Erlent

Þjóðaratkvæðagreiðsla ógild

Þjóðaratkvæðagreiðsla um hvort milda eigi lög um gervifrjóvgun, á Ítalíu var ógild vegna ónógrar þátttöku. Kaþólska kirkjan, með Benedikt páfa í broddi fylkingar, barðist hart gegn því að lögunum yrði breytt og hvatti fólk til þess að sitja heima og kjósa ekki. Samkvæmt ítölsku stjórnarskránni þarf þátttaka í þjóðaratkvæðagreiðslu að vera fimmtíu prósent plús einn til þess að hún teljist gild. Þátttakan var hinsvegar aðeins um tuttugu og sex prósent.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×