Steggjaæði og gæsafyllerí 13. júní 2005 00:01 Það er komið sumar. Tími brúðkaupa. Kirkjur landsins eru í óða önn að undirbúa sig undir að ungt fólk flykkist til presta, taki stóra skrefið og gangi í hjónaband. Brúðarvalsinn er farinn að óma um allt land. Við sem stöndum fyrir utan sjáum glæsibifreiðar á laugardögum skreyttar borðum. Inn í þeim situr glæsilegt par sem hefur tekið eina stærstu ákvörðun lífs síns. Það hefur heitið, frammi fyrir Guði og mönnum, að það muni styðja við hvort annað og verði hvort öðru trútt. Að þau verði saman til æviloka. Ég las grein í Metro - blaði á leið minni frá Odense til Kaupmannahafnar. Ungt danskt fólk ákveður í síauknu mæli að búa út af fyrir sig. Það á kannski kærasta en hefur ekki fyrir því að búa saman. Þola ekki hömlurnar sem því fylgja. Danir eru single. Við Íslendingar erum hins vegar brúðkaupsóðir og viljum hafa veisluna mikla og stóra. Kannski af því að við eigum ekkert kóngafólk til þess að horfa á giftast. Brúðkaupið þarf því að vera konunglegt. Áður en giftingin getur orðið að veruleika þarf að sjá um nokkra hluti. Panta hljóðfæraleikara, kirkju, prest, sal, mat, vín, búa til boðskort og svona mætti lengi, lengi, lengi telja. Og allt kostar þetta pening. Ég hef heyrt tölur sem eru stjarnfræðilegar. Brúðkaup sem kosti milljón. Það er farið út í næsta banka og tekið lán fyrir herlegheitunum. Ég bíð eftir að fólki verði boðið upp á hundrað prósenta brúðkaupslán. Þetta á jú að endast til æviloka. Varla sniðug fjárfesting þar sem á síðasta ári voru 552 lögskilnaðir. Einhver laug því að mér að þrjátíu prósent hjónabanda enduðu í skilnaði. Þegar foreldrar mínir giftu sig var athöfnin látlaus. Veislan var haldin heima hjá ömmu minni sem jafnframt eldaði veislumatinn. Þegar ég skoðaði myndir af veislunni velti ég því fyrir mér að ef þau hefðu gert eins og unga fólkið í dag væru þau þá enn þá að borga af veislunni? Mikilvægasti atburðurinn virðist þó vera steggjunin og gæsunin. Órjúfanlegur hluti af hjónavígslunni. Vinir og kunningjar draga tilvonandi hjónakorn út á lífið. "Þú verður að ná að skemmta þér áður en þú verður njörvaður niður í hlekki hjónabandsins," er stríðsöskrið. Svo er farið í bæinn og hvergi má aðilinn sjá verðandi maka sinn. Hann verður að vera drukkinn og tilbúinn í allt. Ágætur prestur sagði mér sögu fyrir ekki margt löngu. Brúðguminn hafði komið til hans og játaði fyrir honum syndir sínar. Hann hafði átt vingott við stúlku sem ekki var sú sem hann ætlaði að giftast. Þetta gerðist í steggjuninni. Presturinn sagði þetta ekki vera einsdæmi. Brúðguminn ákvað að láta slag standa, enda kostnaðurinn við brúðkaupið kominn upp úr öllu valdi. Hann gæti ekki blásið það af á þessari stundu. Presturinn aumkaði sig ekki yfir manninum þegar hann sá andlitið á honum á brúðkaupsdaginn. Þegar brúðarvalsinn fór að hljóma og stoltur faðir leiddi dóttur sína niður kirkjugólfið féllu tár hjá drengnum. Ekki voru þetta gleðitár heldur hafði hann svona líka nagandi samviskubit. Presturinn var þess handviss að þau yrðu kominn inn á skrifstofu til sín innan tveggja ára með skilnaðarpappíra. Brúðkaupið er að leysast upp í vitleysu. Fólk giftir sig eins og kóngafólk. Það þarf allt að vera flott, glæsilegt og rándýrt. Steggjunin og gæsunin þarf að vera eins öfgafull og hægt er, rándýr og helst þurfa verðandi brúðhjón að framkvæma eitthvað sem þau sjá eftir alla sína ævi. Það að giftast er alls ekki slæm ákvörðun. Langt því frá. Ef vissan er fyrir hendi þarf hvorki gæsun né steggjun til þess að sannfærast. Það er væntanlega ekki vont að þurfa að eyða ævinni með sálufélaganum. Freyr Gígja Gunnarsson -freyrgigja@frettabladid.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Freyr Gígja Gunnarsson Í brennidepli Mest lesið Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson skrifar Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Sjá meira
Það er komið sumar. Tími brúðkaupa. Kirkjur landsins eru í óða önn að undirbúa sig undir að ungt fólk flykkist til presta, taki stóra skrefið og gangi í hjónaband. Brúðarvalsinn er farinn að óma um allt land. Við sem stöndum fyrir utan sjáum glæsibifreiðar á laugardögum skreyttar borðum. Inn í þeim situr glæsilegt par sem hefur tekið eina stærstu ákvörðun lífs síns. Það hefur heitið, frammi fyrir Guði og mönnum, að það muni styðja við hvort annað og verði hvort öðru trútt. Að þau verði saman til æviloka. Ég las grein í Metro - blaði á leið minni frá Odense til Kaupmannahafnar. Ungt danskt fólk ákveður í síauknu mæli að búa út af fyrir sig. Það á kannski kærasta en hefur ekki fyrir því að búa saman. Þola ekki hömlurnar sem því fylgja. Danir eru single. Við Íslendingar erum hins vegar brúðkaupsóðir og viljum hafa veisluna mikla og stóra. Kannski af því að við eigum ekkert kóngafólk til þess að horfa á giftast. Brúðkaupið þarf því að vera konunglegt. Áður en giftingin getur orðið að veruleika þarf að sjá um nokkra hluti. Panta hljóðfæraleikara, kirkju, prest, sal, mat, vín, búa til boðskort og svona mætti lengi, lengi, lengi telja. Og allt kostar þetta pening. Ég hef heyrt tölur sem eru stjarnfræðilegar. Brúðkaup sem kosti milljón. Það er farið út í næsta banka og tekið lán fyrir herlegheitunum. Ég bíð eftir að fólki verði boðið upp á hundrað prósenta brúðkaupslán. Þetta á jú að endast til æviloka. Varla sniðug fjárfesting þar sem á síðasta ári voru 552 lögskilnaðir. Einhver laug því að mér að þrjátíu prósent hjónabanda enduðu í skilnaði. Þegar foreldrar mínir giftu sig var athöfnin látlaus. Veislan var haldin heima hjá ömmu minni sem jafnframt eldaði veislumatinn. Þegar ég skoðaði myndir af veislunni velti ég því fyrir mér að ef þau hefðu gert eins og unga fólkið í dag væru þau þá enn þá að borga af veislunni? Mikilvægasti atburðurinn virðist þó vera steggjunin og gæsunin. Órjúfanlegur hluti af hjónavígslunni. Vinir og kunningjar draga tilvonandi hjónakorn út á lífið. "Þú verður að ná að skemmta þér áður en þú verður njörvaður niður í hlekki hjónabandsins," er stríðsöskrið. Svo er farið í bæinn og hvergi má aðilinn sjá verðandi maka sinn. Hann verður að vera drukkinn og tilbúinn í allt. Ágætur prestur sagði mér sögu fyrir ekki margt löngu. Brúðguminn hafði komið til hans og játaði fyrir honum syndir sínar. Hann hafði átt vingott við stúlku sem ekki var sú sem hann ætlaði að giftast. Þetta gerðist í steggjuninni. Presturinn sagði þetta ekki vera einsdæmi. Brúðguminn ákvað að láta slag standa, enda kostnaðurinn við brúðkaupið kominn upp úr öllu valdi. Hann gæti ekki blásið það af á þessari stundu. Presturinn aumkaði sig ekki yfir manninum þegar hann sá andlitið á honum á brúðkaupsdaginn. Þegar brúðarvalsinn fór að hljóma og stoltur faðir leiddi dóttur sína niður kirkjugólfið féllu tár hjá drengnum. Ekki voru þetta gleðitár heldur hafði hann svona líka nagandi samviskubit. Presturinn var þess handviss að þau yrðu kominn inn á skrifstofu til sín innan tveggja ára með skilnaðarpappíra. Brúðkaupið er að leysast upp í vitleysu. Fólk giftir sig eins og kóngafólk. Það þarf allt að vera flott, glæsilegt og rándýrt. Steggjunin og gæsunin þarf að vera eins öfgafull og hægt er, rándýr og helst þurfa verðandi brúðhjón að framkvæma eitthvað sem þau sjá eftir alla sína ævi. Það að giftast er alls ekki slæm ákvörðun. Langt því frá. Ef vissan er fyrir hendi þarf hvorki gæsun né steggjun til þess að sannfærast. Það er væntanlega ekki vont að þurfa að eyða ævinni með sálufélaganum. Freyr Gígja Gunnarsson -freyrgigja@frettabladid.is
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar