaginu hjá þeim sem sambærilegir geta talist með tilliti til starfa og ábyrgðar. Enn fremur að Kjaradómur skuli taka tillit til þróunar kjaramála á vinnumarkaði. Ólafur Darri Andason, hagfræðingur ASÍ, bar saman launaþróun frá ársbyrjun 2003, almenna launaþróun og svo launahækkanir Kjaradóms. Hann segir að það hafi komið honum svolítið á óvart að þingmenn og ráðherrar hafi fengið helmingi meiri hækkanir en aðrir í þjóðfélaginu. Aðspurður hversu mikil hækkunin sé segir Ólafur Darri að honum sýnist að almennt hafi laun hækkað um 10 prósent en þingmenn og ráðherrar hafi fengið 20 prósenta hækkun á tímabilinu. Þá er ótalin sú kjarabót sem felst í eftirlaunafrumvarpinu sem þingheimur samþykkti sjálfum sér til handa. Í úrskurði Kjaradóms er tekið fram að erfitt geti verið að meta hvað raunverulega felist í almennum kjarasamningum. Launatöflur sýni tilteknar hækkarnir í prósentum en oft felist í samningunum margs konar önnur atriði sem valda því að laun hækka meira en launatöflur einar og sér segi til um. Ólafur Darri segir að í þeim launakerfisbreytingum sem gerðar hafi verið hafi aðallega verið reynt að hækka laun þeirra lægstlaunuðu og það megi velta því fyrir sér hvort Kjaradómur telji að þeir sem undir hann heyri eigi að sækja sér viðmið þar. Svo gripið sé niður í mánaðarlaun þeirra sem undir Kjaradóm falla má geta þess að eftir hækkunina verða mánaðarlaun forseta Íslands rúm ein og hálf milljón króna, forsætisráðherra fær 915 þúsund krónur og aðrir ráðherrar 825 þúsund. Hvort tveggja að meðtöldu þingfararkaupi sem verður 460 þúsund krónur.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Ríkissjórn Scholz er sprungin Erlent Varðað við ofsaveðri á Vestfjörðum og Norðurlandi Veður „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ Innlent Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent „Hann kemur margfalt sterkari til leiks núna” Innlent „Afskaplega slæmar fréttir fyrir heimshagkerfið“ Innlent Fleiri fréttir Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ „Kennarasambandi Íslands blöskrar afstaða viðsemjenda sinna“ „Hann kemur margfalt sterkari til leiks núna” Fleiri konur mættu í krabbameinsskimun í ár en í fyrra Söguleg endurkoma, súr kosningavaka og baráttuhugur Andlát af völdum fíkniefna og lyfja aldrei verið fleiri „Það styðja allir sitt fólk 100 prósent“ Segja umboð samninganefndar afdráttarlaust Segist sá sami í útlendingamálum og hann hafi alltaf verið Bjóða út gerð landfyllinga við Fossvogsbrú Ákærður fyrir hnefahögg á Lúx sem leiddi til dauða Baráttufundur en enginn samningafundur Trump áhrifameiri en nokkru sinni fyrr Foreldrar krefjast breytinga á verkfallinu fyrir helgi Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Kosningapallborð: Kristrún, Sigurður Ingi og Inga í kosningagír „Afskaplega slæmar fréttir fyrir heimshagkerfið“ Trump snýr aftur með öruggum sigri Veðurviðvaranir í kortunum Þungur dómur fyrir að drepa son sinn og reyna að drepa annan Skrifa skilaboð með báðum og stýra með hnéi Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Sjá meira