Steggjaæði og gæsafyllerí 13. júní 2005 00:01 Það er komið sumar. Tími brúðkaupa. Kirkjur landsins eru í óða önn að undirbúa sig undir að ungt fólk flykkist til presta, taki stóra skrefið og gangi í hjónaband. Brúðarvalsinn er farinn að óma um allt land. Við sem stöndum fyrir utan sjáum glæsibifreiðar á laugardögum skreyttar borðum. Inn í þeim situr glæsilegt par sem hefur tekið eina stærstu ákvörðun lífs síns. Það hefur heitið, frammi fyrir Guði og mönnum, að það muni styðja við hvort annað og verði hvort öðru trútt. Að þau verði saman til æviloka. Ég las grein í Metro - blaði á leið minni frá Odense til Kaupmannahafnar. Ungt danskt fólk ákveður í síauknu mæli að búa út af fyrir sig. Það á kannski kærasta en hefur ekki fyrir því að búa saman. Þola ekki hömlurnar sem því fylgja. Danir eru single. Við Íslendingar erum hins vegar brúðkaupsóðir og viljum hafa veisluna mikla og stóra. Kannski af því að við eigum ekkert kóngafólk til þess að horfa á giftast. Brúðkaupið þarf því að vera konunglegt. Áður en giftingin getur orðið að veruleika þarf að sjá um nokkra hluti. Panta hljóðfæraleikara, kirkju, prest, sal, mat, vín, búa til boðskort og svona mætti lengi, lengi, lengi telja. Og allt kostar þetta pening. Ég hef heyrt tölur sem eru stjarnfræðilegar. Brúðkaup sem kosti milljón. Það er farið út í næsta banka og tekið lán fyrir herlegheitunum. Ég bíð eftir að fólki verði boðið upp á hundrað prósenta brúðkaupslán. Þetta á jú að endast til æviloka. Varla sniðug fjárfesting þar sem á síðasta ári voru 552 lögskilnaðir. Einhver laug því að mér að þrjátíu prósent hjónabanda enduðu í skilnaði. Þegar foreldrar mínir giftu sig var athöfnin látlaus. Veislan var haldin heima hjá ömmu minni sem jafnframt eldaði veislumatinn. Þegar ég skoðaði myndir af veislunni velti ég því fyrir mér að ef þau hefðu gert eins og unga fólkið í dag væru þau þá enn þá að borga af veislunni? Mikilvægasti atburðurinn virðist þó vera steggjunin og gæsunin. Órjúfanlegur hluti af hjónavígslunni. Vinir og kunningjar draga tilvonandi hjónakorn út á lífið. "Þú verður að ná að skemmta þér áður en þú verður njörvaður niður í hlekki hjónabandsins," er stríðsöskrið. Svo er farið í bæinn og hvergi má aðilinn sjá verðandi maka sinn. Hann verður að vera drukkinn og tilbúinn í allt. Ágætur prestur sagði mér sögu fyrir ekki margt löngu. Brúðguminn hafði komið til hans og játaði fyrir honum syndir sínar. Hann hafði átt vingott við stúlku sem ekki var sú sem hann ætlaði að giftast. Þetta gerðist í steggjuninni. Presturinn sagði þetta ekki vera einsdæmi. Brúðguminn ákvað að láta slag standa, enda kostnaðurinn við brúðkaupið kominn upp úr öllu valdi. Hann gæti ekki blásið það af á þessari stundu. Presturinn aumkaði sig ekki yfir manninum þegar hann sá andlitið á honum á brúðkaupsdaginn. Þegar brúðarvalsinn fór að hljóma og stoltur faðir leiddi dóttur sína niður kirkjugólfið féllu tár hjá drengnum. Ekki voru þetta gleðitár heldur hafði hann svona líka nagandi samviskubit. Presturinn var þess handviss að þau yrðu kominn inn á skrifstofu til sín innan tveggja ára með skilnaðarpappíra. Brúðkaupið er að leysast upp í vitleysu. Fólk giftir sig eins og kóngafólk. Það þarf allt að vera flott, glæsilegt og rándýrt. Steggjunin og gæsunin þarf að vera eins öfgafull og hægt er, rándýr og helst þurfa verðandi brúðhjón að framkvæma eitthvað sem þau sjá eftir alla sína ævi. Það að giftast er alls ekki slæm ákvörðun. Langt því frá. Ef vissan er fyrir hendi þarf hvorki gæsun né steggjun til þess að sannfærast. Það er væntanlega ekki vont að þurfa að eyða ævinni með sálufélaganum. Freyr Gígja Gunnarsson -freyrgigja@frettabladid.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Freyr Gígja Gunnarsson Í brennidepli Mest lesið Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Gerum betur Hilmar Björnsson Skoðun Skoðun Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Sjá meira
Það er komið sumar. Tími brúðkaupa. Kirkjur landsins eru í óða önn að undirbúa sig undir að ungt fólk flykkist til presta, taki stóra skrefið og gangi í hjónaband. Brúðarvalsinn er farinn að óma um allt land. Við sem stöndum fyrir utan sjáum glæsibifreiðar á laugardögum skreyttar borðum. Inn í þeim situr glæsilegt par sem hefur tekið eina stærstu ákvörðun lífs síns. Það hefur heitið, frammi fyrir Guði og mönnum, að það muni styðja við hvort annað og verði hvort öðru trútt. Að þau verði saman til æviloka. Ég las grein í Metro - blaði á leið minni frá Odense til Kaupmannahafnar. Ungt danskt fólk ákveður í síauknu mæli að búa út af fyrir sig. Það á kannski kærasta en hefur ekki fyrir því að búa saman. Þola ekki hömlurnar sem því fylgja. Danir eru single. Við Íslendingar erum hins vegar brúðkaupsóðir og viljum hafa veisluna mikla og stóra. Kannski af því að við eigum ekkert kóngafólk til þess að horfa á giftast. Brúðkaupið þarf því að vera konunglegt. Áður en giftingin getur orðið að veruleika þarf að sjá um nokkra hluti. Panta hljóðfæraleikara, kirkju, prest, sal, mat, vín, búa til boðskort og svona mætti lengi, lengi, lengi telja. Og allt kostar þetta pening. Ég hef heyrt tölur sem eru stjarnfræðilegar. Brúðkaup sem kosti milljón. Það er farið út í næsta banka og tekið lán fyrir herlegheitunum. Ég bíð eftir að fólki verði boðið upp á hundrað prósenta brúðkaupslán. Þetta á jú að endast til æviloka. Varla sniðug fjárfesting þar sem á síðasta ári voru 552 lögskilnaðir. Einhver laug því að mér að þrjátíu prósent hjónabanda enduðu í skilnaði. Þegar foreldrar mínir giftu sig var athöfnin látlaus. Veislan var haldin heima hjá ömmu minni sem jafnframt eldaði veislumatinn. Þegar ég skoðaði myndir af veislunni velti ég því fyrir mér að ef þau hefðu gert eins og unga fólkið í dag væru þau þá enn þá að borga af veislunni? Mikilvægasti atburðurinn virðist þó vera steggjunin og gæsunin. Órjúfanlegur hluti af hjónavígslunni. Vinir og kunningjar draga tilvonandi hjónakorn út á lífið. "Þú verður að ná að skemmta þér áður en þú verður njörvaður niður í hlekki hjónabandsins," er stríðsöskrið. Svo er farið í bæinn og hvergi má aðilinn sjá verðandi maka sinn. Hann verður að vera drukkinn og tilbúinn í allt. Ágætur prestur sagði mér sögu fyrir ekki margt löngu. Brúðguminn hafði komið til hans og játaði fyrir honum syndir sínar. Hann hafði átt vingott við stúlku sem ekki var sú sem hann ætlaði að giftast. Þetta gerðist í steggjuninni. Presturinn sagði þetta ekki vera einsdæmi. Brúðguminn ákvað að láta slag standa, enda kostnaðurinn við brúðkaupið kominn upp úr öllu valdi. Hann gæti ekki blásið það af á þessari stundu. Presturinn aumkaði sig ekki yfir manninum þegar hann sá andlitið á honum á brúðkaupsdaginn. Þegar brúðarvalsinn fór að hljóma og stoltur faðir leiddi dóttur sína niður kirkjugólfið féllu tár hjá drengnum. Ekki voru þetta gleðitár heldur hafði hann svona líka nagandi samviskubit. Presturinn var þess handviss að þau yrðu kominn inn á skrifstofu til sín innan tveggja ára með skilnaðarpappíra. Brúðkaupið er að leysast upp í vitleysu. Fólk giftir sig eins og kóngafólk. Það þarf allt að vera flott, glæsilegt og rándýrt. Steggjunin og gæsunin þarf að vera eins öfgafull og hægt er, rándýr og helst þurfa verðandi brúðhjón að framkvæma eitthvað sem þau sjá eftir alla sína ævi. Það að giftast er alls ekki slæm ákvörðun. Langt því frá. Ef vissan er fyrir hendi þarf hvorki gæsun né steggjun til þess að sannfærast. Það er væntanlega ekki vont að þurfa að eyða ævinni með sálufélaganum. Freyr Gígja Gunnarsson -freyrgigja@frettabladid.is
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun